Segir eðlilegra að hlúa að grunnstoðum heldur en að örva hagkerfið

Aðalhagfræðingur Kviku banka segir dýrmætt svigrúm til peningaprentunar hafa verið nýtt í húsnæðismarkaðinn til fólks sem stendur betur en meðalmaðurinn í stað þeirra sem þurfa meira á fjármagni að halda í nýjasta tölublaði Vísbendingar.

Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka
Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka
Auglýsing

Stór hluti pen­inga­magns­ins sem bæst hefur við í fjár­mála­kerf­inu ratar mest­megnis í hækk­andi eign­ar­verð á fast­eigna­mark­aði, sem hefur ekk­ert með nauð­syn­legan stuðn­ing að gera á núver­andi krísu­tím­um, sam­kvæmt Kristrúnu Frosta­dótt­ur, aðal­hag­fræð­ingi Kviku banka. Að mati hennar væri eðli­legra fyrir hið opin­bera að hlúa að mannauði, fram­leiðslu­getu og atvinnustigi hag­kerf­is­ins heldur en að örva hag­kerfið með skuld­setn­ingu í einka­geir­an­um. 

Í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar skrifar Kristrún um aukn­ingu pen­inga í umferð í kjöl­far vaxta­lækk­ana Seðla­bank­ans á síð­ustu mán­uð­um, en sam­kvæmt henni hafa nær 300 millj­arðar króna bæst við pen­inga­magnið á þessum tíma. Nán­ast öllu þessu fjár­magni hefur verið miðlað í gegnum banka­kerf­ið, sem hefur aukið útlán sín tölu­vert. 

Meiri­hluti þess­arar aukn­ingar hefur runnið til heim­ila, á meðan ein­ungis átta pró­sent þeirra hafa farið til fyr­ir­tækja. Sam­hliða því hafa skuldir heim­il­anna auk­ist um fjögur pró­sent á árinu árin­u. 

Auglýsing

„Því sem ekki hefur verið velt upp í þessu sam­hengi er hvort við ættum að nýta rúm­lega 100 ma. kr. af nýjum pen­ingum til að veita út á hús­næð­is­mark­að­inn til fólks sem sam­kvæmt Fjár­mála­stöð­ug­leika­hefti Seðla­bank­ans stendur betur en með­al­mað­ur­inn í lána­safni bank­anna,“ skrifar Kristrún í grein­inn­i. 

Munur á örvun og stuðn­ingi

Sam­kvæmt Kristrúnu er mik­il­vægt að gera grein­ar­mun á örv­un­ar­að­gerðum hjá hinu opin­bera og stuðn­ingi. Þar sem núver­andi krísa sé ekki hefð­bundin hag­sveifla heldur afleið­ing þess að fyr­ir­tæki í ýmsum geirum hafi orðið fyrir tíma­bundnu tekju­falli sé hag­kerfið ekki mót­tæki­legt fyrir örvun núna. Mik­il­væg­ara sé að koma í veg fyrir rýrnun mannauðs og að efna­hags­reikn­ingar holist að innan út af tekju­stoppi í núver­andi ástand­i. 

Aukn­ing hús­næð­is­skulda hefur hins vegar fyrst og fremst leitt til hækk­andi eigna­verðs á hús­næð­is­mark­aði. „Þetta hefur ekk­ert með nauð­syn­legan stuðn­ing að gera á núver­andi krísu­tím­um,“ segir Kristrún­. „Þetta er hel­ber örv­un.“

Hætta á að stuðn­ingur fari ekki til þeirra sem þurfa hann

Kristrún bætir einnig við að þó að neysla auk­ist vegna hærra eigna­verðs sé lík­legt að fjár­magnið sem bætt hefur verið við hag­kerfið skili sér ekki til þeirra sem þurfa á því að halda. Þeir sem orðið hafa fyrir tekju­falli í núver­andi kreppu séu þeir sem reka starf­semi sem felur ekki í sér snert­ingu, þar sem fólk ótt­ast að smit­ast af veirunni. Ekki er víst hvort örvunin muni skila sér í auknum við­skiptum til þeirra.Hægt er að lesa grein Kristrúnar í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent