Stofna stærsta verndarsvæði Atlantshafsins

Á eyjum í miðju sunnanverðu Atlantshafi, mitt á milli Suður-Ameríku og Suður-Afríku, er dýralífið svo einstakt að ákveðið var að friða hafsvæðið umhverfis þær. Innan þess eru veiðar og hvers konar vinnsla náttúruauðlinda bönnuð.

Tristan da Cunha-eyjaklasinn er á hjara veraldar.
Tristan da Cunha-eyjaklasinn er á hjara veraldar.
Auglýsing

Haf­svæðið umhverfis afskekkt­ustu, byggðu eyjar heims verður gert að friðlandi. Í því má engin dýr veiða – hvorki í lofti né legi – og öll vinnsla nátt­úru­auð­linda innan þess verður bönn­uð. Eyja­klas­inn Tristan da Cunha í Suð­ur­-Atl­ants­hafi, er breskt yfir­ráða­svæði og hafið við eyj­arnar sem á að friða er þrisvar sinnum stærra en Bret­land og fjórða stærsta vernd­ar­svæði í hafi á jörðu, það stærsta í Atl­ants­haf­inu.

Eyj­arnar eru nokkurn veg­inn miðja vegu milli Suð­ur­-Am­er­íku og Suð­ur­-Afr­íku. Til að kom­ast þangað þarf að leggja á sig sjö daga báts­ferð.

Líf­ríkið á og við eyja­kla­s­ann er stór­brot­ið. Þar má finna skjald­bök­ur, albatrosa, seli, hákarla og hvali, svo nokkur dæmi séu tek­in. Á þessum slóðum eru ætis- og varp­stöðvar allra þess­ara dýra og margra ann­arra. 

Auglýsing

Hvata­menn frið­un­ar­innar eru sann­færðir um að vernd­unin eigi eftir að hafa jákvæð áhrif á humar­veiðar eyja­skeggja sem eru smáar í sniðum og stund­aðar utan hins frið­aða svæð­i.  

Svæðið við Tristan da Cunha verður hluti af Bláa belt­inu, vernd­ar­verk­efni á vegum breskra yfir­valda sem nær nú yfir um 7 millj­ónir fer­kíló­metra af vist­kerfum hafs­ins.  

Á einni eyj­unni er virkt eld­fjall. Á vet­urna er snjór á tind­inum og albatrosar verpa í hlíðum þess. Á og við strendur eyj­anna halda svo selir og mör­gæsir til og undan þeim eru risa­vaxnir þara­skógar á hafs­botni. Á þess­ari eyju er aðeins að finna eina trjá­teg­und, phylica arbor­ea, sem ein­fald­lega er kölluð eyj­ar­tréð.

Á eyj­unum er aðeins ein byggð, lítið þorp þar sem allir eyja­skeggjar, um 245 tals­ins, búa. Þorpið heitir Edin­borg heims­haf­anna sjö og íbú­arnir eiga rætur að rekja ýmist til Skotlands, Banda­ríkj­anna, Hollands eða Ítal­íu.

Sá sem fyrstu upp­götv­aði eyj­arnar að því er talið er var portú­galski land­könn­uð­ur­inn Tristão da Cunha. Það var árið 1506 en búseta hófst ekki fyrr en árið 1816 þegar breskt her­lið var flutt þangað til að gæta þess að Frakkar björg­uðu ekki Napól­eon Bónap­arte keis­ara úr útlegð á eyj­unni Sankti Hel­enu sem var þó í yfir 2.000 kíló­metra fjar­lægð.

Dýralífið á og við Tristan da Cunha er einstakt á heimsvísu.

Her­liðið snéri ekki aftur heim, að minnsta kosti ekki allir sem í því voru. Það voru svo afkom­endur þeirra fyrstir fædd­ust þarna á hjara ver­ald­ar. Þeir lifðu á fisk- og humar­veiðum en rækt­uðu einnig kart­öflur og áttu nokkrar kind­ur.

En þó að fáir menn búi þá Tritsan da Cunha er nátt­úran ein­stak­lega fjöl­skrúðug og sjó­fuglar halda þar til í tug millj­óna vís.

Í sjónum umhverfis eyj­arnar synda svo hákarlar af teg­und sem eru í gríð­ar­legri útrým­ing­ar­hættu en þeir kunna vel við sig í þara­skóg­inum þar sem þeir ala upp ung­viði sitt. „Vist­kerfin á þessum stað er hvergi ann­ars staðar að finna í heim­in­um,“ hefur National Geograp­hic eftir Enric Sala sem rann­sakað hefur eyj­arn­ar. 

Ljóst þykir af gervi­tungla­myndum að fiski­skip hafa lagt leið sína á þetta við­kvæma svæði en núna þegar það er komið undir hatt Bláa belt­is­ins verður hægt að setja meira fjár­magn í strand­gæslu og vernd.

Um 8 pró­sent af heims­höf­unum njóta ein­hvers konar vernd­ar. Aðeins um 2,6 pró­sent þeirra eru alfarið friðuð gegn veið­um. Í nýrri rann­sókn sem birt var í vís­inda­tíma­rit­inu Proceed­ings of the National Academy of Sci­ence, er sýnt fram á að verndun efli fisk­veið­ar. Höf­undar rann­sókn­ar­innar segja að ef svæði þar sem veiðar eru bann­aðar yrðu stækkuð um aðeins 5 pró­sent myndi það auka fisk­afla á heims­vísu um að minnsta kosti 20 pró­sent. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent