Búast við því að hver skammtur af bóluefni fyrir Íslendinga muni kosta fjórar evrur

Ríkisstjórnin hefur farið fram á að fá 400 milljóna króna viðbótarheimild til að kaupa bóluefni gegn COVID-19 á fjáraukalögum. Þá vill hún fá hálfan milljarð króna til að greiða fyrir dreifingu bóluefnis til þróunarríkja.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Í nýfram­lögðu frum­varpi um fjár­auka­lög er lögð til 400 milljón króna fjár­heim­ild til rík­is­sjóðs vegna kaupa á  bólu­efni gegn COVID-19. 

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að talið sé að ein­stak­lingar þurfi tvo skammta af bólu­efn­inu og að gera þurfi ráð fyrir því að bólu­setja þurfi 75 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Því þurfi um 550 þús­und skammta af bólu­efni og búist er við því að hver skammtur muni kosta um fjórar evr­ur, eða um 640 krónur á núvirð­i. 

Miðað við þessar for­sendur muni bólu­efnið kostað um 352 millj­ónir króna. Við þá upp­hæð bæt­ist flutn­ings­kostn­aður og önnur gjöld. 

Pfiz­er-­bólu­efnið mun kosta meira

Í umfjöllun vef­síð­unnar Obser­ver á mánu­dag var til að greint frá því að hver skammtur af bólu­efni Pfiz­er, sem talið er lík­legt að verði fyrst að koma á mark­að, muni kosta um 20 Banda­ríkja­dali, 2.680 krón­ur, í heild­sölu sam­kvæmt því sem fram kemur í samn­ingum þess við banda­rísk stjórn­völd. Bólu­efnið verður þó frítt fyrir þá hópa sem fá það fyrst. 

Evr­­ópu­­sam­­bandið und­ir­­rit­aði fyrr í þessum mán­uði samn­ing við Pfizer um kaup á 200 milljón skömmtum af bólu­efn­inu, með mög­u­­leika á kaupum á 100 milljón skömmtum til við­­bót­­ar. Íslandi er tryggður sami aðgangur að bólu­efnum sem Evr­­­ópu­­­sam­­­bandið semur um og aðild­­­ar­­­ríkjum sam­­­bands­ins. 

Auglýsing
Þar sem heild­­­ar­­­mann­­­fjöldi EES-­­­svæð­is­ins nemur rúmum 460 millj­­­ónum manna og hver ein­stak­l­ingur þarf tvo skammta af bólu­efn­inu má búast við að allt að þriðji hver íbúi svæð­is­ins verði bólu­­­sett­­­ur. Af þeim væru 120 þús­und Íslend­ing­­­ar.  

Slíkur fjöldi væri þó ekki nægur til að mynda hjarð­ó­­­næmi gegn veirunni hér á landi, en heil­brigð­is­ráðu­­­neytið hefur áður gefið að út að 550 þús­und skammta þyrfti til að það mynd­ist. Bólu­efnið frá Pfizer dugir því ein­ungis fyrir tæpum helm­ingi af því.

Aðgangur að öðrum bólu­efnum líka tryggður

Moderna, hitt fyr­ir­tækið sem hefur þróað bólu­efni með allt að 95 pró­sent virkni gegn COVID-19, mun selja hvern skammt til rík­is­stjórna á tíu til 50 Banda­ríkja­dali, 1.340 til 6.700 krón­ur, sam­kvæmt því sem for­stjóri Moderna, Stephen Bancel, sagði við þýska dag­blaðið Welt am Sonntag nýver­ið. Banda­ríkin hafa samið um að fá skammta á 15 Banda­ríkja­dali, 2.010, og Evr­ópu­sam­bandið er í samn­inga­við­ræðum um að kaupa skammt­inn á verði sem er undir 25 Banda­ríkja­döl­um, 3.350 krón­ur.

Astr­aZeneca, sem til­kynnti nýverið að bólu­efni þess væri með allt að 90 pró­sent virkni en þurfti svo að draga í land og und­ir­gang­ast frek­ari rann­sókn­ir,  mun selja sitt bólu­efni á undir fjóra Banda­ríkja­dali, um 536 krón­ur, skammt­inn. 

Evr­ópu­sam­bandið hefur skrifað undir kaup­­samn­ing um 400 milljón skammta frá Astr­aZeneca. Í fyrri samn­ingum hefur sam­­bandið lýst því yfir að bólu­efn­unum verði dreift á öll aðild­­ar­­ríki þess með til­liti til mann­­fjölda, en heil­brigð­is­ráðu­­neytið hefur einnig til­­kynnt að aðild­­ar­­ríki EES-­svæð­is­ins fái sama aðgang að þeim, þar á meðal Ísland.

Hálfur millj­arður í að dreifa bólu­efni til þró­un­ar­ríkja

Í fjár­auka­laga­frum­varp­inu er líka lagt til að fjár­heim­ildir til þró­un­ar­sam­vinnu verði auknar um 500 millj­ónir króna. Sú hækkun skýrist alfarið af fram­lagi Íslands til þró­unar og dreif­ingar bólu­efnis við COVID-19 til þró­un­ar­ríkja, í sam­ræmi við ákvörðun rík­is­stjórnar lands­ins þess efnis í júní síð­ast­liðn­um. 

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu seg­ir: „Ís­land hefur líkt og nágranna­rík­in, þ.m.t. Norð­ur­lönd­in, Bret­land og Þýska­land, talað fyrir mik­il­vægi alþjóð­legrar sam­vinnu um þróun bólu­efnis og jafns aðgengi ríkja óháð greiðslu­getu þeirra með það að leið­ar­ljósi að tryggja öllum jarð­ar­búum aðgengi, jafnt þró­un­ar­ríkj­anna sem þró­aðri ríkja. Bæði for­sæt­is­ráð­herra og utan­rík­is­ráð­herra hafa áréttað að bólu­efni eigi að vera fyrir alla og hafa nor­rænu utan­rík­is­ráð­herr­arnir m.a. skrifað grein um mik­il­vægi slíks sam­starfs og hlut­verks Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO), Alþjóða­ó­næm­is­að­gerða­sjóðs­ins (GA­VI) og sam­taka um nýsköpun vegna við­bún­aðar við far­sóttum (CEP­I). Á fjar­fundi á vegum Alþjóða­ó­næm­is­að­gerða­sjóðs­ins 4. júní sl. hét for­sæt­is­ráð­herra að leggja sjóðnum og sam­tökum um nýsköpun vegna við­bún­aðar við far­sóttum til 500 m.kr. vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. Þar af renna 250 m.kr. til sam­tak­anna til þró­unar bólu­efna en hinar 250 m.kr. renna til Alþjóða­ó­næm­is­að­gerða­sjóðs­ins sem sér um for­kaups­rétt og dreif­ingu bólu­efnis til þró­un­ar­ríkja. Hvort tveggja fellur undir sam­starfs­verk­efni um að hraða aðgengi að bólu­efni (COVAX) sem er í sam­starfi fram­an­greindra aðila í bar­átt­unni gegn COVID-19.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent