Fékk ekki upplýsingar um komu hælisleitenda hjá Útlendingastofnun

Samkvæmt Útlendingastofnun, umsjónarmanni sóttvarnarhúss og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fékk Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ekki upplýsingar um komu hælisleitenda til landsins hjá þeim.

Útlendingastofnun - Kópavogi
Auglýsing

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk ekki tölur um komur hælisleitenda til landsins hjá Útlendingastofnun, að því er fram kemur í svari stofnunarinnar við fyrirspurn Kjarnans. Útlendingastofnun birtir á vefsíðu sinni tölur yfir umsóknir um vernd í kringum 15. hvers mánaðar, fyrir mánuðinn á undan. 

Þingmaðurinn hefur undanfarnar vikur birt tölur á Facebook-síðu sinni yfir einstaklinga sem lent hafa á Keflavíkurflugvelli og sótt um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki greina frá því í samtali við Kjarnann hvaðan hann fær tölurnar. 

Í svari Útlendingastofnunar til Kjarnans segir að umsóknir um vernd séu lagðar fram hjá lögreglu, flestar í flugstöðinni í Keflavík. „Um þessar mundir fara umsækjendur þaðan í sóttvarnarhús og dvelja þar þangað til niðurstöður úr seinni skimun liggja fyrir en fyrst að því loknu koma þeir í búsetuúrræði Útlendingastofnunar.“

Auglýsing

Upplýsingarnar komu ekki frá sóttvarnarhúsi eða lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu

Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnarhúsa, segir þingmanninn ekki hafa fengið þessar upplýsingar hjá sér. Upplýsingar um fjölda hælisleitenda sem í húsin koma dag frá degi eru ekki gefnar utanaðkomandi, hvorki fjölmiðlum, stjórnmálamönnum né öðrum. 

Daglegar upplýsingar sem þessar séu aðeins gefnar rakningarteyminu og COVID-göngudeildinni. Þetta kemur fram í svari Gylfa við fyrirspurn Kjarnans.

Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segist í svari við fyrirspurn Kjarnans ekki vita til þess að embættið hafi fengið fyrirspurnir um fjölda hælisleitenda sem komið hafa til landsins né kannist embættið við að hafa veitt þær.

Segist hafa fengið símtal og skilaboð með upplýsingunum

Ásmundur vildi ekki gefa það upp hvaðan hann fær þessar tölur, eins og áður segir, en Útlendingastofnun hefur staðfest þær fyrstu sem hann birti í lok september í svari við fyrirspurn Kjarnans. „Ástæðan fyrir því að ég birti þessar tölur er sú að hringt var í mig og mér sagt hvað væri í gangi upp á flugvelli,“ sagði hann í samtali við Kjarnann.

Fyrst greindi Ásmundur frá því að 17 manns hefðu komið þann 25. september til landsins. Ásmundur sagði í samtali við Kjarnann að síðar hefði komið í ljós að fleiri hefðu komið um svipað leyti. „Ég var svo sem ekki að elta ólar við það því það kom nokkrum dögum seinna.“

Viku síðar komu 20 í viðbót og greindi Ásmundur einnig frá því á Facebook. Við færsluna skrifaði hann: „Fjölmiðlar hér á landi flytja ekki fréttar af hingað komu hælisleitenda. Þeim til upplýsinga komu 20 hælisleitendur um síðustu helgi til landsins. Um 40 síðustu tvær helgar.“

Ásmundur sagði við Kjarnann að það sama hefði verið upp á teningnum þá; hann hefði fengið símtal og skilaboð þar sem honum var greint frá því hversu margir hefðu komið á þessum degi. 

Sunnudaginn 11. október greindi hann frá því að farþegavél hefði komið frá Ítalíu deginum áður en með flugvélinni hefðu verið 35 farþegar. Þar af 14 hælisleitendur. „Mér er sagt að kostnaður (óstaðferst) vegna hvers hælisleitenda sé 6 milljónir og þessir 14 kosta ríkissjóð því 84 milljónir. Síðustu þrjár vikur hafa komið 54 hælisleitendur og kostnaðurinn vegna þeirra fyrir ríkissjóð því 324 milljónir,“ skrifaði hann á Facebook. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent