Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19

Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Auglýsing

Smit af kórónuveirunni hafa greinst hjá 77 manns í tengslum við hópsmit á Landakoti. 49 sjúklingar eru sýktir og 28 starfsmenn á þremur heilbrigðisstofnunum; Landakoti, Reykjalundi og Sólvöllum á Eyrarbakka. „Því miður hefur gerst það sem við óttuðumst mest og mörg önnur samfélög hafa þurft að glíma við að sýkingin blossi upp í okkar viðkvæmustu hópum,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á blaðamannafundi í dag. Ástandið hefur valdið því að stöðva hefur þurft útskriftir eldra fólks. Landspítalinn vinnur nú á neyðarstigi.


Páll sagði á fundinum að hópsmitið væri reiðarslag. Mönnun heilbrigðisstétta væri veiki hlekkurinn í augnablikinu.


Vegna klasasmitsins á Landakoti, sem talið er hafa komið þangað inn með starfsmönnum 12. október, eru 250 starfsmenn í sóttkví og 25 sjúklingar á spítalanum. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma, sagði að nægur varnarbúnaður væri til á Landspítalanum og nóg af lyfjum. Inni á spítalanum liggi nú 52 sjúklingar með virkt smit, þar af 20 á Landakoti.

Auglýsing

Spurður hvað hafi farið úrskeiðis í verkferlum sagði Már að eitthvað hefði augljóslega gerst sem ekki væri hægt að útskýra að fullu. Lögð hafi verið áhersla á að fólk kæmi ekki veikt til vinnu. Páll benti á að málið sýni vel hversu lúmsk veiran sé.


Hópsmit kom einnig upp á Landakoti í vor.


Páll sagði að um viðkvæman sjúklingahóp væri að ræða og að búast megi við því að hluti hópsins verði töluvert veikari en sést hefur til þessa.


Á fundinum var spurt að því hvort að til greina komi að skima starfsfólk reglulega fyrir COVID-19 og sagði Már mögulega tilefni til þess.

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Mynd: Lögreglan


Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist á fundinum hafa áhyggjur af því að samfélagssmit muni aukast í tengslum við hópsýkinguna á Landakoti. Hann ítrekaði við fólk að hefði það einkenni ætti það að halda sig heima og fara ekki til vinnu.


Alma Möller landlæknir sagði stöðuna alvarlega. Heilbrigðiskerfið væri viðkvæmt og að það geti verið alvarlegt að fá smit sem þetta inn á heilbrigðisstofnanirnar sjálfar. Hún mun leggja það til við heilbrigðisráðherra að dregið verði ennfrekar úr valkvæðum skurðaðgerðum til að létta álag á Landspítalann. Hún sagði þetta neyðarúrræði.


Umfangsmikil smitrakning er hafin vegna hópsýkingarinnar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, sagði verkefnið flókið og að mikilvægt væri að fólk segði rétt frá þegar rakningarteymið hefði samband.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent