Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar

Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.

Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Auglýsing

Stjórn Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ) sam­þykkti á fundi sínum í dag að hætta keppni í Íslands­mótum og bik­ar­keppni KSÍ 2020. Það er gert í sam­ræmi við 5. grein í reglu­gerð um við­mið­anir og sér­tækar ráð­staf­anir vegna heims­far­ald­urs kór­óna­veiru sem gefin var út í júlí síð­ast­liðn­um. 

í umræddri 5. grein kemur fram að hafi „að lág­marki 2/3 hlutar heild­ar­leikja í efstu deild, 1. deild og 2. deild verið leiknir sam­kvæmt móta­skrá ræður með­al­fjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst, end­an­legri nið­ur­röð­un. Telst Íslands­mót­inu þar með lok­ið. Skulu þá Íslands­meist­arar krýndir og lið fær­ast á milli deilda með sama hætti og ef allir leikir í öllum deildum á Íslands­móti hefðu verið leikn­ir.“

Auglýsing
Þetta þýðir að Valur er Íslands­meist­ari karla í knatt­spyrnu karla og Breiða­blik er Íslands­meist­ari í knatt­spyrnu kvenna. Grótta og Fjölnir falla úr efstu deild karla en FH og KR úr efstu deild kvenna. FH, Breiða­blik og Stjarnan fara í Evr­ópu­keppni í karla­flokki en KR situr eft­ir. Kvenna­megin fer Valur með Breiða­blik í Evr­ópu­keppni.

Kefla­vík og Leiknir fara upp úr Lengju­deild karla (næst efstu deild) og upp í Pepsí Max-­deild­ina. Leiknir er sem stendur með jafn mörg stig og Fram í þriðja sæti, en betri marka­tölu. Þróttur Reykja­vík heldur sæti sínu í Lengju­deild karla þrátt fyrir að vera með 12 stig líkt og Magni og Leiknir Fáskrúðs­firði. Þróttur er með 24 mörk í mínus í marka­tölu en Magni með 25 mörk í mín­us. Í Lengju­deild kvenna fara Kefla­vík og Tinda­stóll upp í Pepsí Max deild­ina.

Þetta ger­ist í kjöl­far þess að hertar sótt­­varna­ráð­staf­­anir voru kynnt­ar fyrr í dag. Þær taka gildi strax á mið­­nætti og munu gilda um land allt næstu vik­­ur, eða til 17. nóv­­em­ber. Helstu breyt­ingar eru þær að ein­ungis 10 manns mega koma saman í stað 20 áður, aukin áhersla verður á grímunot­k­un, íþrótta­­starf leggst alveg af og sviðs­listir söm­u­­leið­­is. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent