Segir eðlilegra að hlúa að grunnstoðum heldur en að örva hagkerfið

Aðalhagfræðingur Kviku banka segir dýrmætt svigrúm til peningaprentunar hafa verið nýtt í húsnæðismarkaðinn til fólks sem stendur betur en meðalmaðurinn í stað þeirra sem þurfa meira á fjármagni að halda í nýjasta tölublaði Vísbendingar.

Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka
Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka
Auglýsing

Stór hluti pen­inga­magns­ins sem bæst hefur við í fjár­mála­kerf­inu ratar mest­megnis í hækk­andi eign­ar­verð á fast­eigna­mark­aði, sem hefur ekk­ert með nauð­syn­legan stuðn­ing að gera á núver­andi krísu­tím­um, sam­kvæmt Kristrúnu Frosta­dótt­ur, aðal­hag­fræð­ingi Kviku banka. Að mati hennar væri eðli­legra fyrir hið opin­bera að hlúa að mannauði, fram­leiðslu­getu og atvinnustigi hag­kerf­is­ins heldur en að örva hag­kerfið með skuld­setn­ingu í einka­geir­an­um. 

Í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar skrifar Kristrún um aukn­ingu pen­inga í umferð í kjöl­far vaxta­lækk­ana Seðla­bank­ans á síð­ustu mán­uð­um, en sam­kvæmt henni hafa nær 300 millj­arðar króna bæst við pen­inga­magnið á þessum tíma. Nán­ast öllu þessu fjár­magni hefur verið miðlað í gegnum banka­kerf­ið, sem hefur aukið útlán sín tölu­vert. 

Meiri­hluti þess­arar aukn­ingar hefur runnið til heim­ila, á meðan ein­ungis átta pró­sent þeirra hafa farið til fyr­ir­tækja. Sam­hliða því hafa skuldir heim­il­anna auk­ist um fjögur pró­sent á árinu árin­u. 

Auglýsing

„Því sem ekki hefur verið velt upp í þessu sam­hengi er hvort við ættum að nýta rúm­lega 100 ma. kr. af nýjum pen­ingum til að veita út á hús­næð­is­mark­að­inn til fólks sem sam­kvæmt Fjár­mála­stöð­ug­leika­hefti Seðla­bank­ans stendur betur en með­al­mað­ur­inn í lána­safni bank­anna,“ skrifar Kristrún í grein­inn­i. 

Munur á örvun og stuðn­ingi

Sam­kvæmt Kristrúnu er mik­il­vægt að gera grein­ar­mun á örv­un­ar­að­gerðum hjá hinu opin­bera og stuðn­ingi. Þar sem núver­andi krísa sé ekki hefð­bundin hag­sveifla heldur afleið­ing þess að fyr­ir­tæki í ýmsum geirum hafi orðið fyrir tíma­bundnu tekju­falli sé hag­kerfið ekki mót­tæki­legt fyrir örvun núna. Mik­il­væg­ara sé að koma í veg fyrir rýrnun mannauðs og að efna­hags­reikn­ingar holist að innan út af tekju­stoppi í núver­andi ástand­i. 

Aukn­ing hús­næð­is­skulda hefur hins vegar fyrst og fremst leitt til hækk­andi eigna­verðs á hús­næð­is­mark­aði. „Þetta hefur ekk­ert með nauð­syn­legan stuðn­ing að gera á núver­andi krísu­tím­um,“ segir Kristrún­. „Þetta er hel­ber örv­un.“

Hætta á að stuðn­ingur fari ekki til þeirra sem þurfa hann

Kristrún bætir einnig við að þó að neysla auk­ist vegna hærra eigna­verðs sé lík­legt að fjár­magnið sem bætt hefur verið við hag­kerfið skili sér ekki til þeirra sem þurfa á því að halda. Þeir sem orðið hafa fyrir tekju­falli í núver­andi kreppu séu þeir sem reka starf­semi sem felur ekki í sér snert­ingu, þar sem fólk ótt­ast að smit­ast af veirunni. Ekki er víst hvort örvunin muni skila sér í auknum við­skiptum til þeirra.Hægt er að lesa grein Kristrúnar í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum
Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 7. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent