Stofna stærsta verndarsvæði Atlantshafsins

Á eyjum í miðju sunnanverðu Atlantshafi, mitt á milli Suður-Ameríku og Suður-Afríku, er dýralífið svo einstakt að ákveðið var að friða hafsvæðið umhverfis þær. Innan þess eru veiðar og hvers konar vinnsla náttúruauðlinda bönnuð.

Tristan da Cunha-eyjaklasinn er á hjara veraldar.
Tristan da Cunha-eyjaklasinn er á hjara veraldar.
Auglýsing

Haf­svæðið umhverfis afskekkt­ustu, byggðu eyjar heims verður gert að friðlandi. Í því má engin dýr veiða – hvorki í lofti né legi – og öll vinnsla nátt­úru­auð­linda innan þess verður bönn­uð. Eyja­klas­inn Tristan da Cunha í Suð­ur­-Atl­ants­hafi, er breskt yfir­ráða­svæði og hafið við eyj­arnar sem á að friða er þrisvar sinnum stærra en Bret­land og fjórða stærsta vernd­ar­svæði í hafi á jörðu, það stærsta í Atl­ants­haf­inu.

Eyj­arnar eru nokkurn veg­inn miðja vegu milli Suð­ur­-Am­er­íku og Suð­ur­-Afr­íku. Til að kom­ast þangað þarf að leggja á sig sjö daga báts­ferð.

Líf­ríkið á og við eyja­kla­s­ann er stór­brot­ið. Þar má finna skjald­bök­ur, albatrosa, seli, hákarla og hvali, svo nokkur dæmi séu tek­in. Á þessum slóðum eru ætis- og varp­stöðvar allra þess­ara dýra og margra ann­arra. 

Auglýsing

Hvata­menn frið­un­ar­innar eru sann­færðir um að vernd­unin eigi eftir að hafa jákvæð áhrif á humar­veiðar eyja­skeggja sem eru smáar í sniðum og stund­aðar utan hins frið­aða svæð­i.  

Svæðið við Tristan da Cunha verður hluti af Bláa belt­inu, vernd­ar­verk­efni á vegum breskra yfir­valda sem nær nú yfir um 7 millj­ónir fer­kíló­metra af vist­kerfum hafs­ins.  

Á einni eyj­unni er virkt eld­fjall. Á vet­urna er snjór á tind­inum og albatrosar verpa í hlíðum þess. Á og við strendur eyj­anna halda svo selir og mör­gæsir til og undan þeim eru risa­vaxnir þara­skógar á hafs­botni. Á þess­ari eyju er aðeins að finna eina trjá­teg­und, phylica arbor­ea, sem ein­fald­lega er kölluð eyj­ar­tréð.

Á eyj­unum er aðeins ein byggð, lítið þorp þar sem allir eyja­skeggjar, um 245 tals­ins, búa. Þorpið heitir Edin­borg heims­haf­anna sjö og íbú­arnir eiga rætur að rekja ýmist til Skotlands, Banda­ríkj­anna, Hollands eða Ítal­íu.

Sá sem fyrstu upp­götv­aði eyj­arnar að því er talið er var portú­galski land­könn­uð­ur­inn Tristão da Cunha. Það var árið 1506 en búseta hófst ekki fyrr en árið 1816 þegar breskt her­lið var flutt þangað til að gæta þess að Frakkar björg­uðu ekki Napól­eon Bónap­arte keis­ara úr útlegð á eyj­unni Sankti Hel­enu sem var þó í yfir 2.000 kíló­metra fjar­lægð.

Dýralífið á og við Tristan da Cunha er einstakt á heimsvísu.

Her­liðið snéri ekki aftur heim, að minnsta kosti ekki allir sem í því voru. Það voru svo afkom­endur þeirra fyrstir fædd­ust þarna á hjara ver­ald­ar. Þeir lifðu á fisk- og humar­veiðum en rækt­uðu einnig kart­öflur og áttu nokkrar kind­ur.

En þó að fáir menn búi þá Tritsan da Cunha er nátt­úran ein­stak­lega fjöl­skrúðug og sjó­fuglar halda þar til í tug millj­óna vís.

Í sjónum umhverfis eyj­arnar synda svo hákarlar af teg­und sem eru í gríð­ar­legri útrým­ing­ar­hættu en þeir kunna vel við sig í þara­skóg­inum þar sem þeir ala upp ung­viði sitt. „Vist­kerfin á þessum stað er hvergi ann­ars staðar að finna í heim­in­um,“ hefur National Geograp­hic eftir Enric Sala sem rann­sakað hefur eyj­arn­ar. 

Ljóst þykir af gervi­tungla­myndum að fiski­skip hafa lagt leið sína á þetta við­kvæma svæði en núna þegar það er komið undir hatt Bláa belt­is­ins verður hægt að setja meira fjár­magn í strand­gæslu og vernd.

Um 8 pró­sent af heims­höf­unum njóta ein­hvers konar vernd­ar. Aðeins um 2,6 pró­sent þeirra eru alfarið friðuð gegn veið­um. Í nýrri rann­sókn sem birt var í vís­inda­tíma­rit­inu Proceed­ings of the National Academy of Sci­ence, er sýnt fram á að verndun efli fisk­veið­ar. Höf­undar rann­sókn­ar­innar segja að ef svæði þar sem veiðar eru bann­aðar yrðu stækkuð um aðeins 5 pró­sent myndi það auka fisk­afla á heims­vísu um að minnsta kosti 20 pró­sent. Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiErlent