Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik

Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.

Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Auglýsing

Virkni fram­leiðslu­fyr­ir­tækja á Íslandi og ann­ars staðar í Evr­ópu hefur auk­ist tölu­vert á und­an­förnum mán­uðum og er hún nú nálægt því sem hún var áður en efna­hag­skrísan vegna útbreiðslu kór­ónu­veirunnar dundi yfir. Evr­ópskir fram­leið­endur benda á að fyr­ir­tækin hagn­ist á auk­inni einka­neyslu í Kína. 

Útflutn­ing­s­kippur og hærra álverð

Sam­kvæmt nýlegum tölum Hag­stofu um vöru­út­flutn­ing í sept­em­ber hefur virði útflutn­ings á iðn­að­ar­vörum minnkað lít­il­lega síð­ustu mán­uð­ina, miðað við árið á und­an. Í síð­asta mán­uði jókst útflutn­ing­ur­inn um rúman fimmt­ung milli mán­aða og nam tæpum 26 millj­örðum króna, sem er meira en með­al­tal síð­ustu tveggja ára. 

Auk­inn útflutn­ingur á iðn­að­ar­vörum er í sam­ræmi við þróun heims­mark­aðs­verðs á áli, en líkt og sjá má á mynd hér að neðan hefur álverð náð fyrri hæðum á síð­ustu mán­uðum eftir að hafa tekið skarpa dýfu við byrjun efna­hag­skrís­unnar í vor. Heimsmarkaðsverð á áli frá ársbyrjun í fyrra. Heimild: Seðlabanki St. Louis.Öfugt við þróun í þjón­ustu

Breska blaðið Fin­ancial Times greindi frá batn­andi árferði fram­leiðslu­fyr­ir­tækja í Evr­ópu fyrr í dag, en sam­kvæmt henni hefur iðn­að­ar­fram­leiðsla auk­ist tölu­vert í álf­unni á síð­ustu mán­uðum eftir mik­inn sam­drátt í vor.  Þessi þróun er öfug þeirri í þjón­ustu­geir­an­um, en virkni hans heldur áfram að minnka í Evr­ópu í síð­asta mán­uð­i. 

End­ur­reisn iðn­að­ar­fyr­ir­tækja hefur verið sér­stak­lega mikil á Ítal­íu, þar sem fram­leiðsla í geir­anum hefur náð sama stigi og hún var á áður en núver­andi kreppa skall á. Í Þýska­landi hefur iðn­að­ar­fram­leiðsla einnig aukist, þótt enn vanti tíu pró­sent upp á að hún nái fyrri styrk. 

Auglýsing

Meiri neysla í Kína kemur til bjargar

Stór hluti iðn­að­ar­fram­leiðslu Evr­ópu­þjóða er í bíla­iðn­að­in­um. Á meðan eft­ir­spurn eftir bílum mælist enn lítil jókst hún milli mán­aða í sept­em­ber, auk þess sem hún hefur auk­ist utan Evr­ópu. 

Í við­tali við Fin­ancial Times sagði Stefan Klebert, fram­kvæmda­stjóri þýska fram­leið­and­ans Gea Group, sem fram­leiðir meðal ann­ars meira en helm­ing­inn af bjór­brugg­vélum heims­ins, að við­spyrnan í Kína leiði áfram eft­ir­spurn eftir vörum félags­ins. 

Blaðið tók einnig við­tal við Ola Kal­leni­us, sem er fram­kvæmda­stjóri bíla­fram­leið­and­ans Daim­ler, sem fram­leiðir meðal ann­ars Mercedes Benz-bíla. Kal­lenius sagði aukn­ing­una í sölu bíla í Kína hafa verið „stór­kost­lega“. „Þetta er nán­ast of gott til að vera satt,“ bætti hann við. „Kín­verjar hafa náð V-laga við­spyrnu í efna­hagi sín­um.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent