Búast við því að hver skammtur af bóluefni fyrir Íslendinga muni kosta fjórar evrur

Ríkisstjórnin hefur farið fram á að fá 400 milljóna króna viðbótarheimild til að kaupa bóluefni gegn COVID-19 á fjáraukalögum. Þá vill hún fá hálfan milljarð króna til að greiða fyrir dreifingu bóluefnis til þróunarríkja.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Í nýfram­lögðu frum­varpi um fjár­auka­lög er lögð til 400 milljón króna fjár­heim­ild til rík­is­sjóðs vegna kaupa á  bólu­efni gegn COVID-19. 

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að talið sé að ein­stak­lingar þurfi tvo skammta af bólu­efn­inu og að gera þurfi ráð fyrir því að bólu­setja þurfi 75 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Því þurfi um 550 þús­und skammta af bólu­efni og búist er við því að hver skammtur muni kosta um fjórar evr­ur, eða um 640 krónur á núvirð­i. 

Miðað við þessar for­sendur muni bólu­efnið kostað um 352 millj­ónir króna. Við þá upp­hæð bæt­ist flutn­ings­kostn­aður og önnur gjöld. 

Pfiz­er-­bólu­efnið mun kosta meira

Í umfjöllun vef­síð­unnar Obser­ver á mánu­dag var til að greint frá því að hver skammtur af bólu­efni Pfiz­er, sem talið er lík­legt að verði fyrst að koma á mark­að, muni kosta um 20 Banda­ríkja­dali, 2.680 krón­ur, í heild­sölu sam­kvæmt því sem fram kemur í samn­ingum þess við banda­rísk stjórn­völd. Bólu­efnið verður þó frítt fyrir þá hópa sem fá það fyrst. 

Evr­­ópu­­sam­­bandið und­ir­­rit­aði fyrr í þessum mán­uði samn­ing við Pfizer um kaup á 200 milljón skömmtum af bólu­efn­inu, með mög­u­­leika á kaupum á 100 milljón skömmtum til við­­bót­­ar. Íslandi er tryggður sami aðgangur að bólu­efnum sem Evr­­­ópu­­­sam­­­bandið semur um og aðild­­­ar­­­ríkjum sam­­­bands­ins. 

Auglýsing
Þar sem heild­­­ar­­­mann­­­fjöldi EES-­­­svæð­is­ins nemur rúmum 460 millj­­­ónum manna og hver ein­stak­l­ingur þarf tvo skammta af bólu­efn­inu má búast við að allt að þriðji hver íbúi svæð­is­ins verði bólu­­­sett­­­ur. Af þeim væru 120 þús­und Íslend­ing­­­ar.  

Slíkur fjöldi væri þó ekki nægur til að mynda hjarð­ó­­­næmi gegn veirunni hér á landi, en heil­brigð­is­ráðu­­­neytið hefur áður gefið að út að 550 þús­und skammta þyrfti til að það mynd­ist. Bólu­efnið frá Pfizer dugir því ein­ungis fyrir tæpum helm­ingi af því.

Aðgangur að öðrum bólu­efnum líka tryggður

Moderna, hitt fyr­ir­tækið sem hefur þróað bólu­efni með allt að 95 pró­sent virkni gegn COVID-19, mun selja hvern skammt til rík­is­stjórna á tíu til 50 Banda­ríkja­dali, 1.340 til 6.700 krón­ur, sam­kvæmt því sem for­stjóri Moderna, Stephen Bancel, sagði við þýska dag­blaðið Welt am Sonntag nýver­ið. Banda­ríkin hafa samið um að fá skammta á 15 Banda­ríkja­dali, 2.010, og Evr­ópu­sam­bandið er í samn­inga­við­ræðum um að kaupa skammt­inn á verði sem er undir 25 Banda­ríkja­döl­um, 3.350 krón­ur.

Astr­aZeneca, sem til­kynnti nýverið að bólu­efni þess væri með allt að 90 pró­sent virkni en þurfti svo að draga í land og und­ir­gang­ast frek­ari rann­sókn­ir,  mun selja sitt bólu­efni á undir fjóra Banda­ríkja­dali, um 536 krón­ur, skammt­inn. 

Evr­ópu­sam­bandið hefur skrifað undir kaup­­samn­ing um 400 milljón skammta frá Astr­aZeneca. Í fyrri samn­ingum hefur sam­­bandið lýst því yfir að bólu­efn­unum verði dreift á öll aðild­­ar­­ríki þess með til­liti til mann­­fjölda, en heil­brigð­is­ráðu­­neytið hefur einnig til­­kynnt að aðild­­ar­­ríki EES-­svæð­is­ins fái sama aðgang að þeim, þar á meðal Ísland.

Hálfur millj­arður í að dreifa bólu­efni til þró­un­ar­ríkja

Í fjár­auka­laga­frum­varp­inu er líka lagt til að fjár­heim­ildir til þró­un­ar­sam­vinnu verði auknar um 500 millj­ónir króna. Sú hækkun skýrist alfarið af fram­lagi Íslands til þró­unar og dreif­ingar bólu­efnis við COVID-19 til þró­un­ar­ríkja, í sam­ræmi við ákvörðun rík­is­stjórnar lands­ins þess efnis í júní síð­ast­liðn­um. 

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu seg­ir: „Ís­land hefur líkt og nágranna­rík­in, þ.m.t. Norð­ur­lönd­in, Bret­land og Þýska­land, talað fyrir mik­il­vægi alþjóð­legrar sam­vinnu um þróun bólu­efnis og jafns aðgengi ríkja óháð greiðslu­getu þeirra með það að leið­ar­ljósi að tryggja öllum jarð­ar­búum aðgengi, jafnt þró­un­ar­ríkj­anna sem þró­aðri ríkja. Bæði for­sæt­is­ráð­herra og utan­rík­is­ráð­herra hafa áréttað að bólu­efni eigi að vera fyrir alla og hafa nor­rænu utan­rík­is­ráð­herr­arnir m.a. skrifað grein um mik­il­vægi slíks sam­starfs og hlut­verks Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO), Alþjóða­ó­næm­is­að­gerða­sjóðs­ins (GA­VI) og sam­taka um nýsköpun vegna við­bún­aðar við far­sóttum (CEP­I). Á fjar­fundi á vegum Alþjóða­ó­næm­is­að­gerða­sjóðs­ins 4. júní sl. hét for­sæt­is­ráð­herra að leggja sjóðnum og sam­tökum um nýsköpun vegna við­bún­aðar við far­sóttum til 500 m.kr. vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. Þar af renna 250 m.kr. til sam­tak­anna til þró­unar bólu­efna en hinar 250 m.kr. renna til Alþjóða­ó­næm­is­að­gerða­sjóðs­ins sem sér um for­kaups­rétt og dreif­ingu bólu­efnis til þró­un­ar­ríkja. Hvort tveggja fellur undir sam­starfs­verk­efni um að hraða aðgengi að bólu­efni (COVAX) sem er í sam­starfi fram­an­greindra aðila í bar­átt­unni gegn COVID-19.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent