Að kalla það ofbeldi að benda á ofbeldi „ansi fimmáralegt“

Kjarninn fjallaði um svokallaða útilokunarmenningu á dögunum og leitaði hann til Elísabetar Ýrar Atladóttur til þess að skoða hugtakið betur.

Elísabet Ýr Atladóttir
Elísabet Ýr Atladóttir
Auglýsing

Elísa­bet Ýr Atla­dóttir aðgerðasinni segir að úti­lok­un­ar­menn­ing, eða „cancel cult­ure“ eins og hug­takið er kallað á ensku, sé marg­slungið fyr­ir­bæri. Margir vilji jafn­vel halda því fram að fyr­ir­bærið sé ekki til og að stundum sé auð­velt að vísa því á bug sem beisk­leika yfir því að vera úti­lok­að­ur.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um úti­lok­un­ar­menn­ingu í síð­ustu viku en Elísa­bet Ýr var einn við­mæl­end­anna. Úti­lok­un­ar­menn­ing gengur út á það að úti­loka ein­stak­linga sem brotið hafa gegn sam­fé­lags­legum gildum og hags­munum þjóð­fé­lags­ins – ýmist með því að hafa tjáð sig á ákveð­inn máta eða gert eitt­hvað á hlut ann­arra.

Segja má að um ákveðið félags­legt aðhald sé að ræða. Almenn­ingur sýnir þannig andóf gegn þessum ein­stak­lingum sem brjóta af sér. Bak­hliðin á þessu and­ófi er að stundum skortir mál­efna­lega umræðu og getur gagn­rýni snú­ist upp í per­sónu­legar árásir á net­inu.

Auglýsing

Elísa­bet Ýr seg­ist hafa tekið eftir því að fólk fái ein­hvers konar inter­net-­stig fyrir að úti­loka aðra – meðal ann­ars í formi „læka“ og „end­ur-­tísta“.

Að sama skapi séu lang­há­vær­ustu radd­irnar sem kvarta yfir úti­lok­un­ar­menn­ingu frá þeim sem verið sé að gagn­rýna fyrir ras­isma eða kven­hat­ur. „Þá er auð­velt að taka ekki mark á þeim röddum sem segja að kannski sé þetta orðið vanda­mál,“ segir hún.

Þannig sé erfitt að eiga núanser­aða umræðu um mál­efnið „því allir eru í svo mik­illi vörn og að passa sig svo mikið – og eng­inn vill heldur vera úti­lok­aður sjálf­ur.“ Ef ein­hver spyr hvort umræður á net­inu séu hugs­an­lega að ganga of langt þá séu líkur á að umræðan snú­ist gegn ein­stak­lingnum sem spyr spurn­ing­ar­inn­ar. Þannig sé ákveðin hræðsla við það að tjá sig um úti­lok­un­ar­menn­ingu.

Fólk skipt­ist í tvo hópa

Elísa­bet Ýr segir að við fyrstu sýn virð­ist úti­lok­un­ar­menn­ing vera borð­leggj­andi – en þegar nánar sé að gáð flækj­ast mál­in.

Fólk skipt­ist iðu­lega í tvo hópa varð­andi úti­lok­un­ar­menn­ingu; með eða á móti. „Þetta er aftur á móti miklu núanser­aðri umræða, sér­stak­lega þegar við spyrjum okkur um hvað verið sé að tala. Erum við að tala um stjórn­mála­menn eða instagram-­stjörn­ur?“ spyr hún. Mik­ill munir sé þarna á.

Þingmenn Miðflokksins sem sátu á Klaustur bar og viðhöfðu niðrandi ummæli um samferðafólk sitt sitja enn á þingi þrátt fyrir að hafa verið útilokaðir um stund. Mynd: Bára Huld Beck

Hún tekur Klaust­ur­málið svo­kallað sem dæmi í þessu sam­hengi. Þar voru stjórn­mála­menn úti­lok­aðir fyrir orð­ræðu sem þeir við­höfðu en þeir héldu störfum sínum áfram þrátt fyrir það eins og ekk­ert hefði í skorist. Hún telur að instagram-­stjarnan ætti hugs­an­lega erf­ið­ara með að jafna sig eftir við­líka útskúfun og koma til baka.

Elísa­bet Ýr bendir enn fremur á að fólk sé í raun aldrei algjör­lega úti­lok­að, þ.e. að ein­hver geri eitt­hvað eða segi sem ekki fellur í kramið og að sá hinn sami eigi aldrei aft­ur­kvæmt á sam­fé­lags­miðla.

Úti­lok­unin end­ist illa

Varð­andi við­brögð fólks við því þegar það mis­stígur sig þá telur Elísa­bet Ýr það skipta máli hvernig ein­stak­ling­arnir sem um ræðir bregð­ist við.

Eitt dæmi þess er þegar Björn Bragi Arn­ars­son, grínisti og uppi­stand­ari, var á sínum tíma úti­lok­aður þegar upp komst um kyn­ferð­is­legt áreiti hans gegn ungri konu í októ­ber 2018 en í kjöl­farið baðst hann afsök­unar og tók stúlkan þeirri afsök­un­ar­beiðni, sem og fjöl­skylda henn­ar.

Elísa­bet Ýr segir að þrátt fyrir allt þá hafi það þó ekki verið umræðu­efnið í raun. „Í þessu til­felli náði umræðan að snú­ast þannig að þetta varð að ómerki­legu og pirr­andi umræðu­efni. Þá nennti eng­inn að hugsa um þetta leng­ur. Hann var þannig „cancelled“ í mjög stuttan tíma.“

Björn Bragi uppistandari lofaði „persónulegra gríni en áður“ þegar hann kynnti nýja sýningu í ágúst í fyrra. Mynd: Skjáskot

Þessi svo­kall­aða úti­lokun end­ist illa, að hennar mati. „Oft endar þetta með meiri vin­sældum ef þau spila þetta rétt. Ég held reyndar að Björn Bragi hafi ekki náð meiri vin­sældum en hann að minnsta kosti kom út á núlli. Þetta hafði engin sér­stök áhrif á hann. Jú, kannski leið honum illa, ég veit það ekki, en von­andi lærði hann eitt­hvað af þessu. En á end­anum var hann ekki að missa nein gigg.“

Það sama megi segja um Egil Ein­ars­son, eða Gillz eins og hann kall­aði sig, en hann var kærður fyrir nauðgun árið 2011 en kærunni var vísað frá á sínum tíma. „Það má ekk­ert segja um hvernig hann var úti­lok­að­ur, þú verður bara kærð,“ segir hún.

Konur lenda verr í hakka­vél­inni en karlar

Elísa­bet Ýr telur ljóst að auð­veld­ara sé að úti­loka konur en karla. „Það er þetta klass­íska kven­hat­ur. Það er svo inn­byggt í okkur að ef kona nær langt þá er ógeðs­lega gaman að sjá hana falla. Djöf­ull finnst fólki það gam­an. Og þá er auð­velt að ná konu niður og skemma fyrir henni frekar en karli því mörgum finnst gaman að sjá karl ná árangri. Ef fólk sér karl­inn rif­inn niður þá er eitt­hvað plott í gangi – en ef konan er rifin niður þá á hún það skil­ið.“

Þessi kynja­vídd er svo lúmsk oft og tíð­um, að hennar sögn. Elísa­bet Ýr segir að Twitter sé ein­stak­lega auð­veldur vett­vangur til að úti­loka fólk, því engin umræða eigi sér raun­veru­lega stað þar. Eng­inn eigi í raun núanser­aða umræðu þar.

„Mér finnst mjög mikið af konum lenda í hakka­vél­inni á Twitter og lenda verr í henni en nokkurn tím­ann karl­ar. Þetta er venju­lega ekki fólk með nein völd, bara fólk sem er orðið opin­berar per­sónur vegna þess að það er orðið vin­sælt á til dæmis Instagram. Ekki þurfi mikið að ger­ast til þess að það verði úti­lok­að,“ segir hún.

Margir til­búnir að vera hneyksl­aðir með þér

Elísa­bet Ýr bendir enn fremur á að sam­fé­lags­miðlar séu orðnir stór hluti af lífi fólks – og telur hún að ekki sé hægt að fella mikla gild­is­dóma á þá, þ.e. hvort þeir séu góðir eða slæmir fyrir umræð­una. „Þetta er líka svo mik­ill hluti af þró­un­inni sem við erum að ganga í gegnum núna. Allt sam­fé­lagið er í raun komið á sam­fé­lags­miðla, ef þú ert ekki á sam­fé­lags­miðlum þá er nær ómögu­legt að vita hvað þú ert að gera. Ertu til í alvör­unn­i?,“ segir hún og hlær.

Það sem sé gott og slæmt við sam­fé­lags­miðla er það sem sé gott og slæmt við fólk almennt. „Þetta er svona ýkt á sam­fé­lags­miðlum vegna þess að það er svo auð­velt að þróa eitt­hvert „trend“ á sam­fé­lags­miðlum – og það er rosa­lega auð­velt að láta hneyksl­un­ina verða stóra vegna þess að það eru svo margir til­búnir að vera hneyksl­aðir með þér og það er hægt að finna mjög rétt­mætar ástæður til þess.“

Hún segir létt í bragði að hún sé síð­asta mann­eskjan til að gagn­rýna það þegar fólk hneyksl­ast á net­inu. „Þetta er samt ákveð­inn þroski sem við göngum nú í gegn­um. Eftir metoo þá fór það að verða þannig að hægt var að kalla fólk til ábyrgð­ar. Við erum enn í þeirri öldu; að krefj­ast ábyrgðar af fólki og að læra hvernig það getur gerst. Ég held að þetta sé partur af þeirri þró­un, við erum ennþá að læra hvernig við getum kraf­ist ábyrgðar og á sama tíma gert það á hátt sem vit er í – og er á ein­hvern hátt upp­byggi­legur fyrir fólkið sem þarf á þessu að halda. Núna er þetta að mörgu leyti nið­ur­rif en mér finnst þetta vera að þró­ast áfram. Hvert það fer er síðan óljóst.“

Erum enn í metoo-­bylgju

Varð­andi metoo-­bylt­ing­una sem hófst fyrir þremur árum og áhrif hennar þá segir Elísa­bet Ýr að sam­fé­lagið sé enn í þeirri bylgju, þrátt fyrir að hún sé ekki eins stór og áður. Þó rís hún á ólíkum stöðum á ólíkum tímum eins og nú er að ger­ast í Dan­mörku. Mis­mun­andi bylgjur eigi sér stað innan ólíkra stétta – bylgjan rís og dalar því á mis­mun­andi tímum á mis­mun­andi stöð­um.

„Hver ein­asta bylgja skilur eftir sig meiri lær­dóm, þannig að fyrstu bylgj­urnar end­uðu í miklu rifr­ildi þar sem allt var brjál­að. Eng­inn vissi hvernig ætti að haga sér,“ segir hún. Núna aftur á móti sé fólk búið að læra af þess­ari fyrstu umræðu – og þannig verði það sífellt skiln­ings­rík­ara.

„Þessi lær­dómur er ennþá að eiga sér stað og mér finnst ég sjá fólk enn vera að átta sig á því hvernig það á að takast á við þessa umræðu vegna þess að nú eru komin for­dæmi sem ekki voru til áður,“ bendir hún ár.

Auglýsing

Ekki hægt að aftengja lista­mann­inn frá list­inni – en þetta er ekki svo ein­falt

Hvað á þá að gera við lista­menn­ina sem verða upp­vísir að óvið­eig­andi hegðun og list þeirra? Elísa­bet Ýr seg­ist í því sam­bandi ekki vera með svör á reiðum hönd­um, þau séu vissu­lega ekki aug­ljós.

„Vegna þess að það er ofsa­lega mikið af mik­il­vægri list og mik­il­vægri fram­för þar sem gott fólk hefur komið að. Mér finnst samt ekki að við getum aftengt lista­mann­inn og list­ina. Það er ákveðin mót­sögn; þú getur ekki aftengt hluti sem tengj­ast. Það er bara ekki hægt,“ segir hún.

Hún vill frekar spyrja hvort eitt­hvað gott sé að koma út úr þessu eða hinu verki eða eitt­hvað slæmt. Það finnst henni skipta meira máli en hvort lista­mað­ur­inn sé „skít­hæll eða ekki“. Hvort verkið sé í raun­inni beint eða óbeint að setja slæm við­horf lista­manns­ins út í sam­fé­lag­ið.

„Þannig finnst mér ekki hægt að aftengja lista­mann­inn frá verk­inu en að sama skapi finnst mér skipta máli að horfa á verkið og spyrja hvort það sé að setja slæm við­horf út í sam­fé­lag­ið. Er þetta verk að kenna mér að hata fólk, eða að vera kven­hat­ari eða ekki? Hvað er þetta verk að segja mér?“

Hún hefur mikið velt fyrir sér hug­taki sem nefn­ist skrímsla­væð­ing en með því að afskrímsla­væða ger­endur þá er hægt að gera sér grein fyrir því að góðir menn geta gert slæma hluti. „Mér finnst þetta sam­tal um að aftengja lista­mann­inn lykta af ákveð­inni skrímsla­væð­ing­u.“

Erum öll hluti af heild­inni

Elísa­bet Ýr bendir á vanda þegar við tölum um list og úti­lok­un­ar­menn­ingu sem liggur í því hvort við rétt­lætum sjálf list vegna þess að okkur langar að líka við hana. „Frá hvaða stað kemur rétt­læt­ing­in?“ spyr hún og bætir því við að hún viti sjálf ekki endi­lega svörin við þessum spurn­ing­um.

Elísa­bet Ýr telur enn fremur mik­il­vægt að ein­stak­ling­svæða ekki umræð­una, þ.e. að segja að þetta sé ein­ungis per­sónu­leg ákvörðun hvers og eins. Hún bendir á að við séum öll hluti af heild­inni; partur af kerf­inu. Þetta sé allt hluti af stærri menn­ingu og ef við getum fundið teng­ing­arnar – og gert það á hátt án þess að smána fólk fyrir skoð­anir þess.

Hver er raun­veru­lega með vald­ið?

Þegar talið berst að valdi, hefur Elísa­bet Ýr mikið að segja. Frá því sam­fé­lags­miðlar komu til skjal­anna hefur orð­ræðan verið á þá leið að valdið hafi verið fært að ein­hverju leyti til almenn­ings.

Alltaf þegar hún heyrir orðið vald, þá spyr hún sig: „Hvernig vald?“ Hún segir að vert sé að spyrja þegar talað er um vald hver áhrifin raun­veru­lega séu. Hefur orð­ræða á net­inu virki­lega áhrif á laga­setn­ing­ar? Ef svarið er nei, þá er ekki um raun­veru­legt vald að ræða, að hennar mati.

„Rosa­lega mikið af umræðu sem við eigum sem sam­fé­lag er mjög góð og miklu fleiri taka þátt í henni en áður – en svo er kerfið nákvæm­lega eins og það var fyrir fimm­tíu árum. Þarna sé ég ekki raun­veru­legt vald,“ segir hún.

Athygli á sam­fé­lags­miðlum ekki raun­veru­legt vald

Athygli getur verið afskap­lega yfir­borðs­legt vald, að mati Elisa­betar Ýrar. Hversu mörg „læk“ ein­hver fær á stöðu­upp­færslu á Face­book eða end­ur­deil­ingar á Twitter sé þannig ekki vald. Ein­ungis ef hægt er að gera raun­veru­legar breyt­ingar sé mögu­legt að tala um vald.

Vissu­lega sé auð­veld­ara en áður fyrir fólk að koma sér inn í umræð­una, og jafn­vel færa sér völd – hugs­an­lega sé auð­veld­ara núna að hrinda hug­myndum í fram­kvæmd og ná til fólks sem er með raun­veru­leg völd til að vinna að þeim.

„Ég held aftur á móti að það sé ekk­ert vald falið í umræð­unni, þannig séð. Þetta er kannski svart­sýni en ég hef samt tekið eftir því að þrátt fyrir til dæmis metoo þá eru nákvæm­lega sömu málin í rétt­ar­kerf­in­u.“ Þar breyt­ist lítið sem ekk­ert þrátt fyrir metoo.

Elísa­bet Ýr spyr jafn­framt hvort ein­hver sé raun­veru­lega að hlusta þrátt fyrir að ein­stak­lingar hafi millj­ónir fylgj­enda. „Margir halda að ef þú ert með marga fylgj­endur og færð mörg „læk“ þá sértu með ein­hver völd eða ein­hverja stjórn.“ Hún heldur því fram að hin raun­veru­legu völd liggi hjá þeim sem búa til sjálf lögin og regl­urnar – en ekki þeim sem hafa hvað hæst á sam­fé­lags­miðl­um.

Mik­il­vægt að valda­fólk sé dregið til ábyrgðar

Sam­talið við Elísa­betu Ýr hófst á því að ræða gagn­rýni á úti­lok­un­ar­menn­ingu. Hún vill því taka það sér­stak­lega fram að hún vilji alls ekki að fólk haldi að hún tali gegn því að fólk láti í sér heyra eða að ein­stak­lingar séu dregnir til ábyrgð­ar. „Því mér finnst rosa­lega mik­il­vægt að við getum dregið valda­fólk til ábyrgð­ar. Þá er ég ekki að tala um ein­hverja 16 ára stelpu sem er að vera hálf­viti á inter­net­inu – mér finnst að full­orðið fólk þurfa að haga sér.“

Hún segir að fólk þurfi jafn­framt að geta lært af mis­tökum sín­um. „Ég er viss um að hver ein­asta mann­eskja sem hefur verið á inter­net­inu hefur ein­hvern tím­ann verið hálf­viti þar. Það er bara þannig. Þetta er sann­leik­ur­inn, við getum ekki tekið þessa lær­dóma úr okk­ur. Við þurfum að geta sagt: „Ég hef lært þessa hluti og þeir voru ofsa­lega mik­il­vægir fyrir mig að læra. Þetta er núna í for­tíð­inni hjá mér“ – án þess að ein­hver komi og rifji eitt­hvað eld­gam­alt upp á ein­hverri síð­u.“

Varð­andi það að úti­lok­un­ar­menn­ing sé ofbeldi út af fyrir sig, eins og sumir hafa haldið fram, þá hlær hún og segir að svo sé ekki. „Rosa­lega mikið af fólki sem kallar þetta úti­lok­un­ar­menn­ingu er pirrað yfir því að ein­hver sé dreg­inn til ábyrgð­ar. Að kalla það ofbeldi að benda á ofbeldi eða eitt­hvað sem var gert rangt er ansi fimmára­legt. Ég tek það alls ekki til greina,“ segir hún.

Hægt er að lesa umfjöll­un­ina um úti­lok­un­ar­menn­ingu í heild sinni hér

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal