Borgarfulltrúi vill ráðningarbann hjá Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg ætlar að verja milljarði króna til að búa til ný störf fyrir fólk sem annars þyrfti fjárhagsaðstoð eða færi á atvinnuleysisbætur. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, vill ráðningarbann í borginni.

Hildur Björnsdóttir
Auglýsing

Hildur Björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks í Reykja­vík, vill að ráðn­ing­ar­bann verði sett á Reykja­vík­ur­borg til tveggja ára. Þetta kemur fram í grein sem hún skrifar í Morg­un­blaðið í dag. 

Þar segir hún að sam­kvæmt fjár­hags­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar fyrir árið 2021, sem birt var í fyrra­dag, sé gert ráð fyrir að fimmti hver vinn­andi borg­ar­búi verði borg­ar­starfs­maður og að starfs­fólki borg­ar­innar muni fjölga um 622 á tveggja ára tíma­bil­i. 

Hildur segir að sam­kvæmt fjölda­tölum Hag­stof­unnar séu nú 65.562 starf­andi ein­stak­lingar með lög­heim­ili í Reykja­vík. Þar af muni 12.250 starfa hjá Reykja­vík­ur­borg í árs­lok 2021. Það sé ósjálf­bært að ætla 19 pró­sent af vinn­andi fólki að verða laun­þegar hjá Reykja­vík­ur­borg. „Fjölgun opin­berra starfs­manna er rangt við­bragð við auknu atvinnu­leysi. Mik­il­væg­asta atvinnu­skap­andi aðgerðin verður alltaf sveigj­an­legra reglu­verk, lægri álögur og mynd­ar­legri stuðn­ingur við atvinnu­líf. Þannig sköpum við skil­yrði til verð­mæta­sköp­unar - verjum störf og sköpum tæki­færi til við­spyrn­u.“

Ætla að skapa störf fyrir þá sem færu ann­ars á bætur

Í fjár­hags­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar vegna árs­ins 2021 er gert ráð fyrir að A-hluti henn­ar, sá hluti rekst­urs­ins sem fjár­magn­aður er með skatt­tekj­um, verði rek­inn með 11,3 millj­arða króna halla á næsta ári. Tap á rekstri borg­ar­innar er áætlað 7,2 millj­arðar króna í ár og 2,9 millj­arðar króna árið 2022. Því er við­búið að A-hluti borg­ar­innar verði rek­inn í 21,4 millj­arða króna tapi á þriggja ára tíma­bili. Til sam­an­burðar skil­aði A-hlut­inn 13,7 millj­arð króna hagn­aði frá byrjun árs 2016 og út síð­asta ár. 

COVID-19 spilar þar vit­an­lega stærsta hlut­verkið enda spáð mesta sam­drætti á Íslandi í heila öld á yfir­stand­andi ári. Áætlað tekju­fall borg­ar­innar vegna far­ald­urs­ins er 12,5 millj­arðar króna í ár. Áætl­anir borg­ar­innar gera ráð fyrir að tekju­stofnar hennar verði áfram veikir á næstu tveimur árum og að útsvars­tekjur nái ekki fyrri styrk fyrr en á árinu 2025. 

Auglýsing
Til að bregð­ast við þeirri stöðu sem er uppi ætlar borgin að ráð­ast í umfangs­mikla við­spyrnu­á­ætlun sem felur í sér að heild­ar­fjár­fest­ing sam­stæðu henn­ar, A- og B-hluta, á næstu þremur árum verður 175 millj­örðum króna. 

Í til­kynn­ingu frá borg­inni vegna fram­lagn­ingu áætl­un­ar­innar var haft eftir Degi B. Egg­erts­syni borg­ar­stjóra að efna­hags­sam­drætti og tekju­falli yrði mætt með lán­tökum en borgin myndi nýta styrk sinn og vaxa út úr sam­drætt­inum á nokkrum árum. „Við leggjum fram sókn­ar­á­ætlun til skamm­tíma og ábyrga græna sýn um sjálf­bærni á öllum sviðum til lengri tíma. Græna planið er efna­hags­leg, umhverf­is­leg og sam­fé­lags­leg sókn­ar­á­ætlun út úr kór­ónu­veiru­krepp­unni og þannig getum við bæði staðið vörð um störf­in, skapað ný störf og búið til sam­fé­lag þar sem allir geta verið virkir þátt­tak­end­ur.“

Þau störf sem á að skapa eru ætluð fyrir fólk sem ann­ars færi á fjár­hags­að­stoð eða atvinnu­leys­is­bæt­ur. Millj­arði króna verður varið í að búa til ný störf fyrir atvinnu­lausa, stuðn­ings­úr­ræði og virkni fyrir fólk á fjár­hags­að­stoð á næsta ári. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent