„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks

Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

„Enn og aftur bera Sam­tök atvinnu­lífs­ins á borð þá firru að lausnin á kór­óna­veiru­krepp­unni sé að skerða kjör lág­launa­fólks.“ Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Efl­ingu í dag.

Til­efni til­kynn­ing­ar­innar eru orð Hall­dórs Benja­míns Þor­bergs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA), í umræðu­þætt­inum Víg­línan síð­ast­lið­inn sunnu­dag. Þar tal­aði hann meðal ann­ars um núgild­andi kjara­samn­inga og „óheilla­þró­un“ á vinnu­mark­aði en hann telur þær launa­hækk­anir sem framundan eru ekki heilla­væn­leg­ar. 

Hall­dór Benja­mín sagði að SA hefði í tvígang reynt að fá verka­lýðs­hreyf­ing­una til að gera breyt­ingar á kjara­samn­ingi til þess að tryggja það að við sæjum ekki „þessar skelfi­legu atvinnu­leysis­tölur sem við höfum séð. Ég hef fall­ist á það að við látum þessar launa­hækk­anir koma til fram­kvæmda en ég segi hér og mun segja víð­ar: Ég mun halda til haga hverjar afleið­ingar þess­arar ákvörð­unar eru. Þetta er röng ákvörðun að mínu mati en ég tel að Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að afstýra því stór­slysi sem er framundan á íslenskum vinnu­mark­að­i.“

Auglýsing

Í til­kynn­ingu Efl­ingar vill stétt­ar­fé­lagið koma eft­ir­far­andi á fram­færi:

  • Lág­marks­taxtar kjara­samn­inga stjórna ekki launa­myndun í land­inu. Minni­hluti launa­fólks á almennum vinnu­mark­aði, sá lægst laun­aði, tekur kjör sín eftir þeim. Meiri­hlut­inn er á mark­aðs­launum sem samið er um á ein­stak­lings­grund­velli. Atvinnu­rek­endum er heim­ilt að end­ur­semja við sitt starfs­fólk um mark­aðs­laun umfram lág­marks­taxta, að virtum fyr­ir­vara.
  • Kjara­samn­ings­bundin taxta­laun, lág­marks­laun hinna verst laun­uðu, eru einu launin á almennum vinnu­mark­aði sem ekki er hægt að end­ur­semja um á þennan hátt. Þetta eru þau laun sem fram­kvæmda­stjóri SA krefst nú sér­stakra árása á og kennir um að séu valdur að atvinnu­leysi. Það er mjög vill­andi kenn­ing.
  • Hæstu lág­marks­laun í kjara­samn­ingi Efl­ingar og SA eru nú 341.680 krónur á mán­uði en það eru grunn­laun í dag­vinnu fyrir hóp­bif­reiða­stjóra með 5 ára starfs­ald­ur. Þau laun munu hækka um 24 þús­und þann 1. jan­úar 2021, fyrir skatt, og nemur hækk­unin um 7 pró­sent. Margir hóp­ferða­bíl­stjórar eru nú atvinnu­laus­ir. Þeir fá ekki vinnu þó launa­taxti þeirra verði fryst­ur, heldur með end­ur­komu ferða­fólks til lands­ins.
  • Langstærstur meiri­hluta íslenskra fyr­ir­tækja er í blóm­legum rekstri, og þau sem eru í vanda hafa notið ríf­legrar aðstoðar úr rík­is­kass­anum einmitt til að geta staðið undir launa­greiðsl­um. Sum fyr­ir­tæki tengd ferða­þjón­ustu eru vissu­lega í alvar­legum vanda og hafa jafn­vel hætt rekstri, en gjald­þrota fyr­ir­tæki ráða þó ekki fólk í vinnu.
  • Í sínu eigin kynn­ing­ar­efni hafa Sam­tök atvinnu­lífs­ins bent á að sparn­aður heim­ila hafi auk­ist á síð­ustu mán­uð­um. SA halda því fram að þetta sé til marks um „tak­mörkuð tæki­færi til neyslu“ en í þeim orðum birt­ist algjör veru­leikafirr­ing SA gagn­vart lífs­kjörum lág­launa­fólks. Fólk með 341.680 krónur í grunn­laun á mán­uði sparar ekki; það eyðir hverri krónu í nauð­synjar sama þótt þau laun hækki um 7 pró­sent milli ára. Sú hækkun mun í til­viki lág­launa­fólks leiða beint til auk­innar neyslu, ekki sparn­að­ar, og verða inn­an­lands­hag­kerf­inu dýr­mæt örv­un. Þetta hefur Efl­ing hefur marg­ít­rekað bent á, sjá t.d. nýlega skýrslu „Leið Efl­ingar út úr krepp­unn­i.“
  • Þeir sem fylla nú banka­reikn­inga sína af sparn­aði er stór­eigna- og hálauna­fólk af þeirri sömu stétt for­rétt­inda­fólks og fer með völd í SA. Fram­kvæmda­stjóra SA væri nær að biðla til þess­ara stétt­bræðra sinna um að fjár­festa meira í atvinnu­þróun eða auka neyslu í stað þess að vega að verka­fólki með laun undir opin­berum fram­færslu­við­mið­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent