Fjárlög gera ráð fyrir 264 milljarða króna halla árið 2021

Samanlagður halli á rekstri ríkissjóðs á árunum 2020 og 2021 mun nema yfir 530 milljörðum króna. Ríkisstjórnin segist ætla að beita ríkisfjármálunum af fullum þunga og safna skuldum, frekar en að grípa til niðurskurðar eða skattahækkana.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við kynningu fjárlagafrumvarpsins í dag.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við kynningu fjárlagafrumvarpsins í dag.
Auglýsing

Fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar fyrir árið 2021 gerir ráð fyrir því að halli rík­is­sjóðs verði 264 millj­arðar króna. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sagði á kynn­ing­ar­fundi í fjár­mála­ráðu­neyt­inu að góðri stöðu rík­is­sjóðs yrði beitt til þess að takast á við stöð­una sem þjóð­ar­búið er í vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Ráð­ist yrði í lán­tökur til þess að fjár­magna það að mæta útblásnum gjalda­kerfum fremur en að hækka skatta. Það væri hug­mynda­fræði rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Halli rík­is­sjóðs verður rúmir 269 millj­arðar í ár og er sam­an­lagður halli þessa árs og þess næsta því yfir 530 millj­arðar króna. Bjarni sagði að reiknað væri með því, í fjár­mála­á­ætlun 2021-2025, að skulda­staða rík­is­ins myndi versna út tíma­bilið og að sam­an­lagður halli á rekstri rík­is­sjóðs yrði um 900 millj­arðar fram til árs­ins 2025. 

Stefnt er að jákvæðum frum­jöfn­uði á rekstri rík­is­sjóðs árið 2025 og sagði Bjarni á kynn­ing­ar­fund­inum að það væri póli­tíska verk­efnið næstu árin, að tryggja að við lok tíma­bils fjár­mála­á­ætl­unar yrði rík­is­sjóður ekki lengur rek­inn með veru­legum halla.

Auglýsing

Bjarni sagði að rík­is­stjórnin trúði því að það að beita rík­is­fjár­mál­unum til þess að takast á við stöð­una, í stað þess að grípa til nið­ur­skurðar í þjón­ustu, myndi skila okkur á betri stað þegar krís­unni væri lok­ið. Hann sagði að það væri í raun­inni ekki val­kostur að fara í harka­legan nið­ur­skurð eða tekju­öflun þegar það væri ekki neitt til skipt­anna hjá fyr­ir­tækj­unum í land­inu.

Afkoma versnar um 192 millj­arða vegna far­ald­urs­ins

Sam­kvæmt því sem fram kemur í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins mun afkoma rík­is­sjóðs á næsta ári versna um 192 millj­arða króna vegna beinna efna­hags­legra áhrifa far­ald­urs­ins og ákvarð­ana til að sporna við afleið­ingum hans. 

Þar vegur sam­dráttur skatt­tekna vegna minni umsvifa þyngst, en hann nemur um 89 millj­örðum króna. Einnig minnka tekjur rík­is­sjóðs vegna aðgerða til að bregð­ast við heims­far­aldr­in­um, meðal ann­ars með því að end­ur­greiða virð­is­auka­skatt vegna vinnu, flýt­ingu á lækkun banka­skatts og nið­ur­fell­ingu gistin­átta­skatts en sam­tals kosta þessar aðgerðir rík­is­sjóð um 17 millj­arða króna. 

Þá er gert ráð fyrir að atvinnu­leys­is­bætur hækki um 23 millj­arða króna á milli ára. Útgjöld vegna ýmissa mót­væg­is­að­gerða eru áætluð um 35 millj­arðar króna, en þar má nefna fjár­fest­ing­ar- og upp­bygg­ing­ar­átak, efl­ingu háskóla- og fram­halds­skóla­stigs til að bregð­ast við atvinnu­leysi og auknar end­ur­greiðslur vegna rann­sókna- og þró­un­ar. Þá er gert ráð fyrir að arð­greiðslur frá lögum í eigu rík­is­ins lækki um 27 millj­arða króna, sam­kvæmt til­kynn­ingu stjórn­valda.

Skulda­söfnun verði stöðvuð 2025

Bjarni lagði áherslu á það, sem áður seg­ir, að stefnt yrði að því að rekstur rík­is­sjóðs yrði kom­inn í jafn­vægi árið 2025. Á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að rík­is­stjórnin telji mik­il­vægt að stöðva skulda­söfn­un­ina á því ári og „rjúfa með því víta­hring halla­rekst­urs og skulda­söfn­unar til að end­ur­heimta styrka fjár­hags­stöðu hins opin­ber­a.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent