Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik

Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.

Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Auglýsing

Virkni framleiðslufyrirtækja á Íslandi og annars staðar í Evrópu hefur aukist töluvert á undanförnum mánuðum og er hún nú nálægt því sem hún var áður en efnahagskrísan vegna útbreiðslu kórónuveirunnar dundi yfir. Evrópskir framleiðendur benda á að fyrirtækin hagnist á aukinni einkaneyslu í Kína. 

Útflutningskippur og hærra álverð

Samkvæmt nýlegum tölum Hagstofu um vöruútflutning í september hefur virði útflutnings á iðnaðarvörum minnkað lítillega síðustu mánuðina, miðað við árið á undan. Í síðasta mánuði jókst útflutningurinn um rúman fimmtung milli mánaða og nam tæpum 26 milljörðum króna, sem er meira en meðaltal síðustu tveggja ára. 

Aukinn útflutningur á iðnaðarvörum er í samræmi við þróun heimsmarkaðsverðs á áli, en líkt og sjá má á mynd hér að neðan hefur álverð náð fyrri hæðum á síðustu mánuðum eftir að hafa tekið skarpa dýfu við byrjun efnahagskrísunnar í vor. 


Heimsmarkaðsverð á áli frá ársbyrjun í fyrra. Heimild: Seðlabanki St. Louis.


Öfugt við þróun í þjónustu

Breska blaðið Financial Times greindi frá batnandi árferði framleiðslufyrirtækja í Evrópu fyrr í dag, en samkvæmt henni hefur iðnaðarframleiðsla aukist töluvert í álfunni á síðustu mánuðum eftir mikinn samdrátt í vor.  Þessi þróun er öfug þeirri í þjónustugeiranum, en virkni hans heldur áfram að minnka í Evrópu í síðasta mánuði. 

Endurreisn iðnaðarfyrirtækja hefur verið sérstaklega mikil á Ítalíu, þar sem framleiðsla í geiranum hefur náð sama stigi og hún var á áður en núverandi kreppa skall á. Í Þýskalandi hefur iðnaðarframleiðsla einnig aukist, þótt enn vanti tíu prósent upp á að hún nái fyrri styrk. 

Auglýsing

Meiri neysla í Kína kemur til bjargar

Stór hluti iðnaðarframleiðslu Evrópuþjóða er í bílaiðnaðinum. Á meðan eftirspurn eftir bílum mælist enn lítil jókst hún milli mánaða í september, auk þess sem hún hefur aukist utan Evrópu. 

Í viðtali við Financial Times sagði Stefan Klebert, framkvæmdastjóri þýska framleiðandans Gea Group, sem framleiðir meðal annars meira en helminginn af bjórbruggvélum heimsins, að viðspyrnan í Kína leiði áfram eftirspurn eftir vörum félagsins. 

Blaðið tók einnig viðtal við Ola Kallenius, sem er framkvæmdastjóri bílaframleiðandans Daimler, sem framleiðir meðal annars Mercedes Benz-bíla. Kallenius sagði aukninguna í sölu bíla í Kína hafa verið „stórkostlega“. „Þetta er nánast of gott til að vera satt,“ bætti hann við. „Kínverjar hafa náð V-laga viðspyrnu í efnahagi sínum.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent