Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir

Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Auglýsing

Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands segir sam­starfs­konu sína Tinnu Lauf­eyju Ásgeirs­dóttur hafa tekið vægt til orða þegar hún sagði það ekki borga sig að slaka á sótt­vörnum á landa­mær­unum í sumar til að fá fleiri erlenda ferða­menn til  lands­ins. Einnig segir hann það fela í sér „gríð­ar­legan“ fórn­ar­kostnað að skylda ekki ferða­menn til að vera skimaðir á landa­mær­un­um, þótt stjórn­völdum geti fund­ist það óþægi­leg­t. 

Þetta kemur fram í grein Gylfa í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar, sem kom út í gær. Í grein­inni fer hann yfir hag­fræði­lega hugsun á tímum COVID-19 far­ald­urs­ins og útskýrir hvaða fræði­legu álita­efni liggja á bak við sótt­varn­ar­að­gerðir yfir­valda. 

Sam­kvæmt honum eru sótt­varnir rétt­læt­an­legar þar sem þær koma í veg fyrir að fólk valdi hverju öðru skaða með því að smita frá sér óaf­vit­andi. Far­sóttir feli í sér svokölluð nei­kvæð ytri áhrif og krefj­ist þær íhlut­unar hins opin­bera, þar sem erfitt sé að skil­greina eign­ar­rétt­inn á því að búa í smit­fríu sam­fé­lag­i. 

Auglýsing

Fórn­ar­kostn­aður og lang­tíma­hugsun

Gylfi segir að íhlutun rík­is­ins geti falið í sér að ein­stak­lingar beri réttan fórn­ar­kostnað af gjörðum sínum og að koma ferða­manna til lands­ins feli í sér mik­inn fórn­ar­kostnað sökum auk­innar smit­hættu. Sé fórn­ar­kostn­að­ur­inn ekki tek­inn með í reikn­ing ferða­mann­anna gæti verið að þeir taki ákvörð­unum sem séu ein­ungis þeim sjálfum í hag en ekki sam­fé­lags­ins alls. 

Einnig minn­ist hann á mik­il­vægi þess að líta á kostnað og ávinn­ing ákvarð­ana yfir langan tíma, svo ákvarð­anir sem fela í sér skamm­tíma­gróða en mun meiri kostnað til langs tíma verði ekki tekn­ar. Sem dæmi um þetta nefnir Gylfi bar­áttu Seðla­bank­ans við verð­bólgu, þar sem til skamms tíma væri æski­legra að bregð­ast ekki við henni með vaxta­hækk­un­um, en sú ákvörðun gæti leitt til óða­verð­bólgu og sárs­auka­fullra aðgerða til langs tíma. 

 „Sjaldan hefur nokkur tekið jafn vægt til orða“

Í þessu til­liti bendir Gylfi á ummæli Tinnu Lauf­eyjar í ágúst, þar sem hún færði rök fyrir því að fórn­ar­kostn­að­ur­inn við að hleypa fleiri ferða­mönnum inn til lands­ins væri of mik­ill miðað við hag ferða­þjón­ust­unnar af væntri fjölgun þeirra. „Reynsla okkar í haust sýnir að sjaldan hefur nokkur tekið jafn vægt til orða þótt hún fengi gagn­rýni og skammir fyr­ir,“ skrifar hann. 

Gylfi tekur undir áhyggjur Tinnu af háum kostn­aði af komu ferða­manna og segir hann gæti falist í nokkrum manns­líf­um, eða að því að 350 þús­und manns geti ekki haldið jóla­há­tíð­ina með vinum og ætt­ingj­um, að nem­endur geti ekki mætt í skóla og að inn­lent atvinnu­líf verði fyrir skaða. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu með því að smella hér.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent