Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist ekki hafa veitt upplýsingar um fjölda hælisleitenda

Upplýsingar um komu hælisleitenda á Keflavíkurflugvöll, sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur birt á samfélagsmiðlum, komu ekki frá lögreglunni á Suðurnesjum, samkvæmt embættinu.

eldsvoi-a-granda_15175523421_o.jpg
Auglýsing

„Eftir því sem ég kemst næst hefur umræddur þing­maður ekki fengið þessar tölur frá emb­ætti lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­u­m.“

Þetta kemur fram í svari Gríms Her­geirs­son­ar, lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesjum, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Ásmundur Frið­­riks­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, birti tölur á Face­­book-­­síðu sinni í sept­em­ber og októ­ber yfir ein­stak­l­inga sem lent hafa á Kefla­vík­­­ur­flug­velli og sótt um alþjóð­­lega vernd. Hann vildi ekki greina frá því í sam­tali við Kjarn­ann hvaðan hann fengi töl­­urn­­ar.

Auglýsing

Sam­kvæmt Útlend­inga­stofnun fékk þing­mað­ur­inn ekki töl­urnar hjá þeim, að því er fram kom í svari stofn­un­­ar­innar við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans.

Í svari Útlend­inga­­stofn­unar til Kjarn­ans sagði að umsóknir um vernd væru lagðar fram hjá lög­­­reglu, flestar í flug­­­stöð­inni í Kefla­vík. „Um þessar mundir fara umsækj­endur þaðan í sótt­­varn­­ar­hús og dvelja þar þangað til nið­­ur­­stöður úr seinni skimun liggja fyrir en fyrst að því loknu koma þeir í búset­u­úr­ræði Útlend­inga­­stofn­un­­ar.“

Gylfi Þór Þor­­steins­­son, umsjón­­ar­­maður sótt­­varn­­ar­húsa, sagði þing­­mann­inn ekki hafa fengið þessar upp­­lýs­ingar hjá sér. Upp­­lýs­ingar um fjölda hæl­­is­­leit­enda sem í húsin koma dag frá degi væru ekki gefnar utan­­að­kom­andi, hvorki fjöl­mið­l­um, stjórn­­­mála­­mönnum né öðr­­um.

Halla Berg­þóra Björns­dótt­ir, lög­­­reglu­­stjór­inn á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu, sagð­ist í svari við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans ekki vita til þess að emb­ættið hefði fengið fyr­ir­­spurnir um fjölda hæl­­is­­leit­enda sem komið hafa til lands­ins né kann­að­ist emb­ættið við að hafa veitt þær.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent