Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað

Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.

Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Auglýsing

Rúmur helm­ingur þeirra fyr­ir­tækja sem tekið hafa stuðn­ings­lán nær ekki að nýta sér hámarks­láns­heim­ild stuðn­ings­láns með fullri rík­is­á­byrgð og fær enga láns­heim­ild með 85 pró­sent rík­is­á­byrgð, vegna ákvæðis um að hámarks­láns­upp­hæðin nemi 10 pró­sentum af tekjum árs­ins 2019, sam­kvæmt því sem fram kemur í nýrri skýrslu sem eft­ir­lits­nefnd með lánum með rík­is­á­byrgð hefur unnið um útfærslu við­bót­ar­lána og stuðn­ings­lána.

Í skýrsl­unni segir nefndin að ætla meg­i að í mesta lagi 47 pró­sent umsækj­enda um þessi lán fái lán­aða þá fjár­hæð í gegnum úrræðið sem þeir telja sig í raun þurfa. 

„Þetta háa hlut­fall umsækj­enda sem reka sig á skil­yrðið um 10% hámark af tekjum vekur eft­ir­lits­nefnd­ina til umhugs­unar um það hvort hámarkið kunni að vera lægra en ástæða væri til, einkum í því ljósi að þau erlendu úrræði sem nefndin hefur kynnt sér gera alla jafna ráð fyrir hærra hlut­falli af tekj­u­m,“ segir nefndin í skýrslu sinni.

Auglýsing

Mest lánað til ferða­þjón­ust­unnar

Rúmur helm­ingur allra stuðn­ings­lána sem höfðu verið veitt fyr­ir­tækjum í lok sept­em­ber­mán­aðar fóru til ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja. Alls voru stuðn­ings­lánin orðin 654 tals­ins á þeim tíma­punkti og 338 þeirra, að and­virði sam­tals rúm­lega 2,8 millj­arða króna, fóru til fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu, sam­kvæmt því sem fram kemur í skýrslu nefnd­ar­inn­ar.

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækin höfðu að með­al­tali orðið fyrir 86 pró­sent tekju­tapi frá fyrra ári. Að auki fóru 177 lán til fyr­ir­tækja sem starfa í þjón­ustu og ætla má að mörg þeirra séu í ferða­þjón­ustu­tengdri starf­sem­i. 

Stuðn­ings­lánin virka þannig að fyr­ir­tæki í vanda sem hafa orðið fyrir að minnsta kosti 40 pró­sent tekju­tapi á milli ára geta fengið 10 millj­ónir króna að láni með 100 pró­sent rík­is­á­byrgð. Þetta fé fæst lánað á vöxtum sem eru þeir sömu og stýri­vextir Seðla­bank­ans, sem hafa verið 1 pró­sent síðan í vor en eru nú 0,75 pró­sent.

Lánin geta að hámarki orðið 40 millj­ónir og eru seinni 30 millj­ón­irnar þá með 85 pró­sent rík­is­á­byrgð, en lánin eru veitt í gegnum lána­stofn­an­ir.  Opnað var fyrir umsóknir í byrjun júlí, en með­al­upp­hæð þeirra stuðn­ings­lána sem veitt höfðu verið í lok sept­em­ber var 7,9 millj­ónir króna.

Ein­ungis 62 fyr­ir­tæki höfðu þá fengið stuðn­ings­lán sem voru hærri en 10 millj­ónir króna og þar af leið­andi að hluta á ábyrgð lána­stofn­ana og á hærri vöxtum - eða 3,7 pró­sent að með­al­tali. Þar af voru 35 ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki. Að með­al­tali fengu fyr­ir­tækin 62 19,3 millj­ónir króna lán­aðar með 85 pró­sent rík­is­á­byrgð.

Tafla: Úr skýrslu eftirlitsnefndarinnar

Í skýrslu eft­ir­lits­nefnd­ar­innar er farið yfir hvernig lánin skipt­ast á milli geira eins og sjá má í töfl­unni hér að ofan en einnig er farið yfir það hvernig lánin skipt­ast á milli fyr­ir­tækja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á lands­byggð­inni. Fleiri fyr­ir­tæki á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en í lands­byggð­unum hafa tekið stuðn­ings­lán.

Tafla: Úr skýrslu eftirlitsnefndarinnar

Arion banki með lægstu vext­ina á stærri lán­unum

Stóru við­skipta­bank­arnir þrír hafa haft milli­göngu um lang­flest stuðn­ings­lán­in, eins og við mátti búast. Sjá má hvernig þau skipt­ast í töfl­unni hér að neð­an. Arion banki hafði veitt flest stærri lán­anna sem búið var að veita í lok sept­em­ber, eða alls 38 af 62.

Lán bank­ans námu 688 millj­ónum af þeim alls tæp­lega 1,2 millj­örðum sem búið var að lána með 85 pró­sent rík­is­á­byrgð, eða röskum helm­ingi.

Tafla: Úr skýrslu eftirlitsnefndarinnar

Arion banki var einnig með hag­stæð­ari vexti en hinir bank­arnir sem veittu þessi lán, en vegið með­al­tal vaxta bank­ans á lánum umfram 10 millj­ónir var 3,3 pró­sent á meðan að það var 3,9 pró­sent hjá Íslands­banka, sem hafði veitt 15 lán og 4,8 pró­sent hjá Lands­bank­an­um, sem hafði veitt 8 lán með 85 pró­sent rík­is­á­byrgð í lok sept­em­ber­mán­að­ar.

Bank­arnir lítið búnir að hugsa út í mögu­lega end­ur­fjár­mögnun

Eft­ir­lits­nefndin spurði fjár­mála­fyr­ir­tækin nokk­urra spurn­inga um fram­kvæmd­ina, meðal ann­ars út í mögu­lega end­ur­fjár­mögnun á þessum stuðn­ings­lán­um, ef upp kæmi að lán­takar réðu ekki við end­ur­greiðslur sam­kvæmt því end­ur­greiðslu­ferli sem samn­ingar lán­veit­enda við Seðla­bank­ann mæla fyrir um. 

Flestir bank­arnir höfðu lítið velt þessu fyrir sér, sam­kvæmt svörum til nefnd­ar­inn­ar. Einn bank­inn sagð­ist þó frá upp­hafi hafa lýst yfir áhyggjum af því að láns­tími bæði við­bót­ar­lána og stuðn­ings­lána væri of stutt­ur, en hámarks­láns­tími lána upp að 10 millj­ónum eru 30 mán­uðir og hærri lána allt að 48 mán­uð­ir.

Bank­inn sem hafði áhyggjur fyrir sagði að þær hefðu síst minnkað í ljósi þess hvernig far­ald­ur­inn hefði þró­ast. Bank­inn hafði hins vegar ekki mótað sér almenna afstöðu til end­ur­fjár­mögn­unar án rík­is­á­byrgðar og taldi það ótíma­bært. Mikil óvissa væri um hver end­ur­greiðslu­getan yrði í byrjun árs 2022 þegar fyrstu end­ur­greiðslur ættu að hefj­ast. 

Í ábend­ingum sem eft­ir­lits­nefndin veitir stjórn­völdum í nið­ur­lagi skýrsl­unnar er bent á þann mögu­leika að tekið verði til skoð­unar að fram­lengja rík­is­á­byrgð vegna við­bót­ar­lána og stuðn­ings­lána inn í árið 2021, en umsókn­ar­frestur um þessi rík­is­á­byrgð­ar­lán rennur óbreyttu út núna um ára­mót. ­Nefndin bendir einnig á þann mögu­leika að taka til skoð­unar að lengja láns­tíma lán­anna og rýmka end­ur­greiðslu­tíma þeirra.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent