Fjárlög gera ráð fyrir 264 milljarða króna halla árið 2021

Samanlagður halli á rekstri ríkissjóðs á árunum 2020 og 2021 mun nema yfir 530 milljörðum króna. Ríkisstjórnin segist ætla að beita ríkisfjármálunum af fullum þunga og safna skuldum, frekar en að grípa til niðurskurðar eða skattahækkana.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við kynningu fjárlagafrumvarpsins í dag.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við kynningu fjárlagafrumvarpsins í dag.
Auglýsing

Fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar fyrir árið 2021 gerir ráð fyrir því að halli rík­is­sjóðs verði 264 millj­arðar króna. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sagði á kynn­ing­ar­fundi í fjár­mála­ráðu­neyt­inu að góðri stöðu rík­is­sjóðs yrði beitt til þess að takast á við stöð­una sem þjóð­ar­búið er í vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Ráð­ist yrði í lán­tökur til þess að fjár­magna það að mæta útblásnum gjalda­kerfum fremur en að hækka skatta. Það væri hug­mynda­fræði rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Halli rík­is­sjóðs verður rúmir 269 millj­arðar í ár og er sam­an­lagður halli þessa árs og þess næsta því yfir 530 millj­arðar króna. Bjarni sagði að reiknað væri með því, í fjár­mála­á­ætlun 2021-2025, að skulda­staða rík­is­ins myndi versna út tíma­bilið og að sam­an­lagður halli á rekstri rík­is­sjóðs yrði um 900 millj­arðar fram til árs­ins 2025. 

Stefnt er að jákvæðum frum­jöfn­uði á rekstri rík­is­sjóðs árið 2025 og sagði Bjarni á kynn­ing­ar­fund­inum að það væri póli­tíska verk­efnið næstu árin, að tryggja að við lok tíma­bils fjár­mála­á­ætl­unar yrði rík­is­sjóður ekki lengur rek­inn með veru­legum halla.

Auglýsing

Bjarni sagði að rík­is­stjórnin trúði því að það að beita rík­is­fjár­mál­unum til þess að takast á við stöð­una, í stað þess að grípa til nið­ur­skurðar í þjón­ustu, myndi skila okkur á betri stað þegar krís­unni væri lok­ið. Hann sagði að það væri í raun­inni ekki val­kostur að fara í harka­legan nið­ur­skurð eða tekju­öflun þegar það væri ekki neitt til skipt­anna hjá fyr­ir­tækj­unum í land­inu.

Afkoma versnar um 192 millj­arða vegna far­ald­urs­ins

Sam­kvæmt því sem fram kemur í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins mun afkoma rík­is­sjóðs á næsta ári versna um 192 millj­arða króna vegna beinna efna­hags­legra áhrifa far­ald­urs­ins og ákvarð­ana til að sporna við afleið­ingum hans. 

Þar vegur sam­dráttur skatt­tekna vegna minni umsvifa þyngst, en hann nemur um 89 millj­örðum króna. Einnig minnka tekjur rík­is­sjóðs vegna aðgerða til að bregð­ast við heims­far­aldr­in­um, meðal ann­ars með því að end­ur­greiða virð­is­auka­skatt vegna vinnu, flýt­ingu á lækkun banka­skatts og nið­ur­fell­ingu gistin­átta­skatts en sam­tals kosta þessar aðgerðir rík­is­sjóð um 17 millj­arða króna. 

Þá er gert ráð fyrir að atvinnu­leys­is­bætur hækki um 23 millj­arða króna á milli ára. Útgjöld vegna ýmissa mót­væg­is­að­gerða eru áætluð um 35 millj­arðar króna, en þar má nefna fjár­fest­ing­ar- og upp­bygg­ing­ar­átak, efl­ingu háskóla- og fram­halds­skóla­stigs til að bregð­ast við atvinnu­leysi og auknar end­ur­greiðslur vegna rann­sókna- og þró­un­ar. Þá er gert ráð fyrir að arð­greiðslur frá lögum í eigu rík­is­ins lækki um 27 millj­arða króna, sam­kvæmt til­kynn­ingu stjórn­valda.

Skulda­söfnun verði stöðvuð 2025

Bjarni lagði áherslu á það, sem áður seg­ir, að stefnt yrði að því að rekstur rík­is­sjóðs yrði kom­inn í jafn­vægi árið 2025. Á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að rík­is­stjórnin telji mik­il­vægt að stöðva skulda­söfn­un­ina á því ári og „rjúfa með því víta­hring halla­rekst­urs og skulda­söfn­unar til að end­ur­heimta styrka fjár­hags­stöðu hins opin­ber­a.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins
Kjarninn 21. janúar 2021
Leið evrópskra fótboltamanna til Englands þrengdist vegna Brexit
Frjálst flæði evrópsks vinnuafls til Bretlands heyrir sögunni til. Það á einnig við um fótboltamenn, sem nú þurfa að uppfylla ákveðnar gæðakröfur til að fá atvinnuleyfi. Leið ungra leikmanna til Englands er orðin þrengri. Kjarninn rýndi í breytingarnar.
Kjarninn 21. janúar 2021
Haukur V. Alfreðsson
Læsi og lífsgæði
Kjarninn 21. janúar 2021
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent