Ríkislögreglustjóri lýsir formlega eftir egypsku fjölskyldunni

Sex manna fjölskylda sem vísa átti úr landi á miðvikudag í síðustu viku hefur verið í felum síðan þá. Nú hefur Ríkislögreglustjóri lýst formlega eftir henni.

Börnin fjögur.
Börnin fjögur.
Auglýsing

Stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hefur sent út til­kynn­ingu þar sem hún óskar eftir upp­lýs­ingum um ferðir og dval­ar­stað Ibra­him Mahrous Ibra­him Khedr og Doaa Mohamed Mohamed Eld­eib og barna þeirra fjög­urra.

Flytja átti fjöl­skyld­una úr landi síð­ast­lið­inn mið­viku­dag eftir að Útlend­inga­stofnun hafði úrskurðað að þau ættu að sæta frá­vís­un. Hún fór hins vegar í felur áður en að af því varð og yfir­völd hafa ekki fundið hana síð­an.

Rík­is­lög­reglu­stjóri óskar eftir því að allir þeir sem geti gefið upp­lýs­ingar um „ferðir fjöl­skyld­unnar eða vita hvar hún er nið­ur­kom­in“.

Auglýsing
Málið hefur vakið mikla athygli hér­lendis und­an­far­ið. Lög­­regla átti að sækja fjöl­­skyld­una á heim­ili þeirra á Ásbrú klukkan hálfsex í mið­viku­dag­inn 16. sept­em­ber og áttu þau að fljúga héðan til Amster­dam og þaðan til Kaíró í Egypta­landi. Þegar það átti að sækja þau var fjöl­skyldan hins vegar horf­in.

Þessir atburðir urðu meðal ann­ars til þess að Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, sagði sig úr flokkn­um. Í yfir­lýs­ingu sem hún sendi frá sér stóð meðal ann­ars: „Ný­legir atburðir er varða brott­vísun stjórn­­­valda á barna­­fjöl­­skyldu sem hefur beðið eftir lausn sinna mála í 25 mán­uði og við­brögð rík­­is­­stjórnar sem VG er í for­ystu fyrir í því máli, urðu til þess að ég finn end­an­­lega að ég á ekki lengur sam­­leið með þing­­flokki VG.“

Magnús Davíð Norð­da­hl, lög­maður fjöl­skyld­unn­ar, lagði í dag fram stefnu og beiðni um flýti­með­ferð í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur fyrir hönd henn­ar. Þar er meðal ann­ars byggt á því að við máls­með­ferð stjórn­valda hafi þeim láðst að fram­kvæma sjálf­stætt og heild­stætt mat á hags­munum barn­anna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent