Borgarfulltrúi vill ráðningarbann hjá Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg ætlar að verja milljarði króna til að búa til ný störf fyrir fólk sem annars þyrfti fjárhagsaðstoð eða færi á atvinnuleysisbætur. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, vill ráðningarbann í borginni.

Hildur Björnsdóttir
Auglýsing

Hildur Björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks í Reykja­vík, vill að ráðn­ing­ar­bann verði sett á Reykja­vík­ur­borg til tveggja ára. Þetta kemur fram í grein sem hún skrifar í Morg­un­blaðið í dag. 

Þar segir hún að sam­kvæmt fjár­hags­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar fyrir árið 2021, sem birt var í fyrra­dag, sé gert ráð fyrir að fimmti hver vinn­andi borg­ar­búi verði borg­ar­starfs­maður og að starfs­fólki borg­ar­innar muni fjölga um 622 á tveggja ára tíma­bil­i. 

Hildur segir að sam­kvæmt fjölda­tölum Hag­stof­unnar séu nú 65.562 starf­andi ein­stak­lingar með lög­heim­ili í Reykja­vík. Þar af muni 12.250 starfa hjá Reykja­vík­ur­borg í árs­lok 2021. Það sé ósjálf­bært að ætla 19 pró­sent af vinn­andi fólki að verða laun­þegar hjá Reykja­vík­ur­borg. „Fjölgun opin­berra starfs­manna er rangt við­bragð við auknu atvinnu­leysi. Mik­il­væg­asta atvinnu­skap­andi aðgerðin verður alltaf sveigj­an­legra reglu­verk, lægri álögur og mynd­ar­legri stuðn­ingur við atvinnu­líf. Þannig sköpum við skil­yrði til verð­mæta­sköp­unar - verjum störf og sköpum tæki­færi til við­spyrn­u.“

Ætla að skapa störf fyrir þá sem færu ann­ars á bætur

Í fjár­hags­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar vegna árs­ins 2021 er gert ráð fyrir að A-hluti henn­ar, sá hluti rekst­urs­ins sem fjár­magn­aður er með skatt­tekj­um, verði rek­inn með 11,3 millj­arða króna halla á næsta ári. Tap á rekstri borg­ar­innar er áætlað 7,2 millj­arðar króna í ár og 2,9 millj­arðar króna árið 2022. Því er við­búið að A-hluti borg­ar­innar verði rek­inn í 21,4 millj­arða króna tapi á þriggja ára tíma­bili. Til sam­an­burðar skil­aði A-hlut­inn 13,7 millj­arð króna hagn­aði frá byrjun árs 2016 og út síð­asta ár. 

COVID-19 spilar þar vit­an­lega stærsta hlut­verkið enda spáð mesta sam­drætti á Íslandi í heila öld á yfir­stand­andi ári. Áætlað tekju­fall borg­ar­innar vegna far­ald­urs­ins er 12,5 millj­arðar króna í ár. Áætl­anir borg­ar­innar gera ráð fyrir að tekju­stofnar hennar verði áfram veikir á næstu tveimur árum og að útsvars­tekjur nái ekki fyrri styrk fyrr en á árinu 2025. 

Auglýsing
Til að bregð­ast við þeirri stöðu sem er uppi ætlar borgin að ráð­ast í umfangs­mikla við­spyrnu­á­ætlun sem felur í sér að heild­ar­fjár­fest­ing sam­stæðu henn­ar, A- og B-hluta, á næstu þremur árum verður 175 millj­örðum króna. 

Í til­kynn­ingu frá borg­inni vegna fram­lagn­ingu áætl­un­ar­innar var haft eftir Degi B. Egg­erts­syni borg­ar­stjóra að efna­hags­sam­drætti og tekju­falli yrði mætt með lán­tökum en borgin myndi nýta styrk sinn og vaxa út úr sam­drætt­inum á nokkrum árum. „Við leggjum fram sókn­ar­á­ætlun til skamm­tíma og ábyrga græna sýn um sjálf­bærni á öllum sviðum til lengri tíma. Græna planið er efna­hags­leg, umhverf­is­leg og sam­fé­lags­leg sókn­ar­á­ætlun út úr kór­ónu­veiru­krepp­unni og þannig getum við bæði staðið vörð um störf­in, skapað ný störf og búið til sam­fé­lag þar sem allir geta verið virkir þátt­tak­end­ur.“

Þau störf sem á að skapa eru ætluð fyrir fólk sem ann­ars færi á fjár­hags­að­stoð eða atvinnu­leys­is­bæt­ur. Millj­arði króna verður varið í að búa til ný störf fyrir atvinnu­lausa, stuðn­ings­úr­ræði og virkni fyrir fólk á fjár­hags­að­stoð á næsta ári. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent