Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik

Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.

Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Auglýsing

Virkni fram­leiðslu­fyr­ir­tækja á Íslandi og ann­ars staðar í Evr­ópu hefur auk­ist tölu­vert á und­an­förnum mán­uðum og er hún nú nálægt því sem hún var áður en efna­hag­skrísan vegna útbreiðslu kór­ónu­veirunnar dundi yfir. Evr­ópskir fram­leið­endur benda á að fyr­ir­tækin hagn­ist á auk­inni einka­neyslu í Kína. 

Útflutn­ing­s­kippur og hærra álverð

Sam­kvæmt nýlegum tölum Hag­stofu um vöru­út­flutn­ing í sept­em­ber hefur virði útflutn­ings á iðn­að­ar­vörum minnkað lít­il­lega síð­ustu mán­uð­ina, miðað við árið á und­an. Í síð­asta mán­uði jókst útflutn­ing­ur­inn um rúman fimmt­ung milli mán­aða og nam tæpum 26 millj­örðum króna, sem er meira en með­al­tal síð­ustu tveggja ára. 

Auk­inn útflutn­ingur á iðn­að­ar­vörum er í sam­ræmi við þróun heims­mark­aðs­verðs á áli, en líkt og sjá má á mynd hér að neðan hefur álverð náð fyrri hæðum á síð­ustu mán­uðum eftir að hafa tekið skarpa dýfu við byrjun efna­hag­skrís­unnar í vor. Heimsmarkaðsverð á áli frá ársbyrjun í fyrra. Heimild: Seðlabanki St. Louis.Öfugt við þróun í þjón­ustu

Breska blaðið Fin­ancial Times greindi frá batn­andi árferði fram­leiðslu­fyr­ir­tækja í Evr­ópu fyrr í dag, en sam­kvæmt henni hefur iðn­að­ar­fram­leiðsla auk­ist tölu­vert í álf­unni á síð­ustu mán­uðum eftir mik­inn sam­drátt í vor.  Þessi þróun er öfug þeirri í þjón­ustu­geir­an­um, en virkni hans heldur áfram að minnka í Evr­ópu í síð­asta mán­uð­i. 

End­ur­reisn iðn­að­ar­fyr­ir­tækja hefur verið sér­stak­lega mikil á Ítal­íu, þar sem fram­leiðsla í geir­anum hefur náð sama stigi og hún var á áður en núver­andi kreppa skall á. Í Þýska­landi hefur iðn­að­ar­fram­leiðsla einnig aukist, þótt enn vanti tíu pró­sent upp á að hún nái fyrri styrk. 

Auglýsing

Meiri neysla í Kína kemur til bjargar

Stór hluti iðn­að­ar­fram­leiðslu Evr­ópu­þjóða er í bíla­iðn­að­in­um. Á meðan eft­ir­spurn eftir bílum mælist enn lítil jókst hún milli mán­aða í sept­em­ber, auk þess sem hún hefur auk­ist utan Evr­ópu. 

Í við­tali við Fin­ancial Times sagði Stefan Klebert, fram­kvæmda­stjóri þýska fram­leið­and­ans Gea Group, sem fram­leiðir meðal ann­ars meira en helm­ing­inn af bjór­brugg­vélum heims­ins, að við­spyrnan í Kína leiði áfram eft­ir­spurn eftir vörum félags­ins. 

Blaðið tók einnig við­tal við Ola Kal­leni­us, sem er fram­kvæmda­stjóri bíla­fram­leið­and­ans Daim­ler, sem fram­leiðir meðal ann­ars Mercedes Benz-bíla. Kal­lenius sagði aukn­ing­una í sölu bíla í Kína hafa verið „stór­kost­lega“. „Þetta er nán­ast of gott til að vera satt,“ bætti hann við. „Kín­verjar hafa náð V-laga við­spyrnu í efna­hagi sín­um.“Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent