Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað

Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.

Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Auglýsing

Rúmur helm­ingur þeirra fyr­ir­tækja sem tekið hafa stuðn­ings­lán nær ekki að nýta sér hámarks­láns­heim­ild stuðn­ings­láns með fullri rík­is­á­byrgð og fær enga láns­heim­ild með 85 pró­sent rík­is­á­byrgð, vegna ákvæðis um að hámarks­láns­upp­hæðin nemi 10 pró­sentum af tekjum árs­ins 2019, sam­kvæmt því sem fram kemur í nýrri skýrslu sem eft­ir­lits­nefnd með lánum með rík­is­á­byrgð hefur unnið um útfærslu við­bót­ar­lána og stuðn­ings­lána.

Í skýrsl­unni segir nefndin að ætla meg­i að í mesta lagi 47 pró­sent umsækj­enda um þessi lán fái lán­aða þá fjár­hæð í gegnum úrræðið sem þeir telja sig í raun þurfa. 

„Þetta háa hlut­fall umsækj­enda sem reka sig á skil­yrðið um 10% hámark af tekjum vekur eft­ir­lits­nefnd­ina til umhugs­unar um það hvort hámarkið kunni að vera lægra en ástæða væri til, einkum í því ljósi að þau erlendu úrræði sem nefndin hefur kynnt sér gera alla jafna ráð fyrir hærra hlut­falli af tekj­u­m,“ segir nefndin í skýrslu sinni.

Auglýsing

Mest lánað til ferða­þjón­ust­unnar

Rúmur helm­ingur allra stuðn­ings­lána sem höfðu verið veitt fyr­ir­tækjum í lok sept­em­ber­mán­aðar fóru til ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja. Alls voru stuðn­ings­lánin orðin 654 tals­ins á þeim tíma­punkti og 338 þeirra, að and­virði sam­tals rúm­lega 2,8 millj­arða króna, fóru til fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu, sam­kvæmt því sem fram kemur í skýrslu nefnd­ar­inn­ar.

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækin höfðu að með­al­tali orðið fyrir 86 pró­sent tekju­tapi frá fyrra ári. Að auki fóru 177 lán til fyr­ir­tækja sem starfa í þjón­ustu og ætla má að mörg þeirra séu í ferða­þjón­ustu­tengdri starf­sem­i. 

Stuðn­ings­lánin virka þannig að fyr­ir­tæki í vanda sem hafa orðið fyrir að minnsta kosti 40 pró­sent tekju­tapi á milli ára geta fengið 10 millj­ónir króna að láni með 100 pró­sent rík­is­á­byrgð. Þetta fé fæst lánað á vöxtum sem eru þeir sömu og stýri­vextir Seðla­bank­ans, sem hafa verið 1 pró­sent síðan í vor en eru nú 0,75 pró­sent.

Lánin geta að hámarki orðið 40 millj­ónir og eru seinni 30 millj­ón­irnar þá með 85 pró­sent rík­is­á­byrgð, en lánin eru veitt í gegnum lána­stofn­an­ir.  Opnað var fyrir umsóknir í byrjun júlí, en með­al­upp­hæð þeirra stuðn­ings­lána sem veitt höfðu verið í lok sept­em­ber var 7,9 millj­ónir króna.

Ein­ungis 62 fyr­ir­tæki höfðu þá fengið stuðn­ings­lán sem voru hærri en 10 millj­ónir króna og þar af leið­andi að hluta á ábyrgð lána­stofn­ana og á hærri vöxtum - eða 3,7 pró­sent að með­al­tali. Þar af voru 35 ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki. Að með­al­tali fengu fyr­ir­tækin 62 19,3 millj­ónir króna lán­aðar með 85 pró­sent rík­is­á­byrgð.

Tafla: Úr skýrslu eftirlitsnefndarinnar

Í skýrslu eft­ir­lits­nefnd­ar­innar er farið yfir hvernig lánin skipt­ast á milli geira eins og sjá má í töfl­unni hér að ofan en einnig er farið yfir það hvernig lánin skipt­ast á milli fyr­ir­tækja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á lands­byggð­inni. Fleiri fyr­ir­tæki á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en í lands­byggð­unum hafa tekið stuðn­ings­lán.

Tafla: Úr skýrslu eftirlitsnefndarinnar

Arion banki með lægstu vext­ina á stærri lán­unum

Stóru við­skipta­bank­arnir þrír hafa haft milli­göngu um lang­flest stuðn­ings­lán­in, eins og við mátti búast. Sjá má hvernig þau skipt­ast í töfl­unni hér að neð­an. Arion banki hafði veitt flest stærri lán­anna sem búið var að veita í lok sept­em­ber, eða alls 38 af 62.

Lán bank­ans námu 688 millj­ónum af þeim alls tæp­lega 1,2 millj­örðum sem búið var að lána með 85 pró­sent rík­is­á­byrgð, eða röskum helm­ingi.

Tafla: Úr skýrslu eftirlitsnefndarinnar

Arion banki var einnig með hag­stæð­ari vexti en hinir bank­arnir sem veittu þessi lán, en vegið með­al­tal vaxta bank­ans á lánum umfram 10 millj­ónir var 3,3 pró­sent á meðan að það var 3,9 pró­sent hjá Íslands­banka, sem hafði veitt 15 lán og 4,8 pró­sent hjá Lands­bank­an­um, sem hafði veitt 8 lán með 85 pró­sent rík­is­á­byrgð í lok sept­em­ber­mán­að­ar.

Bank­arnir lítið búnir að hugsa út í mögu­lega end­ur­fjár­mögnun

Eft­ir­lits­nefndin spurði fjár­mála­fyr­ir­tækin nokk­urra spurn­inga um fram­kvæmd­ina, meðal ann­ars út í mögu­lega end­ur­fjár­mögnun á þessum stuðn­ings­lán­um, ef upp kæmi að lán­takar réðu ekki við end­ur­greiðslur sam­kvæmt því end­ur­greiðslu­ferli sem samn­ingar lán­veit­enda við Seðla­bank­ann mæla fyrir um. 

Flestir bank­arnir höfðu lítið velt þessu fyrir sér, sam­kvæmt svörum til nefnd­ar­inn­ar. Einn bank­inn sagð­ist þó frá upp­hafi hafa lýst yfir áhyggjum af því að láns­tími bæði við­bót­ar­lána og stuðn­ings­lána væri of stutt­ur, en hámarks­láns­tími lána upp að 10 millj­ónum eru 30 mán­uðir og hærri lána allt að 48 mán­uð­ir.

Bank­inn sem hafði áhyggjur fyrir sagði að þær hefðu síst minnkað í ljósi þess hvernig far­ald­ur­inn hefði þró­ast. Bank­inn hafði hins vegar ekki mótað sér almenna afstöðu til end­ur­fjár­mögn­unar án rík­is­á­byrgðar og taldi það ótíma­bært. Mikil óvissa væri um hver end­ur­greiðslu­getan yrði í byrjun árs 2022 þegar fyrstu end­ur­greiðslur ættu að hefj­ast. 

Í ábend­ingum sem eft­ir­lits­nefndin veitir stjórn­völdum í nið­ur­lagi skýrsl­unnar er bent á þann mögu­leika að tekið verði til skoð­unar að fram­lengja rík­is­á­byrgð vegna við­bót­ar­lána og stuðn­ings­lána inn í árið 2021, en umsókn­ar­frestur um þessi rík­is­á­byrgð­ar­lán rennur óbreyttu út núna um ára­mót. ­Nefndin bendir einnig á þann mögu­leika að taka til skoð­unar að lengja láns­tíma lán­anna og rýmka end­ur­greiðslu­tíma þeirra.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent