Segir eðlilegra að hlúa að grunnstoðum heldur en að örva hagkerfið

Aðalhagfræðingur Kviku banka segir dýrmætt svigrúm til peningaprentunar hafa verið nýtt í húsnæðismarkaðinn til fólks sem stendur betur en meðalmaðurinn í stað þeirra sem þurfa meira á fjármagni að halda í nýjasta tölublaði Vísbendingar.

Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka
Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka
Auglýsing

Stór hluti pen­inga­magns­ins sem bæst hefur við í fjár­mála­kerf­inu ratar mest­megnis í hækk­andi eign­ar­verð á fast­eigna­mark­aði, sem hefur ekk­ert með nauð­syn­legan stuðn­ing að gera á núver­andi krísu­tím­um, sam­kvæmt Kristrúnu Frosta­dótt­ur, aðal­hag­fræð­ingi Kviku banka. Að mati hennar væri eðli­legra fyrir hið opin­bera að hlúa að mannauði, fram­leiðslu­getu og atvinnustigi hag­kerf­is­ins heldur en að örva hag­kerfið með skuld­setn­ingu í einka­geir­an­um. 

Í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar skrifar Kristrún um aukn­ingu pen­inga í umferð í kjöl­far vaxta­lækk­ana Seðla­bank­ans á síð­ustu mán­uð­um, en sam­kvæmt henni hafa nær 300 millj­arðar króna bæst við pen­inga­magnið á þessum tíma. Nán­ast öllu þessu fjár­magni hefur verið miðlað í gegnum banka­kerf­ið, sem hefur aukið útlán sín tölu­vert. 

Meiri­hluti þess­arar aukn­ingar hefur runnið til heim­ila, á meðan ein­ungis átta pró­sent þeirra hafa farið til fyr­ir­tækja. Sam­hliða því hafa skuldir heim­il­anna auk­ist um fjögur pró­sent á árinu árin­u. 

Auglýsing

„Því sem ekki hefur verið velt upp í þessu sam­hengi er hvort við ættum að nýta rúm­lega 100 ma. kr. af nýjum pen­ingum til að veita út á hús­næð­is­mark­að­inn til fólks sem sam­kvæmt Fjár­mála­stöð­ug­leika­hefti Seðla­bank­ans stendur betur en með­al­mað­ur­inn í lána­safni bank­anna,“ skrifar Kristrún í grein­inn­i. 

Munur á örvun og stuðn­ingi

Sam­kvæmt Kristrúnu er mik­il­vægt að gera grein­ar­mun á örv­un­ar­að­gerðum hjá hinu opin­bera og stuðn­ingi. Þar sem núver­andi krísa sé ekki hefð­bundin hag­sveifla heldur afleið­ing þess að fyr­ir­tæki í ýmsum geirum hafi orðið fyrir tíma­bundnu tekju­falli sé hag­kerfið ekki mót­tæki­legt fyrir örvun núna. Mik­il­væg­ara sé að koma í veg fyrir rýrnun mannauðs og að efna­hags­reikn­ingar holist að innan út af tekju­stoppi í núver­andi ástand­i. 

Aukn­ing hús­næð­is­skulda hefur hins vegar fyrst og fremst leitt til hækk­andi eigna­verðs á hús­næð­is­mark­aði. „Þetta hefur ekk­ert með nauð­syn­legan stuðn­ing að gera á núver­andi krísu­tím­um,“ segir Kristrún­. „Þetta er hel­ber örv­un.“

Hætta á að stuðn­ingur fari ekki til þeirra sem þurfa hann

Kristrún bætir einnig við að þó að neysla auk­ist vegna hærra eigna­verðs sé lík­legt að fjár­magnið sem bætt hefur verið við hag­kerfið skili sér ekki til þeirra sem þurfa á því að halda. Þeir sem orðið hafa fyrir tekju­falli í núver­andi kreppu séu þeir sem reka starf­semi sem felur ekki í sér snert­ingu, þar sem fólk ótt­ast að smit­ast af veirunni. Ekki er víst hvort örvunin muni skila sér í auknum við­skiptum til þeirra.Hægt er að lesa grein Kristrúnar í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Er ekki bara best að kjósa Samherja?
Kjarninn 24. september 2021
Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Fjögur fóru með fleipur, jafnmörg sögðu hálfsannleik og tvær á réttri leið
Staðreyndavakt Kjarnans rýndi í tíu viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokka sem fram fóru á sama vettvangi. Hér má sjá niðurstöðurnar.
Kjarninn 24. september 2021
Steinar Frímannsson
Stutt og laggott – Umhverfisstefna Samfylkingar
Kjarninn 24. september 2021
Hjördís Björg Kristinsdóttir
Vanda til verka þegar aðstoð er veitt
Kjarninn 24. september 2021
Árni Finnsson
Á að banna olíuleit á hafsvæðum Íslands?
Kjarninn 24. september 2021
Eiríkur Björn Björgvinsson
Samskipti ríkis og sveitarfélaga
Kjarninn 24. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent