„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks

Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

„Enn og aftur bera Sam­tök atvinnu­lífs­ins á borð þá firru að lausnin á kór­óna­veiru­krepp­unni sé að skerða kjör lág­launa­fólks.“ Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Efl­ingu í dag.

Til­efni til­kynn­ing­ar­innar eru orð Hall­dórs Benja­míns Þor­bergs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA), í umræðu­þætt­inum Víg­línan síð­ast­lið­inn sunnu­dag. Þar tal­aði hann meðal ann­ars um núgild­andi kjara­samn­inga og „óheilla­þró­un“ á vinnu­mark­aði en hann telur þær launa­hækk­anir sem framundan eru ekki heilla­væn­leg­ar. 

Hall­dór Benja­mín sagði að SA hefði í tvígang reynt að fá verka­lýðs­hreyf­ing­una til að gera breyt­ingar á kjara­samn­ingi til þess að tryggja það að við sæjum ekki „þessar skelfi­legu atvinnu­leysis­tölur sem við höfum séð. Ég hef fall­ist á það að við látum þessar launa­hækk­anir koma til fram­kvæmda en ég segi hér og mun segja víð­ar: Ég mun halda til haga hverjar afleið­ingar þess­arar ákvörð­unar eru. Þetta er röng ákvörðun að mínu mati en ég tel að Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að afstýra því stór­slysi sem er framundan á íslenskum vinnu­mark­að­i.“

Auglýsing

Í til­kynn­ingu Efl­ingar vill stétt­ar­fé­lagið koma eft­ir­far­andi á fram­færi:

  • Lág­marks­taxtar kjara­samn­inga stjórna ekki launa­myndun í land­inu. Minni­hluti launa­fólks á almennum vinnu­mark­aði, sá lægst laun­aði, tekur kjör sín eftir þeim. Meiri­hlut­inn er á mark­aðs­launum sem samið er um á ein­stak­lings­grund­velli. Atvinnu­rek­endum er heim­ilt að end­ur­semja við sitt starfs­fólk um mark­aðs­laun umfram lág­marks­taxta, að virtum fyr­ir­vara.
  • Kjara­samn­ings­bundin taxta­laun, lág­marks­laun hinna verst laun­uðu, eru einu launin á almennum vinnu­mark­aði sem ekki er hægt að end­ur­semja um á þennan hátt. Þetta eru þau laun sem fram­kvæmda­stjóri SA krefst nú sér­stakra árása á og kennir um að séu valdur að atvinnu­leysi. Það er mjög vill­andi kenn­ing.
  • Hæstu lág­marks­laun í kjara­samn­ingi Efl­ingar og SA eru nú 341.680 krónur á mán­uði en það eru grunn­laun í dag­vinnu fyrir hóp­bif­reiða­stjóra með 5 ára starfs­ald­ur. Þau laun munu hækka um 24 þús­und þann 1. jan­úar 2021, fyrir skatt, og nemur hækk­unin um 7 pró­sent. Margir hóp­ferða­bíl­stjórar eru nú atvinnu­laus­ir. Þeir fá ekki vinnu þó launa­taxti þeirra verði fryst­ur, heldur með end­ur­komu ferða­fólks til lands­ins.
  • Langstærstur meiri­hluta íslenskra fyr­ir­tækja er í blóm­legum rekstri, og þau sem eru í vanda hafa notið ríf­legrar aðstoðar úr rík­is­kass­anum einmitt til að geta staðið undir launa­greiðsl­um. Sum fyr­ir­tæki tengd ferða­þjón­ustu eru vissu­lega í alvar­legum vanda og hafa jafn­vel hætt rekstri, en gjald­þrota fyr­ir­tæki ráða þó ekki fólk í vinnu.
  • Í sínu eigin kynn­ing­ar­efni hafa Sam­tök atvinnu­lífs­ins bent á að sparn­aður heim­ila hafi auk­ist á síð­ustu mán­uð­um. SA halda því fram að þetta sé til marks um „tak­mörkuð tæki­færi til neyslu“ en í þeim orðum birt­ist algjör veru­leikafirr­ing SA gagn­vart lífs­kjörum lág­launa­fólks. Fólk með 341.680 krónur í grunn­laun á mán­uði sparar ekki; það eyðir hverri krónu í nauð­synjar sama þótt þau laun hækki um 7 pró­sent milli ára. Sú hækkun mun í til­viki lág­launa­fólks leiða beint til auk­innar neyslu, ekki sparn­að­ar, og verða inn­an­lands­hag­kerf­inu dýr­mæt örv­un. Þetta hefur Efl­ing hefur marg­ít­rekað bent á, sjá t.d. nýlega skýrslu „Leið Efl­ingar út úr krepp­unn­i.“
  • Þeir sem fylla nú banka­reikn­inga sína af sparn­aði er stór­eigna- og hálauna­fólk af þeirri sömu stétt for­rétt­inda­fólks og fer með völd í SA. Fram­kvæmda­stjóra SA væri nær að biðla til þess­ara stétt­bræðra sinna um að fjár­festa meira í atvinnu­þróun eða auka neyslu í stað þess að vega að verka­fólki með laun undir opin­berum fram­færslu­við­mið­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent