Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga

Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.

Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Auglýsing

Íslenskir fæð­inga- og kven­sjúk­dóma­læknar vilja að verð­andi mæður hafi rétt til þess að fara í orlof eftir 36 vikur með­göngu án þess að rétt­indi þeirra til frek­ari orlofstöku eftir fæð­ingu skerð­ist. Þetta kemur fram í umsögn Fé­lags íslenskra fæð­inga- og kven­sjúk­dóma­lækna (FíFK) til Alþingis um end­ur­skoðun um á lögum og fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof.

„Það er mikið álag á konur á seinni hluta með­göngu jafn­vel þó þær séu í eðli­legri með­göng­u án lækn­is­fræði­lega sjúk­dóma eða fylgi­kvilla. Því er mjög algengt að þær leiti til­ ­mæðra­verndar og lækna til að fá veik­inda­vott­orð vegna algengra fylgi­kvilla með­göng­unn­ar,“ segir í umsögn lækna­fé­lags­ins, sem sendi sam­hljóða umsögn inn í sam­ráðs­gátt stjórn­valda þegar frum­varpið var lagt þar fram í haust.

Engu var þó bætt við í fram­lögðu frum­varpi félags- og barna­mála­ráð­herra hvað þetta varðar og er umsögn lækn­anna því lögð fram óbreytt.

Ekki skylda að hætta að vinna

Félagið segir að það sé „mik­il­vægt fyrir heilsu barns­haf­andi kvenna og rétt­læt­is­mál að þær hafi rétt til að fara í orlof strax við 36 vikur án þess að rétt­indi skerð­ist eftir fæð­ingu“ og nefnir að á þennan hátt yrðu konur ekki eins þreyttar og gætu betur tek­ist á við fæð­ing­una og umönnun barns­ins eftir fæð­ingu.

Auglýsing

„Or­lofið yrði ekki skylda heldur gætu sumar konur ákveðið að halda áfram í vinnu. Þetta gæti orðið til þess að sumar konur reyndu að halda áfram í vinnu lengur en ann­ars væri ef vissu að þær færu í orlof við 36 vik­ur,“ segir í umsögn­inni.

Konur í lág­launa­störfum eigi erf­ið­ara með að fara í leyfi

Lækn­arnir segja að í núver­andi kerfi eigi konur mjög mis­mun­andi auð­velt með að fara í veik­inda­leyfi undir lok með­göngu. „Veik­inda­rétt­indi er mis­mun­andi og sér­lega er talið að konur af erlendu upp­runa í lág­launa­störfum eigi erfitt með að fara í veik­inda­leyfi. Með þessum breyt­ingum myndi jafn­ast aðstaða kvenna síð­ast á með­göng­unni. Jafn­framt yrði auð­veld­ara fyrir atvinnu­rek­endur að skipu­leggja afleys­ingu fyrir þung­aða kon­u,“ segir í umsögn­inni.

Ísland ætti að veita þennan rétt eins og Nor­egur og Dan­mörk

Í umsögn FíFK er bent á að í Nor­egi og Dan­mörku séu svipuð ákvæði um rétt kvenna til að hætta vinnu við 36 vikna með­göngu. „Við teljum að íslenskar konur eigi ekki síður en kyn­systur þeirra á norð­ur­lönd­unum að hafa rétt á að hætta vinnu við 36 vik­ur,“ segja lækn­arn­ir, sem víkja einnig að því í umsögn sinni að ef þessi breyt­ing yrði gerð myndi álag á lækna og ljós­mæður minn­ka, en þar er átt við að í dag séu læknar að sinna kvört­unum frá og vott­orða­skrifum fyrir konur sem hafi eðli­leg ein­kenni með­göngu.

Starfs­hópur Svan­dísar um fæð­ing­ar­þjón­ustu á sömu skoðun

For­maður félags­ins, Alex­ander K. Smára­son, skrifar undir umsögn­ina. Hann nefnir í nið­ur­lagi hennar að hann hafi starfað í þver­fag­legum starfs­hópi Svan­dísar Svav­ars­dóttur um stefnu­mótun í barn­eign­ar­þjón­ustu, sem skip­aður var í lok árs 2019.

Alex­ander skrifar að það hafi verið sam­eig­in­legt mat allra í starfs­hópnum að stefna ætti að því að konur á Íslandi hafi rétt til að fara í með­göngu­or­lof eða fæð­ing­ar­or­lof frá 36 vikum án þess að það skerti orlof eftir fæð­ingu og að þetta álit myndi koma fram í vænt­an­legri skýrslu hóps­ins til heil­brigð­is­ráð­herra.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið reiknar með að fá 75 milljarða fyrir helming af eigninni í Íslandsbanka á næsta ári
Sá hlutur sem ríkið seldi í Íslandsbanka í sumar hefur hækkað um rúmlega 31 milljarð króna í virði á nokkrum mánuðum. Reiknað er með að ríkissjóður fái 75 milljarða fyrir helming útistandandi hlutar síns í bankanum næsta sumar. Restin verður seld 2023.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent