Ýmsum athugasemdum mætt í endanlegri reglugerð um hlutdeildarlán

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra hefur birt endanlega reglugerð um útfærslu hlutdeildarlánanna. Þar er komið til móts við ýmsar þær athugasemdir sem settar voru fram í umsögnum við drög að reglunum og þær rýmkaðar tímabundið.

Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Auglýsing

Út árið 2021 verður Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun heim­ilt að veita hlut­deild­ar­lán fyrir allt að 10 pró­sent dýr­ari íbúðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en kveðið er á um í reglu­gerð, en und­an­þágan er þó bundin við til­vik og svæði þar sem bygg­ing­ar­kostn­aður er hærri en almennt ger­ist vegna aðstæðna á bygg­ing­ar­stað eða skil­mála og bygg­ing­ar­reit. 

Þetta kemur fram í end­an­legri reglu­gerð Ás­mundar Ein­ars Daða­sonar félags­mála­ráð­herra um útfærslu hlut­deild­ar­lán­anna, sem tók gildi í gær. Þ er einnig veitt heim­ild út árið 2021 til þess að lána fyrir íbúðum sem eru þegar komnar af stað í bygg­ing­ar­ferli núna við gild­is­töku reglu­gerð­ar­innar og eru í stærri kant­inum innan hvers stærð­ar­flokks íbúð­ar. Mega þær vera að hámarki 1,8 milljón dýr­ari en það hámarks­verð sem almennt er skil­greint í reglu­gerð­inni.

Íbúðir verði í takt við kröfur sam­tím­ans

Í end­an­legri reglu­gerð ráð­herra virð­ist tekið til­lit til ýmissa athuga­semda sem fram komu í umsögnum um reglu­gerð­ar­drög­in, en þar er meðal ann­ars fallið frá því orða­lagi að hag­kvæmar íbúðir sem falli undir skil­yrði hlut­deild­ar­lána þyrftu að vera „ein­faldar að allri gerð“, en nú segir að þær skuli „út­búnar og inn­rétt­aðar í sam­ræmi við kröfur sam­tím­ans“ og að lóðir skuli hann­aðar með þarfir íbúa að leið­ar­ljósi. Íbúðir skulu þó sem áður vera hag­kvæmar sem frekast er kostur og rekstur þeirra á að verða hag­kvæm­ur, með til­liti til bæði orku- og við­hald­þarf­ar.

Auglýsing

Nú segir í reglu­gerð­inni að leit­ast skuli við að hafa íbúðir „stað­settar í nálægð við góðar almenn­ings­sam­göng­ur, græn svæði til úti­vistar og nauð­syn­lega þjón­ust­u,“ auk þess sem stuðlað verði að félags­legri blönd­un, en í umsögnum Reykja­vík­ur­borgar og svæði­skipu­lags­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og fleiri aðila voru settar fram áhyggjur af því að skil­málar hlut­deild­ar­lán­anna eins og þeir voru settir fram í drögum að reglu­gerð­inni myndu skapa hvata til þess að byggja hús­næði í útjaðri núver­andi byggð­ar, sem myndi hafa það í för með sér að íbúar gætu síður nýtt sér almenn­ings­sam­göng­ur.

Virð­ist reynt að koma til móts við þessar áhyggjur og fleiri með útfærslu end­an­legrar reglu­gerð­ar.

Ekki lengur kveðið á um hámarks­stærð

Í reglu­gerð­inni, öfugt við reglu­gerð­ar­drög­in, er ekki lengur kveðið á um hámarks­stærð íbúða í hverjum verð­flokki, sem ætti að auka sveigj­an­leika bygg­ing­ar­að­ila hag­kvæms hús­næð­is. Sem dæmi, þá áttu þriggja svefn­her­bergja­í­búðir sam­kvæmt reglu­gerð­ar­drög­unum að vera 91-100 fer­metr­ar, en í end­an­legri reglu­gerð segir að slíkar íbúðir skuli vera 90 fer­metrar að lág­marki og engin efri stærð­ar­mörk eru til­greind.

Vaxt­ar­svæði utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins skil­greind

Sam­kvæmt reglu­gerð­inni eru áfram tvö mis­mun­andi verð­svæði fyrir utan höf­uð­borg­ar­svæð­ið, en lánað er fyrir dýr­ari íbúðum á svoköll­uðum „vaxt­ar­svæð­um“ utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en alla jafna utan höf­uð­borg­ar­inn­ar. Þessi vaxt­ar­svæði voru ekki skil­greind sér­stak­lega í reglu­gerð­ar­drög­un­um, en eru það í end­an­legri reglu­gerð. 

Sam­kvæmt reglu­gerð­inni telj­ast Akra­nes­kaup­stað­ur, Akur­eyr­ar­bær, Grinda­vík­ur­bær, Hvera­gerð­is­bær, Reykja­nes­bær, Suð­ur­nesja­bær, Árborg, Vogar og Ölfus til vaxt­ar­svæða utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Hægt að sækja um lánin nú þegar

Opnað var fyrir umsóknir um hlut­deild­ar­lán á sér­stöku vef­svæði í upp­hafi mán­að­ar­ins, en hlut­deild­ar­lánin eru nýlunda á íslenskum hús­næð­is­mark­aði og ætluð tekju­lágu fólki sem hefur ekki átt fast­eign und­an­farin fimm ár. Kaup­endur þurfa sjálfir ein­ungis að leggja fram 5 pró­sent af kaup­verði fast­eignar og fá 75 pró­sent íbúða­lán hjá fjár­mála­stofn­un.



Ríkið stígur þannig í raun inn sem þög­ull með­fjár­festir í íbúðum með það eigið fé sem vantar upp á, en hlut­deild­ar­lánin bera hvorki vexti né afborg­an­ir. Láns­tím­inn er að jafn­aði 10 ár, en þó er hægt að fram­lengja lánin um fimm ár í senn þannig að lánin verði að hámarki 25 ár sam­tals.

Greiða þarf lánin til baka þegar íbúðin er seld og nemur end­ur­greiðslu­fjár­hæðin þá sama hlut­falli af sölu­verði hús­næð­is­ins og upp­haf­leg lán­veit­ing nam af kaup­verði.

Sam­kvæmt bráða­birgða­á­kvæði í reglu­gerð­inni verður heim­ilt að úthluta hlut­deild­ar­lánum tvisvar sinnum á þessu ári, en ann­ars á að úthluta þeim fjórum sinnum á ári. Í gær sagði Vísir frá því að hátt í eitt hund­rað umsóknir um lánin hefðu þegar borist.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent