Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga

Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.

Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Auglýsing

Íslenskir fæð­inga- og kven­sjúk­dóma­læknar vilja að verð­andi mæður hafi rétt til þess að fara í orlof eftir 36 vikur með­göngu án þess að rétt­indi þeirra til frek­ari orlofstöku eftir fæð­ingu skerð­ist. Þetta kemur fram í umsögn Fé­lags íslenskra fæð­inga- og kven­sjúk­dóma­lækna (FíFK) til Alþingis um end­ur­skoðun um á lögum og fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof.

„Það er mikið álag á konur á seinni hluta með­göngu jafn­vel þó þær séu í eðli­legri með­göng­u án lækn­is­fræði­lega sjúk­dóma eða fylgi­kvilla. Því er mjög algengt að þær leiti til­ ­mæðra­verndar og lækna til að fá veik­inda­vott­orð vegna algengra fylgi­kvilla með­göng­unn­ar,“ segir í umsögn lækna­fé­lags­ins, sem sendi sam­hljóða umsögn inn í sam­ráðs­gátt stjórn­valda þegar frum­varpið var lagt þar fram í haust.

Engu var þó bætt við í fram­lögðu frum­varpi félags- og barna­mála­ráð­herra hvað þetta varðar og er umsögn lækn­anna því lögð fram óbreytt.

Ekki skylda að hætta að vinna

Félagið segir að það sé „mik­il­vægt fyrir heilsu barns­haf­andi kvenna og rétt­læt­is­mál að þær hafi rétt til að fara í orlof strax við 36 vikur án þess að rétt­indi skerð­ist eftir fæð­ingu“ og nefnir að á þennan hátt yrðu konur ekki eins þreyttar og gætu betur tek­ist á við fæð­ing­una og umönnun barns­ins eftir fæð­ingu.

Auglýsing

„Or­lofið yrði ekki skylda heldur gætu sumar konur ákveðið að halda áfram í vinnu. Þetta gæti orðið til þess að sumar konur reyndu að halda áfram í vinnu lengur en ann­ars væri ef vissu að þær færu í orlof við 36 vik­ur,“ segir í umsögn­inni.

Konur í lág­launa­störfum eigi erf­ið­ara með að fara í leyfi

Lækn­arnir segja að í núver­andi kerfi eigi konur mjög mis­mun­andi auð­velt með að fara í veik­inda­leyfi undir lok með­göngu. „Veik­inda­rétt­indi er mis­mun­andi og sér­lega er talið að konur af erlendu upp­runa í lág­launa­störfum eigi erfitt með að fara í veik­inda­leyfi. Með þessum breyt­ingum myndi jafn­ast aðstaða kvenna síð­ast á með­göng­unni. Jafn­framt yrði auð­veld­ara fyrir atvinnu­rek­endur að skipu­leggja afleys­ingu fyrir þung­aða kon­u,“ segir í umsögn­inni.

Ísland ætti að veita þennan rétt eins og Nor­egur og Dan­mörk

Í umsögn FíFK er bent á að í Nor­egi og Dan­mörku séu svipuð ákvæði um rétt kvenna til að hætta vinnu við 36 vikna með­göngu. „Við teljum að íslenskar konur eigi ekki síður en kyn­systur þeirra á norð­ur­lönd­unum að hafa rétt á að hætta vinnu við 36 vik­ur,“ segja lækn­arn­ir, sem víkja einnig að því í umsögn sinni að ef þessi breyt­ing yrði gerð myndi álag á lækna og ljós­mæður minn­ka, en þar er átt við að í dag séu læknar að sinna kvört­unum frá og vott­orða­skrifum fyrir konur sem hafi eðli­leg ein­kenni með­göngu.

Starfs­hópur Svan­dísar um fæð­ing­ar­þjón­ustu á sömu skoðun

For­maður félags­ins, Alex­ander K. Smára­son, skrifar undir umsögn­ina. Hann nefnir í nið­ur­lagi hennar að hann hafi starfað í þver­fag­legum starfs­hópi Svan­dísar Svav­ars­dóttur um stefnu­mótun í barn­eign­ar­þjón­ustu, sem skip­aður var í lok árs 2019.

Alex­ander skrifar að það hafi verið sam­eig­in­legt mat allra í starfs­hópnum að stefna ætti að því að konur á Íslandi hafi rétt til að fara í með­göngu­or­lof eða fæð­ing­ar­or­lof frá 36 vikum án þess að það skerti orlof eftir fæð­ingu og að þetta álit myndi koma fram í vænt­an­legri skýrslu hóps­ins til heil­brigð­is­ráð­herra.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent