„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“

Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.

Á sjó
Auglýsing

„Okkar forgangsverkefni er að styðja okkar félagsmenn sem voru um borð,“ segir Bergvin Eyþórsson, varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, í samtali við Kjarnann í kvöld um hópsmitið sem upp kom um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270, sem Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. gerir út. Skipið kom til hafnar á sunnudagskvöld til olíutöku og voru þá tekin sýni vegna gruns um smit af COVID-19 um borð. Enginn skipverji kom í land og hélt skipið aftur til veiða. Í tilkynningu frá Einari Val Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins, á mánudag sagði að í ljós hafi svo komið að meirihluti áhafnarinnar var sýktur og skipinu þá snúið til lands þangað sem það kom á þriðjudag. Sagði í tilkynningu Einars Vals að enginn um borð hafi virst alvarlega veikur.


Skipverjar hafa hins vegar lýst skelfilegri stöðu sem kom upp í skipinu og að hvorki skipstjóri né útgerðin hafi séð ástæðu til að tilkynna til yfirvalda veikindi sem breiddust út meðal áhafnarinnar. Í frétt RÚV í dag sagði að 13 af 25 skipverjum væru með COVID-19 og í einangrun, níu væru með mótefni og þrír hafi farið í sóttkví.


 „Næsta skref verður að taka saman gögn og ræða við okkar lögmenn og önnur stéttarfélög,“ segir Bergvin. Í framhaldi af því verði rætt við útgerðina. Hann segir að meta þurfi hvort og þá hversu miklu tjóni skipverjarnir sem eru í Verk Vest hafi orðið fyrir. „Það er óumdeilt að það leið engum vel í þessum aðstæðum og þeir voru allir að bíða eftir að komast í land.“

Auglýsing

Forsvarsmenn verkalýðsfélagsins héldu fund með skipverjunum  í dag þar sem þeir lýstu reynslu sinni. Á þriðja tug skipverja sóttu fundinn, sem var bæði staðfundur fyrir þá sem ekki tóku þátt í umræddri veiðiferð og einnig fjarfundur fyrir þá sem höfðu sýkst og voru í sóttkví eða einangrun. Í tilkynningu frá verkalýðsfélaginu kemur fram að ljóst megi vera að ástandið um borð hafi orðið mjög alvarlegt og skipverjar margir hverjir veikst alvarlega; fengið háan hita, glímt við öndunarörðuleika ásamt fleiri þekktum einkennum COVID-19.


Þrátt fyrir þessu skýru einkenni um sýkingu töldu hvorki útgerð né skipstjóri ástæðu til að tilkynna um veikindin til sóttvarnaryfirvalda eða Landhelgisgæslu eða halda skipi til hafnar þannig að hægt væri að framkvæma sýnatöku og koma í veg fyrir frekari smit um borð, segir í tilkynningu verkalýðsfélagsins. „Hver er að ljúga að okkur?“ er haft eftir skipverjunum í tilkynningunni og er þar vísað til þess að umdæmislæknir sóttvarna hafði lýst yfir að hann vildi fá skipverja í sýnatöku á þriðja degi veiðiferðar. Segja skipverjarnir það á skjön við það sem kom fram í Kastljósi í gær þar sem sóttvarnalæknir sagði að ekkert hafi bent til þess að um hópsmit væri að ræða.


Skipverjarnir lýstu því að allt frá öðrum degi veiðiferðar hafi skipstjórinn skipað mönnum í einangrun meðan þeir voru sem veikastir. Meðan einn skipverjinn var í einangrun þurfti klefafélagi hans að sofa í sjónvarpsklefa án aðgangs að persónulegum munum sínum, s.s. hreinum fatnaði.

Vægast sagt skelfilegar aðstæður


„Aðstæður skipverja voru því vægast sagt skelfilegar þar sem þeir veiktust einn af öðrum og höfðu ekki aðrar bjargir en verkjalyf til að halda sér gangandi þar sem skipið var við veiðar og vinnslan í gangi,“ segir í tilkynningunni. Síðar kom í ljós að lyfjabirgðir voru ekki nægar og þurfti þá að handvelja hverjir væru veikastir og þyrftu mest á verkjalyfjum að halda.


„Skeytingarleysi útgerðar og/eða skipstjóra gagnvart heilsu og öryggi skipverja í umræddri veiðiferð virðist því hafa verið algert,“ segir í tilkynningu Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Skipverjum hafi verið bannað að ræða veikindin út á við en máttu ræða við fjölskyldur sínar. Á þriðju viku sjóferðar var sett á algert bann við að minnast á veikindin á samfélagsmiðlum eða við fréttamenn. „Þannig var skipverjum haldið nauðugum og veikum við vinnu út á sjó, í brælu og lélegu fiskiríi á meðan Covid-sýking herjaði á áhöfnina.“


Næstu skref Verk Vest er að leita samstarfs við önnur stéttarfélög sjómanna um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Telur félagið ljóst að brotið hafi verið alvarlega gegn skipverjum.

Hröð viðbrögð um borð í Valdimari GK

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hópsýking kemur upp um borð í skipi við Íslandsstrendur. Í lok september fór áhöfn línuskipsins Valdimars GK að veikjast og fljótlega var sú ákvörðun tekin að snúa til hafnar. Haft var samband við embætti landlæknis og almannavarnir þegar í stað og verkferlum sem útgerðin hafði sett sér í vor var fylgt. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent