Fólk segist hlýða Víði, Þórólfi og Ölmu en trúir ekki að annað fólk geri það líka

Töluvert lægra hlutfall fólks hefur trú á því að Íslendingar almennt séu að fara eftir gildandi tilmælum vegna heimsfaraldursins núna en raunin var í fyrstu bylgju faraldursins. Áhyggjur fólks hafa verið að aukast á ný, samkvæmt Félagsvísindastofnun.

Þeir Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sjást hér á upplýsingafundi almannavarna. Íslendingar segjast sjálfir upp til hópa duglegir að hlýða þeim, en hafa minni trú á næsta manni.
Þeir Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sjást hér á upplýsingafundi almannavarna. Íslendingar segjast sjálfir upp til hópa duglegir að hlýða þeim, en hafa minni trú á næsta manni.
Auglýsing

Hátt í átta­tíu pró­sent lands­manna segj­ast fara að öllu eða mestu leyti eftir þeim til­mælum sem koma frá almanna­vörnum og land­lækn­is­emb­ætt­inu vegna COVID-19. Ein­ungis lít­ill hluti telur þó að sam­borg­arar sínir geri almennt slíkt hið sama.

Þetta má lesa út úr nýj­ustu tölum í könnun Félags­vís­inda­stofn­unar Háskóla Íslands á við­horfum þjóð­ar­innar í COVID-19 far­aldr­in­um, sem eru frá 1. októ­ber. Ein­ungis 14 pró­sent aðspurðra sögð­ust hafa trú á því að Íslend­ingar væru almennt að fara að þeim til­mælum sem gefin hafa verið út.

Hlutfall þeirra sem segjast fara að öllu leyti eða mjög miklu leyti eftir tilmælum fór vaxandi undir lok septembermánaðar.

Þetta hlut­fall er mun lægra en þegar verið var að kveða fyrstu bylgju far­ald­urs­ins í kút­inn í apríl og byrjun maí. Þá sögð­ust gjarnan yfir 40 pró­sent aðspurðra hafa trú á því að sam­borg­arar sínir væru almennt að fara eftir regl­um.

... en trúin á að samborgararnir geri það sama er mun minni.Fólk hefur reyndar meiri trú á því fólki sem það per­sónu­lega er í mestu sam­skiptum við, en um 63 pró­sent segj­ast hafa trú á því þeir ein­stak­lingar – sem þá vænt­an­lega eru fjöl­skylda, vinir og vinnu­fé­lagar – fari að öllu eða mestu leyti eftir þeim til­mælum sem gefin eru út í sótt­varna­skyni.

Auglýsing


Áhyggjur af far­aldr­inum aukast 

Sam­kvæmt nýj­ustu tölum í könnun Félags­vís­inda­stofn­unar eru áhyggjur af far­aldri COVID-19 að aukast fremur hratt, en 72 pró­sent aðspurðra hafa mjög eða frekar miklar áhyggjur af far­aldr­inum sam­kvæmt nýj­ustu birtu mæl­ing­um, sem eru frá 1. októ­ber. 

Konur eru líklegri til að hafa mjög eða frekar miklar áhyggjur af faraldrinum en karlar. Mynd: Félagsvísindastofnun

Reikna má með því að þetta hlut­fall hafi haldið áfram að hækka síðan þá, í takt við vöxt far­ald­urs­ins og aukin áhrif veirunnar í sam­fé­lag­inu. Um miðjan sept­em­ber hafði ein­ungis um og yfir helm­ingur aðspurðra mjög eða frekar miklar áhyggjur af stöðu mála.

Trú á að aðgerðir dugi hefur verið minni í þriðju bylgj­unni

Lesa má út úr könnun Félags­vís­inda­stofn­unar að eftir að þriðja bylgja far­ald­urs­ins skall á síðla í sept­em­ber fór trú almenn­ings á því að þær sótt­varna­að­gerðir sem verið var að beita myndu duga til þess að hægja veru­lega á útbreiðslu smita minnk­andi.

Eins og sést fór hlutfall þeirra sem telja að gildandi sóttvarnaaðgerðir dugi til að hægja á útbreiðslunni minnkandi undir lok septembermánaðar.Hlut­fall þeirra sem sögðu „mjög lík­legt“ að gild­andi til­mæli féll þannig skarpt um miðjan mán­uð­inn, úr 55 til 60 pró­sent og niður í 25 til 35 pró­sent. 

Stærsti hluti er þó enn á þeirri skoðun að það sé frekar „frekar lík­legt“ að aðgerð­irnar dugi, en hlut­fall þeirra sem svarar „hvorki né“ eða „ólík­legt“ fer vax­andi og var kom­inn upp yfir 20 pró­sent í lok sept­em­ber­mán­að­ar.

Mæla hvernig við­horfin til far­ald­urs­ins breyt­ast

Félags­vís­inda­stofnun hefur mælt við­horf þjóð­ar­innar til ýmissa atriða varð­andi COVID-19 far­ald­ur­inn síðan í vor. Dag­lega er könn­unin send til 400 með­lima í svoköll­uðum net­panel Félags­vís­inda­stofn­un­ar, sem er hópur fólks 18 ára og eldri sem sam­þykkt hefur að taka þátt í könn­unum frá Félags­vís­inda­stofn­un. Þessi aðferð gerir það mögu­legt að greina hvernig afstaða Íslend­inga breyt­ist með tím­an­um.

Að með­al­tali ber­ast um 130 svör á dag, en fæst hafa þau verið 23 og flest 889 á þriggja daga tíma­bili. Félags­vís­inda­stofnun segir að sökum þess að svar­fjöldi sé á þessu bili megi búast við nokkrum sveiflum milli daga og því skuli var­ast að oftúlka breyt­ingar milli stakra daga því óvissan sé nokk­ur. Þetta eigi sér­stak­lega við þegar verið sé að skoða afmark­aða bak­grunns­hópa. Ef ákveðin stefnu­breyt­ing verði í afstöðu þjóð­ar­innar megi hins vegar búast við að sjá gögnin stefna í þá átt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent