Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist ekki hafa veitt upplýsingar um fjölda hælisleitenda

Upplýsingar um komu hælisleitenda á Keflavíkurflugvöll, sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur birt á samfélagsmiðlum, komu ekki frá lögreglunni á Suðurnesjum, samkvæmt embættinu.

eldsvoi-a-granda_15175523421_o.jpg
Auglýsing

„Eftir því sem ég kemst næst hefur umræddur þing­maður ekki fengið þessar tölur frá emb­ætti lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­u­m.“

Þetta kemur fram í svari Gríms Her­geirs­son­ar, lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesjum, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Ásmundur Frið­­riks­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, birti tölur á Face­­book-­­síðu sinni í sept­em­ber og októ­ber yfir ein­stak­l­inga sem lent hafa á Kefla­vík­­­ur­flug­velli og sótt um alþjóð­­lega vernd. Hann vildi ekki greina frá því í sam­tali við Kjarn­ann hvaðan hann fengi töl­­urn­­ar.

Auglýsing

Sam­kvæmt Útlend­inga­stofnun fékk þing­mað­ur­inn ekki töl­urnar hjá þeim, að því er fram kom í svari stofn­un­­ar­innar við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans.

Í svari Útlend­inga­­stofn­unar til Kjarn­ans sagði að umsóknir um vernd væru lagðar fram hjá lög­­­reglu, flestar í flug­­­stöð­inni í Kefla­vík. „Um þessar mundir fara umsækj­endur þaðan í sótt­­varn­­ar­hús og dvelja þar þangað til nið­­ur­­stöður úr seinni skimun liggja fyrir en fyrst að því loknu koma þeir í búset­u­úr­ræði Útlend­inga­­stofn­un­­ar.“

Gylfi Þór Þor­­steins­­son, umsjón­­ar­­maður sótt­­varn­­ar­húsa, sagði þing­­mann­inn ekki hafa fengið þessar upp­­lýs­ingar hjá sér. Upp­­lýs­ingar um fjölda hæl­­is­­leit­enda sem í húsin koma dag frá degi væru ekki gefnar utan­­að­kom­andi, hvorki fjöl­mið­l­um, stjórn­­­mála­­mönnum né öðr­­um.

Halla Berg­þóra Björns­dótt­ir, lög­­­reglu­­stjór­inn á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu, sagð­ist í svari við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans ekki vita til þess að emb­ættið hefði fengið fyr­ir­­spurnir um fjölda hæl­­is­­leit­enda sem komið hafa til lands­ins né kann­að­ist emb­ættið við að hafa veitt þær.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent