Lokunarstyrkir þriðju bylgjunnar verði allt að 120 milljónir á hvert fyrirtæki

Ríkið ætlar sér að greiða allt að 600 þúsund krónur á mánaðargrundvelli með hverjum starfsmanni þeirra fyrirtækja sem þurfa að loka dyrum sínum í þessari bylgju faraldursins. Heildarkostnaður er áætlaður á bilinu 300-400 milljónir, m.v. 2 vikna lokun.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Fyr­ir­tæki sem eru skylduð til þess að loka dyrum sínum núna í þriðju bylgju far­ald­urs­ins vegna sótt­varna­reglna munu geta sótt um 600 þús­und krónur í lok­un­ar­styrk með hverjum starfs­manni á mán­að­ar­grund­velli. Alls geta styrkirnir numið 120 millj­ónum króna að hámarki á hvert fyr­ir­tæki.

Þetta er haft eftir Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra á mbl.is í dag, en rík­is­stjórnin ræddi um útfærslu nýrra lok­un­ar­styrkja á fundi sínum í morg­un. 

Hámarks­greiðslur til hvers og eins fyr­ir­tækis yrðu 120 millj­ónir króna sem áður segir og þýðir það að stór fyr­ir­tæki á borð við lík­ams­rækt­ar­keðjur sem hafa þurft að loka dyrum sínum vegna sótt­varn­ar­ráð­staf­ana geta fengið mikið tjón bætt.

Auglýsing

Sam­kvæmt því sem haft er eftir Katrínu á mbl.is var horft til reglna sem eru í gildi í Evr­ópu þegar ákveðið var að setja svona hátt þak á greiðsl­urn­ar. 

Í frétt­inni segir að kostn­að­ar­á­ætlun geri ráð fyrir að úrræðið muni kosta á bil­inu 300-400 millj­ónir króna að því gefnu að lokun þeirrar atvinnu­starf­semi sem nú er lokuð vegna sótt­varna­ráð­staf­ana vari aðeins í tvær vik­ur.

3,6 millj­óna króna þak í fyrri lok­un­ar­styrkjum

Fyrri útgáfa lok­un­ar­styrkja kvað á um 3,6 millj­óna króna hámark til hvers fyr­ir­tæk­is, en þá var úrræðið aðal­lega hugsað til þess að koma til móts við minni fyr­ir­tæki og ein­yrkja á borð við hár­greiðslu­fólk og nudd­ara sem urðu fyrir því að þurfa að loka starf­semi sinni í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins á vor­mán­uð­um. Úrræðið nú nær til stærri fyr­ir­tækja.

Þann 8. sept­em­ber sl. hafði verið afgreiddur um 1 millj­arður króna í lok­un­ar­styrki til alls 998 fyr­ir­tækja, sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem finna má á vef fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um nýt­ingu efna­hagsúr­ræða vegna COVID-19 far­ald­urs­ins.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent