Stofna stærsta verndarsvæði Atlantshafsins

Á eyjum í miðju sunnanverðu Atlantshafi, mitt á milli Suður-Ameríku og Suður-Afríku, er dýralífið svo einstakt að ákveðið var að friða hafsvæðið umhverfis þær. Innan þess eru veiðar og hvers konar vinnsla náttúruauðlinda bönnuð.

Tristan da Cunha-eyjaklasinn er á hjara veraldar.
Tristan da Cunha-eyjaklasinn er á hjara veraldar.
Auglýsing

Haf­svæðið umhverfis afskekkt­ustu, byggðu eyjar heims verður gert að friðlandi. Í því má engin dýr veiða – hvorki í lofti né legi – og öll vinnsla nátt­úru­auð­linda innan þess verður bönn­uð. Eyja­klas­inn Tristan da Cunha í Suð­ur­-Atl­ants­hafi, er breskt yfir­ráða­svæði og hafið við eyj­arnar sem á að friða er þrisvar sinnum stærra en Bret­land og fjórða stærsta vernd­ar­svæði í hafi á jörðu, það stærsta í Atl­ants­haf­inu.

Eyj­arnar eru nokkurn veg­inn miðja vegu milli Suð­ur­-Am­er­íku og Suð­ur­-Afr­íku. Til að kom­ast þangað þarf að leggja á sig sjö daga báts­ferð.

Líf­ríkið á og við eyja­kla­s­ann er stór­brot­ið. Þar má finna skjald­bök­ur, albatrosa, seli, hákarla og hvali, svo nokkur dæmi séu tek­in. Á þessum slóðum eru ætis- og varp­stöðvar allra þess­ara dýra og margra ann­arra. 

Auglýsing

Hvata­menn frið­un­ar­innar eru sann­færðir um að vernd­unin eigi eftir að hafa jákvæð áhrif á humar­veiðar eyja­skeggja sem eru smáar í sniðum og stund­aðar utan hins frið­aða svæð­i.  

Svæðið við Tristan da Cunha verður hluti af Bláa belt­inu, vernd­ar­verk­efni á vegum breskra yfir­valda sem nær nú yfir um 7 millj­ónir fer­kíló­metra af vist­kerfum hafs­ins.  

Á einni eyj­unni er virkt eld­fjall. Á vet­urna er snjór á tind­inum og albatrosar verpa í hlíðum þess. Á og við strendur eyj­anna halda svo selir og mör­gæsir til og undan þeim eru risa­vaxnir þara­skógar á hafs­botni. Á þess­ari eyju er aðeins að finna eina trjá­teg­und, phylica arbor­ea, sem ein­fald­lega er kölluð eyj­ar­tréð.

Á eyj­unum er aðeins ein byggð, lítið þorp þar sem allir eyja­skeggjar, um 245 tals­ins, búa. Þorpið heitir Edin­borg heims­haf­anna sjö og íbú­arnir eiga rætur að rekja ýmist til Skotlands, Banda­ríkj­anna, Hollands eða Ítal­íu.

Sá sem fyrstu upp­götv­aði eyj­arnar að því er talið er var portú­galski land­könn­uð­ur­inn Tristão da Cunha. Það var árið 1506 en búseta hófst ekki fyrr en árið 1816 þegar breskt her­lið var flutt þangað til að gæta þess að Frakkar björg­uðu ekki Napól­eon Bónap­arte keis­ara úr útlegð á eyj­unni Sankti Hel­enu sem var þó í yfir 2.000 kíló­metra fjar­lægð.

Dýralífið á og við Tristan da Cunha er einstakt á heimsvísu.

Her­liðið snéri ekki aftur heim, að minnsta kosti ekki allir sem í því voru. Það voru svo afkom­endur þeirra fyrstir fædd­ust þarna á hjara ver­ald­ar. Þeir lifðu á fisk- og humar­veiðum en rækt­uðu einnig kart­öflur og áttu nokkrar kind­ur.

En þó að fáir menn búi þá Tritsan da Cunha er nátt­úran ein­stak­lega fjöl­skrúðug og sjó­fuglar halda þar til í tug millj­óna vís.

Í sjónum umhverfis eyj­arnar synda svo hákarlar af teg­und sem eru í gríð­ar­legri útrým­ing­ar­hættu en þeir kunna vel við sig í þara­skóg­inum þar sem þeir ala upp ung­viði sitt. „Vist­kerfin á þessum stað er hvergi ann­ars staðar að finna í heim­in­um,“ hefur National Geograp­hic eftir Enric Sala sem rann­sakað hefur eyj­arn­ar. 

Ljóst þykir af gervi­tungla­myndum að fiski­skip hafa lagt leið sína á þetta við­kvæma svæði en núna þegar það er komið undir hatt Bláa belt­is­ins verður hægt að setja meira fjár­magn í strand­gæslu og vernd.

Um 8 pró­sent af heims­höf­unum njóta ein­hvers konar vernd­ar. Aðeins um 2,6 pró­sent þeirra eru alfarið friðuð gegn veið­um. Í nýrri rann­sókn sem birt var í vís­inda­tíma­rit­inu Proceed­ings of the National Academy of Sci­ence, er sýnt fram á að verndun efli fisk­veið­ar. Höf­undar rann­sókn­ar­innar segja að ef svæði þar sem veiðar eru bann­aðar yrðu stækkuð um aðeins 5 pró­sent myndi það auka fisk­afla á heims­vísu um að minnsta kosti 20 pró­sent. Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiErlent