Varaforsetum ASÍ fjölgað í þrjá – Ragnar Þór kemur aftur inn

Varaforsetum Alþýðusambands Íslands verður fjölgað úr tveimur í þrjá.

Miðstjórn ASÍ okt 2020
Auglýsing

Vara­for­setum Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) verður fjölgað úr tveimur í þrjá, að því er fram kemur í til­kynn­ingu frá sam­band­inu í dag. Þetta var sam­þykkt á 44. þingi ASÍ sem haldið var í 300 manna fjar­fundi í dag.

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, var einn í fram­boði fyrir nýja emb­ættið og var hann því sjálf­kjör­inn. Hann var áður í mið­stjórn ASÍ en sagði sig úr henni fyrr á þessu ári. 

Ekki bár­ust nein mót­fram­boð um emb­ætti for­seta ASÍ, 1. vara­for­seta né 2. vara­for­seta og eru Drífa Snædal, Krist­ján Þórður Snæ­bjarn­ar­son og Sól­veig Anna Jóns­dóttir því sjálf­kjörin í þau emb­ætti. Þá voru 11 ein­stak­lingar sem kjör­nefnd gerði til­lögu um, sjálf­kjörnir sem aðal­menn í mið­stjórn þar sem engin mót­fram­boð bárust, sam­kvæmt til­kynn­ingu ASÍ. 

Auglýsing
Mið­stjórn ASÍ 2020-2022 verður því þannig skip­uð:

 • Drífa Snædal, for­seti ASÍ
 • Krist­ján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, Félag Raf­einda­virkja, 1. vara­for­seti
 • Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, Efl­ing stétt­ar­fé­lag, 2. vara­for­seti
 • Ragnar Þór Ing­ólfs­son, VR, 3. vara­for­seti 


 • Hjör­dís Þóra Sig­þórs­dótt­ir, AFL – starfs­greina­fé­lag
 • Hörður Guð­brands­son, Verka­lýðs­fé­lag Grinda­víkur
 • Val­mundur Val­mund­ar­son, Sjó­manna­fé­lagið Jöt­un 
 • Guð­mundur Helgi Þór­ar­ins­son, Félag vél­stjóra og málm­tækni­manna 
 • Björn Snæ­björns­son, Ein­ing – Iðja
 • Eiður Stef­áns­son, Félag versl­unar og skrif­stofu­fólks Akur­eyri
 • Finn­bogi Svein­björns­son, Verka­lýðs­fé­lag Vest­firð­inga 
 • Hall­dóra Sveins­dótt­ir, Báran - stétt­ar­fé­lag
 • Hilmar Harð­ar­son, Félag iðn- og tækni­greina
 • Harpa Sæv­ars­dótt­ir, VR
 • Helga Ing­ólfs­dótt­ir, VR

Lofar að berj­ast fyrir hags­munum verka- og lág­launa­fólks

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, óskar Drífu Snæ­dal til ham­ingju með end­ur­kjörið á Face­book í dag. „Einnig óska ég Krist­jáni Þórði og Ragn­ari Þór til ham­ingju með að hafa verið kjörnir í emb­ætti 1. og 3. vara­for­seta ASÍ, sem og öllum með­limum í nýrri mið­stjórn. Og ég þakka inni­lega traustið sem mér er sýnt til að halda áfram að starfa sem 2. vara­for­seti ASÍ. Ég lofa að gera allt sem í mínu valdi stendur til að berj­ast fyrir hags­munum verka og lág­launa­fólks á Ísland­i.“

Ég óska Drífu Snæ­dal til ham­ingju með end­ur­kjör­ið. Einnig óska ég Krist­jáni Þórði og Ragn­ari Þór til ham­ingju með að...

Posted by Sól­veig Anna Jóns­dóttir on Wed­nes­day, Oct­o­ber 21, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Er ekki bara best að kjósa Samherja?
Kjarninn 24. september 2021
Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Fjögur fóru með fleipur, jafnmörg sögðu hálfsannleik og tvær á réttri leið
Staðreyndavakt Kjarnans rýndi í tíu viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokka sem fram fóru á sama vettvangi. Hér má sjá niðurstöðurnar.
Kjarninn 24. september 2021
Steinar Frímannsson
Stutt og laggott – Umhverfisstefna Samfylkingar
Kjarninn 24. september 2021
Hjördís Björg Kristinsdóttir
Vanda til verka þegar aðstoð er veitt
Kjarninn 24. september 2021
Árni Finnsson
Á að banna olíuleit á hafsvæðum Íslands?
Kjarninn 24. september 2021
Eiríkur Björn Björgvinsson
Samskipti ríkis og sveitarfélaga
Kjarninn 24. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent