Hafa ekki heimild til að aflífa heilbrigð dýr á landsvísu

Yfirvöld í Danmörku hafa ekki heimild til að fella alla minka í landinu líkt og ríkisstjórnin stefnir að. Á morgun verður lagt fram frumvarp á þinginu um málið en skiptar skoðanir eru innan þingheims á því.

Um 17 milljón minkar eru á dönskum minkabúum.
Um 17 milljón minkar eru á dönskum minkabúum.
Auglýsing

Danska ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp á morgun sem mun veita yfirvöldum aðgang að öllum minkabúum landsins. Á Norður-Jótlandi hefur greinst stökkbreytt kórónuveira í bæði mönnum og minkum og hafa yfirvöld áhyggjur af því að bóluefni sem verið er að þróa gagnist ekki gegn þessu stökkbreytta afbrigði. Því tilkynnti Mette Frederiksen á miðvikudag að allir minkar á öllum búum landsins yrðu felldir. Minkarnir eru líklega um sautján milljónir talsins.


Yfirvöld hafa, að því er fram kemur í BT, þegar heimild til að aflífa dýr á búum þar sem upp er kominn sjúkdómur sem og á búum innan þess landsvæðis þar sem sjúkdómur kemur upp. En lagaheimild skortir til að fella dýr á búum annars staðar í landinu líkt og forsætisráðherrann hyggst láta gera.


Umhverfisráðuneytið í Danmörku hefur staðfest að frumvarpsdrögin hafi þegar verið samin og að til standi að koma með með hraði í gegnum þingið. Flýtimeðferðin er að sögn landbúnaðarráðherrans nauðsynleg vegna alvarleika málsins. Svo alvarleg sé staðan að ekki hafi þótt réttlætanlegt að bíða með að tilkynna um ákvörðun stjórnvalda þar til frumvarpið lægi fyrir.

Auglýsing

Ekki eru allir á eitt sáttir að málið verði afgreitt með hraði. Henrik Dahl, þingmaður Liberal Alliance (LA), vill að málið verði skoðað ofan í kjölinn því að aflífun minkanna á landsvísu séu „ofbeldisfull og ýkt viðbrögð“. Hann segir það ekki hafa verið staðfest að hið stökkbreytta veiruafbrigði gæti ógnað bólusetningu gegn COVID-19 og því liggi ekkert á að keyra frumvarpið í gegn.  


Þingmaður Íhaldsflokksins undrast að það hafi ekki verið skýrt tekið fram á blaðamannafundi forsætisráðherrans í síðustu viku að aflífun allra minkanna hafi ekki verið skipun heldur ósk ríkisstjórnarinnar. „Við höfðum öll skilið það þannig að stjórnvöld hefðu fyrirskipað að dýrunum yrði slátrað um allt land en svo kemur í ljós að það er undir þinginu komið,“ segir þingmaðurinn Rasmus Jarlov. Hann telur þörf á meiri vitneskju um málið áður en til svo róttækrar aðgerðar verði gripið að slátra öllum minkum í landinu og þar með þurrka út heila atvinnugrein.


Þingmenn Einingalistans (Enhedslisten) munu styðja ríkisstjórnina og samþykkja frumvarpið þar sem þeir telja um heilsufarsógn að ræða. Þingmenn Venstre hafa ekki tekið ákvörðun enda vilja þeir fyrst heyra rök ríkisstjórnarinnar og sjá frumvarpið.

Minkur sem millihýsill


Frá því í sumar hafa um 215 kórónuveirusmit í mönnum verið rakin til minkabúa í Danmörku. Að minnsta kosti tólf manneskjur á Norður-Jótlandi hafa greinst með stökkbreytt afbrigði veirunnar sem óttast er að geti stefnt virkni bóluefnis gegn COVID-19 í hættu. Þeir sem sýkst hafa af þessu afbrigði eru á aldrinum 7-79 ára. Átta þeirra tengjast minkabúum beint og fjórir tengjast svo þeim sýktu með öðrum hætti. Hið nýja afbrigði er kallað „klasi 5“ og hefur það ekki greinst áður. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir vísbendingar um að hið nýja afbrigði sé ekki eins móttækilegt fyrir mótefnum og önnur afbrigði kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 en að frekari rannsókna sé þörf.


Talið er að kórónuveiran SARS-CoV-2 hafi komist í menn úr leðurblökum. Það hefur þó ekki enn verið staðfest. WHO segir að minkar geti líkt og leðurblökur verið millihýslar veirunnar. Þeir hafa smitast af mönnum en síðan hefur veiran smitast þeirra á milli og loks aftur í menn.


„Allar veirur, SARS-CoV-2 þar með talin, breytast með tímanum,“ segir í yfirlýsingu sem WHO gaf út á föstudag. Veiran getur svo þróað með sér einstaka eiginleika í minkunum. „Aðgerðir sem dönsk stjórnvöld ætla að taka munu takmarka útbreiðslu minkaafbrigðis veirunnar í Danmörku.“


Veiran hefur greinst í minkum í sex löndum; Danmörku, Hollandi, Spáni, Svíþjóð, Ítalíu og Bandaríkjunum.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent