Fékk ekki upplýsingar um komu hælisleitenda hjá Útlendingastofnun

Samkvæmt Útlendingastofnun, umsjónarmanni sóttvarnarhúss og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fékk Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ekki upplýsingar um komu hælisleitenda til landsins hjá þeim.

Útlendingastofnun - Kópavogi
Auglýsing

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fékk ekki tölur um komur hæl­is­leit­enda til lands­ins hjá Útlend­inga­stofn­un, að því er fram kemur í svari stofn­un­ar­innar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Út­lend­inga­stofnun birtir á vef­síðu sinni tölur yfir umsóknir um vernd í kringum 15. hvers mán­að­ar, fyrir mán­uð­inn á und­an. 

­Þing­mað­ur­inn hefur und­an­farnar vikur birt tölur á Face­book-­síðu sinni yfir ein­stak­linga sem lent hafa á Kefla­vík­ur­flug­velli og sótt um alþjóð­lega vernd. Hann vill ekki greina frá því í sam­tali við Kjarn­ann hvaðan hann fær töl­urn­ar. 

Í svari Útlend­inga­stofn­unar til Kjarn­ans segir að umsóknir um vernd séu lagðar fram hjá lög­reglu, flestar í flug­stöð­inni í Kefla­vík. „Um þessar mundir fara umsækj­endur þaðan í sótt­varn­ar­hús og dvelja þar þangað til nið­ur­stöður úr seinni skimun liggja fyrir en fyrst að því loknu koma þeir í búsetu­úr­ræði Útlend­inga­stofn­un­ar.“

Auglýsing

Upp­lýs­ing­arnar komu ekki frá sótt­varn­ar­húsi eða lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Gylfi Þór Þor­steins­son, umsjón­ar­maður sótt­varn­ar­húsa, segir þing­mann­inn ekki hafa fengið þessar upp­lýs­ingar hjá sér. Upp­lýs­ingar um fjölda hæl­is­leit­enda sem í húsin koma dag frá degi eru ekki gefnar utan­að­kom­andi, hvorki fjöl­miðl­um, stjórn­mála­mönnum né öðr­um. 

Dag­legar upp­lýs­ingar sem þessar séu aðeins gefnar rakn­ing­arteym­inu og COVID-­göngu­deild­inni. Þetta kemur fram í svari Gylfa við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Halla Berg­þóra Björns­dótt­ir, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, seg­ist í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans ekki vita til þess að emb­ættið hafi fengið fyr­ir­spurnir um fjölda hæl­is­leit­enda sem komið hafa til lands­ins né kann­ist emb­ættið við að hafa veitt þær.

Seg­ist hafa fengið sím­tal og skila­boð með upp­lýs­ing­unum

Ásmundur vildi ekki gefa það upp hvaðan hann fær þessar töl­ur, eins og áður seg­ir, en Útlend­inga­stofnun hefur stað­fest þær fyrstu sem hann birti í lok sept­em­ber í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. „Ástæðan fyrir því að ég birti þessar tölur er sú að hringt var í mig og mér sagt hvað væri í gangi upp á flug­velli,“ sagði hann í sam­tali við Kjarn­ann.

Fyrst greindi Ásmundur frá því að 17 manns hefðu komið þann 25. sept­em­ber til lands­ins. Ásmundur sagði í sam­tali við Kjarn­ann að síðar hefði komið í ljós að fleiri hefðu komið um svipað leyti. „Ég var svo sem ekki að elta ólar við það því það kom nokkrum dögum seinna.“

Viku síðar komu 20 í við­bót og greindi Ásmundur einnig frá því á Face­book. Við færsl­una skrif­aði hann: „Fjöl­miðlar hér á landi flytja ekki fréttar af hingað komu hæl­is­leit­enda. Þeim til upp­lýs­inga komu 20 hæl­is­leit­endur um síð­ustu helgi til lands­ins. Um 40 síð­ustu tvær helg­ar.“

Ásmundur sagði við Kjarn­ann að það sama hefði verið upp á ten­ingnum þá; hann hefði fengið sím­tal og skila­boð þar sem honum var greint frá því hversu margir hefðu komið á þessum deg­i. 

Sunnu­dag­inn 11. októ­ber greindi hann frá því að far­þega­vél hefði komið frá Ítalíu deg­inum áður en með flug­vél­inni hefðu verið 35 far­þeg­ar. Þar af 14 hæl­is­leit­end­ur. „Mér er sagt að kostn­aður (óstað­fer­st) vegna hvers hæl­is­leit­enda sé 6 millj­ónir og þessir 14 kosta rík­is­sjóð því 84 millj­ón­ir. Síð­ustu þrjár vikur hafa komið 54 hæl­is­leit­endur og kostn­að­ur­inn vegna þeirra fyrir rík­is­sjóð því 324 millj­ón­ir,“ skrif­aði hann á Face­book. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent