Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Auglýsing

Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, segir að um borð í Júl­íusi Geir­munds­syni hafi ekki verið farið að útgefnum leið­bein­ingum um við­brögð ef grunur um smit af kór­ónu­veirunni vakn­ar. Leið­bein­ing­arnar voru samdar sam­eig­in­lega af SFS og stétt­ar­fé­lögum sjó­manna í sam­starfi við emb­ætti land­læknis og voru þær sendar á útgerð­ar­fyr­ir­tæk­in.„Um borð í skipum er nánd mikil á milli manna og veik­indi geta hæg­lega borist út, eins og því miður sýndi sig í þessu til­felli,“ skrifar Heiðrún Lind í yfir­lýs­ingu. „Í til­felli Júl­í­usar Geir­munds­sonar var ekki farið eftir þessum leið­bein­ing­um. Sam­kvæmt þeim hefði átt að hafa sam­band við Land­helg­is­gæsl­una þegar veik­inda varð vart og þar með hefði málið verið komið í réttan far­veg. Á þessum mis­bresti verða skip­stjóri og útgerð skips­ins að axla ábyrgð.“Hrað­frysti­hús­ið-G­unn­vör hf., sem gerir út Júl­íus Geir­munds­son, sendi frá sér yfir­lýs­ingu í morgun þar sem beðist er afsök­unar á því að ekki hafi verið haft sam­band við Gæsl­una eins og leið­bein­ingar gerðu ráð fyr­ir. Einnig kom fram að útgerð­inni þætti „þung­bært að sitja undir ásök­unum um að van­rækja heilsu og öryggi sjó­manna“.  Þessi yfir­lýs­ing var birt á vef útgerð­ar­innar og þar sett fram í nafni Ein­ars Vals Krist­jáns­son­ar, fram­kvæmda­stjóra HG. Vísir greinir hins vegar frá því að í wor­d-skjali sem sent hafi verið með yfir­lýs­ing­unni á suma fjöl­miðla í morg­un, hafi Heiðrún Lind, fram­kvæmda­stjóri SFS, verið skráður höf­undur skjals­ins.

Auglýsing


´

Í yfir­lýs­ingu SFS sem fylgdi í kjöl­farið í nafni Heiðrúnar Lind­ar, talar hún um mik­il­vægi þess að sam­skipti útgerða og sjó­manna séu góð, sér­stak­lega þegar í hlut eigi frysti­skip sem eru lengi á sjó. „Þetta mál hefur skaðað þessi sam­skipti. SFS hyggj­ast ræða málið við for­ystu­menn stétt­ar­fé­laga sjó­manna á næstu dög­um. Mik­il­vægt er að greina hvað fór úrskeiðis og læra af því. Raunir þess­ara skip­verja á Júl­íusi Geir­munds­syni mega ekki end­ur­taka sig á íslenskum skip­um.“Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra var spurður út í málið í Silfr­inu í morgun og sér­stak­lega um þátt SFS í því og nýlegan sam­fé­lags­sátt­mála sem sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, m.a. Hrað­frysti­hús­ið-G­unn­vör skrifar und­ir. Í sátt­mál­anum er sér­stak­lega talað um örygg­is­mál sjó­manna og spurði Fanney Birna Jóns­dótt­ir, stjórn­andi Silf­urs­ins, ráð­herr­ann hvort að hægt væri að taka plaggið alvar­lega í ljósi þess sem nú hefur komið á dag­inn. „Ég held að það sé ágætt að taka þetta mál sem dæmi um það hvers vegna Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi eru að setja sér stefnu í þessum efn­um. Og maður hefði ályktað sem svo, og ég ætla ekk­ert að draga það í efa, að það sé fullur vilji sam­tak­anna að gera brag­ar­bót í þessum efn­um. Það er virð­ing­ar­vert að sam­tökin setji sér ein­hverja stefnu. Ég ætla þá að vona að það verði dreg­inn ein­hver lær­dómur af þessu máli, að það verði próf­mál í þá veru að bæta með­ferð þess­ara mála. Því á engan hátt getur þetta mál, sem að sem hefur leitt til þess­arar miklu umræðu og öllum er brugðið sem fylgst hafa með, getur ekki verið for­dæmi fyrir nokkurn skap­aðan hlut í góðum sam­skiptum eða sam­fé­lags­á­byrgð.“Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent