Hafa ekki heimild til að aflífa heilbrigð dýr á landsvísu

Yfirvöld í Danmörku hafa ekki heimild til að fella alla minka í landinu líkt og ríkisstjórnin stefnir að. Á morgun verður lagt fram frumvarp á þinginu um málið en skiptar skoðanir eru innan þingheims á því.

Um 17 milljón minkar eru á dönskum minkabúum.
Um 17 milljón minkar eru á dönskum minkabúum.
Auglýsing

Danska rík­is­stjórnin hyggst leggja fram frum­varp á morgun sem mun veita yfir­völdum aðgang að öllum minka­búum lands­ins. Á Norð­ur­-Jót­landi hefur greinst stökk­breytt kór­ónu­veira í bæði mönnum og minkum og hafa yfir­völd áhyggjur af því að bólu­efni sem verið er að þróa gagn­ist ekki gegn þessu stökk­breytta afbrigði. Því til­kynnti Mette Frederik­sen á mið­viku­dag að allir minkar á öllum búum lands­ins yrðu felld­ir. Mink­arnir eru lík­lega um sautján millj­ónir tals­ins.Yfir­völd hafa, að því er fram kemur í BT, þegar heim­ild til að aflífa dýr á búum þar sem upp er kom­inn sjúk­dómur sem og á búum innan þess land­svæðis þar sem sjúk­dómur kemur upp. En laga­heim­ild skortir til að fella dýr á búum ann­ars staðar í land­inu líkt og for­sæt­is­ráð­herr­ann hyggst láta gera.Umhverf­is­ráðu­neytið í Dan­mörku hefur stað­fest að frum­varps­drögin hafi þegar verið samin og að til standi að koma með með hraði í gegnum þing­ið. Flýti­með­ferðin er að sögn land­bún­að­ar­ráð­herr­ans nauð­syn­leg vegna alvar­leika máls­ins. Svo alvar­leg sé staðan að ekki hafi þótt rétt­læt­an­legt að bíða með að til­kynna um ákvörðun stjórn­valda þar til frum­varpið lægi fyr­ir.

Auglýsing


Ekki eru allir á eitt sáttir að málið verði afgreitt með hraði. Hen­rik Dahl, þing­maður Liberal Alli­ance (LA), vill að málið verði skoðað ofan í kjöl­inn því að aflífun minkanna á lands­vísu séu „of­beld­is­full og ýkt við­brögð“. Hann segir það ekki hafa verið stað­fest að hið stökk­breytta veiru­af­brigði gæti ógnað bólu­setn­ingu gegn COVID-19 og því liggi ekk­ert á að keyra frum­varpið í gegn.  ­Þing­maður Íhalds­flokks­ins undr­ast að það hafi ekki verið skýrt tekið fram á blaða­manna­fundi for­sæt­is­ráð­herr­ans í síð­ustu viku að aflífun allra minkanna hafi ekki verið skipun heldur ósk rík­is­stjórn­ar­inn­ar. „Við höfðum öll skilið það þannig að stjórn­völd hefðu fyr­ir­skipað að dýr­unum yrði slátrað um allt land en svo kemur í ljós að það er undir þing­inu kom­ið,“ segir þing­mað­ur­inn Rasmus Jar­lov. Hann telur þörf á meiri vit­neskju um málið áður en til svo rót­tækrar aðgerðar verði gripið að slátra öllum minkum í land­inu og þar með þurrka út heila atvinnu­grein.Þing­menn Ein­inga­list­ans (En­heds­listen) munu styðja rík­is­stjórn­ina og sam­þykkja frum­varpið þar sem þeir telja um heilsu­far­sógn að ræða. Þing­menn Ven­stre hafa ekki tekið ákvörðun enda vilja þeir fyrst heyra rök rík­is­stjórn­ar­innar og sjá frum­varp­ið.

Minkur sem milli­hýs­illFrá því í sumar hafa um 215 kór­ónu­veirusmit í mönnum verið rakin til minka­búa í Dan­mörku. Að minnsta kosti tólf mann­eskjur á Norð­ur­-Jót­landi hafa greinst með stökk­breytt afbrigði veirunnar sem ótt­ast er að geti stefnt virkni bólu­efnis gegn COVID-19 í hættu. Þeir sem sýkst hafa af þessu afbrigði eru á aldr­inum 7-79 ára. Átta þeirra tengj­ast minka­búum beint og fjórir tengj­ast svo þeim sýktu með öðrum hætti. Hið nýja afbrigði er kallað „klasi 5“ og hefur það ekki greinst áður. Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin (WHO) segir vís­bend­ingar um að hið nýja afbrigði sé ekki eins mót­tæki­legt fyrir mótefnum og önnur afbrigði kór­ónu­veirunnar sem veldur COVID-19 en að frek­ari rann­sókna sé þörf.Talið er að kór­ónu­veiran SAR­S-CoV-2 hafi kom­ist í menn úr leð­ur­blök­um. Það hefur þó ekki enn verið stað­fest. WHO segir að minkar geti líkt og leð­ur­blökur verið milli­hýslar veirunn­ar. Þeir hafa smit­ast af mönnum en síðan hefur veiran smit­ast þeirra á milli og loks aftur í menn.„Allar veir­ur, SAR­S-CoV-2 þar með tal­in, breyt­ast með tím­an­um,“ segir í yfir­lýs­ingu sem WHO gaf út á föstu­dag. Veiran getur svo þróað með sér ein­staka eig­in­leika í mink­un­um. „Að­gerðir sem dönsk stjórn­völd ætla að taka munu tak­marka útbreiðslu minka­af­brigðis veirunnar í Dan­mörku.“Veiran hefur greinst í minkum í sex lönd­um; Dan­mörku, Hollandi, Spáni, Sví­þjóð, Ítalíu og Banda­ríkj­un­um.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 183 milljarðar króna
Tölur um veðsetningu hlutabréfa benda til þess að veðköll hafi verið framkvæmd á síðasta ári þegar markaðurinn tók dýfu. Hann jafnaði sig hins vegar þegar leið á árið og markaðsvirði veðsettra hlutabréfa hefur hlutfallslega ekki verið lægra frá júlí 2018.
Kjarninn 25. janúar 2021
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Hvar varst þú um helgina? Er það eitthvað sem við erum stolt af?“
Þrátt fyrir að vel gangi innanlands í baráttunni gegn kórónuveirunni telur sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að slaka frekar á aðgerðum. Ekki megi gleyma að smit á landamærum hafa einnig áhrif innanlands.
Kjarninn 25. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent