Tveggja metra-regla endurvakin, starfsemi þarf að loka og keppnisíþróttum frestað

Sóttvarnarlæknir mun í dag gera tillögu um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í ljósi þess að kórónuveirusmitum hefur fjölgað verulega síðustu daga. Í gær greindust alls 99 manns innanlands með smit.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varn­ar­læknir mun síðar í dag senda til­lögu til Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra um hert­ari aðgerðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna aukn­ingar á kór­ónu­veirusmitum und­an­farna daga. 

Í til­lögum Þór­ólfs er lagt til að nánd­ar­mörk á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verði aftur tveir metr­ar, en á öðrum stöðum á land­inu verði þau áfram einn metri. Áfram verður 20 manna sam­komu­há­mark, með þeim und­an­tekn­ingum að 50 manns mega vera við kirkju­legar útfarir og 30 manns mega koma saman í skóla­starfi í fram­halds- og háskól­u­m. 

Þá mun sótt­varn­ar­læknir gera til­lögu um að loka ýmis­konar starf­semi tíma­bundið og að öll keppn­is­starfi í íþróttum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verði frestað í tvær vik­ur. Veit­inga­staðir munu mega hafa opið til klukkan 21 í stað 23 og hert verður á skyldu á notkun and­lits­gríma. Þórólfur vildi ekki svara því hvaða starf­semi það yrði sem myndi þurfa að loka fyrr en að heil­brigð­is­ráð­herra fái að lesa til­lögur hans, en sagði að þar væri undir ýmis­konar ein­yrkja­starf­sem­i. 

Auglýsing
„Það eru von­brigði að við þurfum að grípa til þess­ara aðgerða, en ég held að það sé nauð­syn­legt í ljósi þró­unar far­ald­urs­ins, sér­stak­lega hér á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u,“ sagði Þórólfur á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna sem hófst núna rétt eftir klukkan 15 í dag.

Þórólfur von­ast til þess að hertar aðgerðir muni taka gildi sem allra fyrst.

Víðir Reyn­is­son, yfir­­lög­­reglu­­þjón almanna­varn­­ar­­deild­­ar, sagði að það þyrfti að skoða það sér­stak­lega hvort að lands­leikur Íslands og Rúm­en­íu, sem á að fara fram í vik­unni, fái að fara fram. Knatt­spyrnu­sam­band Íslands hafi gert stjórn­völdum grein fyrir því að leik­ur­inn gæti haft í för með sér millj­arða króna ávinn­ing fari hann vel og því sé spurn­ing um hvort að hann eigi að skil­grein­ast sem þjóð­hags­lega mik­il­vægur atburð­ur, og gæti þar með verið und­an­skil­inn því ­tíma­bund­an ­banni sem lagt er til að leggja á keppn­is­í­þróttir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Til­mæli um ein­stak­lings­bundnar sótt­varn­ar­að­gerðir

Auk þeirra hertu aðgerða sem sótt­varn­ar­læknir mun í dag leggja til hefur rík­is­lög­reglu­stjóri sent frá sér til­­­mæli um hertar ein­stak­l­ings­bundnar sótt­­varn­­ar­að­­gerð­­ir. Til­­­mælin snúa að því að tak­­marka ýmsa hópa­myndun auk þess sem hvatt er til þess að öllum við­­burðum verði frestað næstu tvær vik­­ur.

Rík­­is­lög­­reglu­­stjóri mælist til þess að íbúar höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins:

  • Veri eins mikið heima við og hægt er
  • Veri ekki á ferð­inni til eða frá höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu meira en nauð­­syn­­legt er
  • Tak­­marki fjölda í búð­um, þannig að helst einn úr fjöl­­skyldu fari
  • Tak­­marki enn frekar heim­­sóknir til við­­kvæmra hópa
  • Fresti öllum við­­burðum næstu tvær vik­­urnar
  • Geri hlé á starf­­semi hvers kyns íþrótta-, tóm­­stunda- og úti­­vist­­ar­hópa
  • Sleppi því að fara í sund nema ef þeir þurfa heilsu sinnar vegna
  • Tryggi að allir staðir og versl­­anir sem opnir eru á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu tryggi fjölda­tak­­mark­­anir eins vel og unnt er sem og hand­­spritt fyrir alla.

99 smit í gær

Frá því fyrsta smitið af kór­ón­u­veirunni var greint hér á landi þann 28. febr­­úar hafa 3.079 greinst með COVID-19, yfir 140 verið lagðir inn á sjúkra­hús og tíu lát­ist. Í gær greindust 99 smit inn­­an­lands sem er mesti fjöldi á einum sól­­­ar­hring frá því þriðja bylgja far­ald­­ur­s­ins hófst um miðjan sept­­em­ber.  Fjórir liggja nú á gjör­­gæslu­­deild Land­­spít­­al­ans vegna sjúk­­dóms­ins.

221 dagur er lið­inn frá því að COVID-19 greind­ist í fyrsta sinn hér á landi. Og 195 dagar eru síðan met­fjöldi nýrra smita greind­ist: 106 til­­­felli af COVID-19 greindust á einum sól­­­ar­hring. Fjöld­inn fór aldrei aftur yfir 100 í fyrstu bylgju far­ald­­ur­s­ins. Flest urðu þau 99 eftir þetta og það gerð­ist þann 1. apr­íl.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent