Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19

Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Auglýsing

Smit af kór­ónu­veirunni hafa greinst hjá 77 manns í tengslum við hópsmit á Landa­koti. 49 sjúk­lingar eru sýktir og 28 starfs­menn á þremur heil­brigð­is­stofn­un­um; Landa­koti, Reykja­lundi og Sól­völlum á Eyr­ar­bakka. „Því miður hefur gerst það sem við ótt­uð­umst mest og mörg önnur sam­fé­lög hafa þurft að glíma við að sýk­ingin blossi upp í okkar við­kvæm­ustu hóp­um,“ sagði Páll Matth­í­as­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, á blaða­manna­fundi í dag. Ástandið hefur valdið því að stöðva hefur þurft útskriftir eldra fólks. Land­spít­al­inn vinnur nú á neyð­ar­stigi.Páll sagði á fund­inum að hópsmitið væri reið­ar­slag. Mönnun heil­brigð­is­stétta væri veiki hlekk­ur­inn í augna­blik­inu.Vegna klasa­smits­ins á Landa­koti, sem talið er hafa komið þangað inn með starfs­mönnum 12. októ­ber, eru 250 starfs­menn í sótt­kví og 25 sjúk­lingar á spít­al­an­um. Már Krist­jáns­son, yfir­læknir smit­sjúk­dóma, sagði að nægur varn­ar­bún­aður væri til á Land­spít­al­anum og nóg af lyfj­um. Inni á spít­al­anum liggi nú 52 sjúk­lingar með virkt smit, þar af 20 á Landa­koti.

Auglýsing


Spurður hvað hafi farið úrskeiðis í verk­ferlum sagði Már að eitt­hvað hefði aug­ljós­lega gerst sem ekki væri hægt að útskýra að fullu. Lögð hafi verið áhersla á að fólk kæmi ekki veikt til vinnu. Páll benti á að málið sýni vel hversu lúmsk veiran sé.Hópsmit kom einnig upp á Landa­koti í vor.Páll sagði að um við­kvæman sjúk­linga­hóp væri að ræða og að búast megi við því að hluti hóps­ins verði tölu­vert veik­ari en sést hefur til þessa.Á fund­inum var spurt að því hvort að til greina komi að skima starfs­fólk reglu­lega fyrir COVID-19 og sagði Már mögu­lega til­efni til þess.

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Mynd: LögreglanÞórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagð­ist á fund­inum hafa áhyggjur af því að sam­fé­lags­smit muni aukast í tengslum við hóp­sýk­ing­una á Landa­koti. Hann ítrek­aði við fólk að hefði það ein­kenni ætti það að halda sig heima og fara ekki til vinnu.Alma Möller land­læknir sagði stöð­una alvar­lega. Heil­brigð­is­kerfið væri við­kvæmt og að það geti verið alvar­legt að fá smit sem þetta inn á heil­brigð­is­stofn­an­irnar sjálf­ar. Hún mun leggja það til við heil­brigð­is­ráð­herra að dregið verði enn­frekar úr val­kvæðum skurð­að­gerðum til að létta álag á Land­spít­al­ann. Hún sagði þetta neyð­ar­úr­ræði.Umfangs­mikil smitrakn­ing er hafin vegna hóp­sýk­ing­ar­inn­ar. Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn almanna­varna, sagði verk­efnið flókið og að mik­il­vægt væri að fólk segði rétt frá þegar rakn­ing­arteymið hefði sam­band.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent