Hafa ekki heimild til að aflífa heilbrigð dýr á landsvísu

Yfirvöld í Danmörku hafa ekki heimild til að fella alla minka í landinu líkt og ríkisstjórnin stefnir að. Á morgun verður lagt fram frumvarp á þinginu um málið en skiptar skoðanir eru innan þingheims á því.

Um 17 milljón minkar eru á dönskum minkabúum.
Um 17 milljón minkar eru á dönskum minkabúum.
Auglýsing

Danska rík­is­stjórnin hyggst leggja fram frum­varp á morgun sem mun veita yfir­völdum aðgang að öllum minka­búum lands­ins. Á Norð­ur­-Jót­landi hefur greinst stökk­breytt kór­ónu­veira í bæði mönnum og minkum og hafa yfir­völd áhyggjur af því að bólu­efni sem verið er að þróa gagn­ist ekki gegn þessu stökk­breytta afbrigði. Því til­kynnti Mette Frederik­sen á mið­viku­dag að allir minkar á öllum búum lands­ins yrðu felld­ir. Mink­arnir eru lík­lega um sautján millj­ónir tals­ins.Yfir­völd hafa, að því er fram kemur í BT, þegar heim­ild til að aflífa dýr á búum þar sem upp er kom­inn sjúk­dómur sem og á búum innan þess land­svæðis þar sem sjúk­dómur kemur upp. En laga­heim­ild skortir til að fella dýr á búum ann­ars staðar í land­inu líkt og for­sæt­is­ráð­herr­ann hyggst láta gera.Umhverf­is­ráðu­neytið í Dan­mörku hefur stað­fest að frum­varps­drögin hafi þegar verið samin og að til standi að koma með með hraði í gegnum þing­ið. Flýti­með­ferðin er að sögn land­bún­að­ar­ráð­herr­ans nauð­syn­leg vegna alvar­leika máls­ins. Svo alvar­leg sé staðan að ekki hafi þótt rétt­læt­an­legt að bíða með að til­kynna um ákvörðun stjórn­valda þar til frum­varpið lægi fyr­ir.

Auglýsing


Ekki eru allir á eitt sáttir að málið verði afgreitt með hraði. Hen­rik Dahl, þing­maður Liberal Alli­ance (LA), vill að málið verði skoðað ofan í kjöl­inn því að aflífun minkanna á lands­vísu séu „of­beld­is­full og ýkt við­brögð“. Hann segir það ekki hafa verið stað­fest að hið stökk­breytta veiru­af­brigði gæti ógnað bólu­setn­ingu gegn COVID-19 og því liggi ekk­ert á að keyra frum­varpið í gegn.  ­Þing­maður Íhalds­flokks­ins undr­ast að það hafi ekki verið skýrt tekið fram á blaða­manna­fundi for­sæt­is­ráð­herr­ans í síð­ustu viku að aflífun allra minkanna hafi ekki verið skipun heldur ósk rík­is­stjórn­ar­inn­ar. „Við höfðum öll skilið það þannig að stjórn­völd hefðu fyr­ir­skipað að dýr­unum yrði slátrað um allt land en svo kemur í ljós að það er undir þing­inu kom­ið,“ segir þing­mað­ur­inn Rasmus Jar­lov. Hann telur þörf á meiri vit­neskju um málið áður en til svo rót­tækrar aðgerðar verði gripið að slátra öllum minkum í land­inu og þar með þurrka út heila atvinnu­grein.Þing­menn Ein­inga­list­ans (En­heds­listen) munu styðja rík­is­stjórn­ina og sam­þykkja frum­varpið þar sem þeir telja um heilsu­far­sógn að ræða. Þing­menn Ven­stre hafa ekki tekið ákvörðun enda vilja þeir fyrst heyra rök rík­is­stjórn­ar­innar og sjá frum­varp­ið.

Minkur sem milli­hýs­illFrá því í sumar hafa um 215 kór­ónu­veirusmit í mönnum verið rakin til minka­búa í Dan­mörku. Að minnsta kosti tólf mann­eskjur á Norð­ur­-Jót­landi hafa greinst með stökk­breytt afbrigði veirunnar sem ótt­ast er að geti stefnt virkni bólu­efnis gegn COVID-19 í hættu. Þeir sem sýkst hafa af þessu afbrigði eru á aldr­inum 7-79 ára. Átta þeirra tengj­ast minka­búum beint og fjórir tengj­ast svo þeim sýktu með öðrum hætti. Hið nýja afbrigði er kallað „klasi 5“ og hefur það ekki greinst áður. Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin (WHO) segir vís­bend­ingar um að hið nýja afbrigði sé ekki eins mót­tæki­legt fyrir mótefnum og önnur afbrigði kór­ónu­veirunnar sem veldur COVID-19 en að frek­ari rann­sókna sé þörf.Talið er að kór­ónu­veiran SAR­S-CoV-2 hafi kom­ist í menn úr leð­ur­blök­um. Það hefur þó ekki enn verið stað­fest. WHO segir að minkar geti líkt og leð­ur­blökur verið milli­hýslar veirunn­ar. Þeir hafa smit­ast af mönnum en síðan hefur veiran smit­ast þeirra á milli og loks aftur í menn.„Allar veir­ur, SAR­S-CoV-2 þar með tal­in, breyt­ast með tím­an­um,“ segir í yfir­lýs­ingu sem WHO gaf út á föstu­dag. Veiran getur svo þróað með sér ein­staka eig­in­leika í mink­un­um. „Að­gerðir sem dönsk stjórn­völd ætla að taka munu tak­marka útbreiðslu minka­af­brigðis veirunnar í Dan­mörku.“Veiran hefur greinst í minkum í sex lönd­um; Dan­mörku, Hollandi, Spáni, Sví­þjóð, Ítalíu og Banda­ríkj­un­um.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent