Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19

Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Auglýsing

Smit af kór­ónu­veirunni hafa greinst hjá 77 manns í tengslum við hópsmit á Landa­koti. 49 sjúk­lingar eru sýktir og 28 starfs­menn á þremur heil­brigð­is­stofn­un­um; Landa­koti, Reykja­lundi og Sól­völlum á Eyr­ar­bakka. „Því miður hefur gerst það sem við ótt­uð­umst mest og mörg önnur sam­fé­lög hafa þurft að glíma við að sýk­ingin blossi upp í okkar við­kvæm­ustu hóp­um,“ sagði Páll Matth­í­as­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, á blaða­manna­fundi í dag. Ástandið hefur valdið því að stöðva hefur þurft útskriftir eldra fólks. Land­spít­al­inn vinnur nú á neyð­ar­stigi.Páll sagði á fund­inum að hópsmitið væri reið­ar­slag. Mönnun heil­brigð­is­stétta væri veiki hlekk­ur­inn í augna­blik­inu.Vegna klasa­smits­ins á Landa­koti, sem talið er hafa komið þangað inn með starfs­mönnum 12. októ­ber, eru 250 starfs­menn í sótt­kví og 25 sjúk­lingar á spít­al­an­um. Már Krist­jáns­son, yfir­læknir smit­sjúk­dóma, sagði að nægur varn­ar­bún­aður væri til á Land­spít­al­anum og nóg af lyfj­um. Inni á spít­al­anum liggi nú 52 sjúk­lingar með virkt smit, þar af 20 á Landa­koti.

Auglýsing


Spurður hvað hafi farið úrskeiðis í verk­ferlum sagði Már að eitt­hvað hefði aug­ljós­lega gerst sem ekki væri hægt að útskýra að fullu. Lögð hafi verið áhersla á að fólk kæmi ekki veikt til vinnu. Páll benti á að málið sýni vel hversu lúmsk veiran sé.Hópsmit kom einnig upp á Landa­koti í vor.Páll sagði að um við­kvæman sjúk­linga­hóp væri að ræða og að búast megi við því að hluti hóps­ins verði tölu­vert veik­ari en sést hefur til þessa.Á fund­inum var spurt að því hvort að til greina komi að skima starfs­fólk reglu­lega fyrir COVID-19 og sagði Már mögu­lega til­efni til þess.

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Mynd: LögreglanÞórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagð­ist á fund­inum hafa áhyggjur af því að sam­fé­lags­smit muni aukast í tengslum við hóp­sýk­ing­una á Landa­koti. Hann ítrek­aði við fólk að hefði það ein­kenni ætti það að halda sig heima og fara ekki til vinnu.Alma Möller land­læknir sagði stöð­una alvar­lega. Heil­brigð­is­kerfið væri við­kvæmt og að það geti verið alvar­legt að fá smit sem þetta inn á heil­brigð­is­stofn­an­irnar sjálf­ar. Hún mun leggja það til við heil­brigð­is­ráð­herra að dregið verði enn­frekar úr val­kvæðum skurð­að­gerðum til að létta álag á Land­spít­al­ann. Hún sagði þetta neyð­ar­úr­ræði.Umfangs­mikil smitrakn­ing er hafin vegna hóp­sýk­ing­ar­inn­ar. Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn almanna­varna, sagði verk­efnið flókið og að mik­il­vægt væri að fólk segði rétt frá þegar rakn­ing­arteymið hefði sam­band.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent