Munu bólusetningavegabréf færa ferðalög til fyrra horfs?

Flugfélög eru þegar farin að prófa smáforrit sem geyma upplýsingar farþega um bólusetningar og sýnatökur. Þó að bólusetning gegn COVID-19 verði ekki skylda er ljóst að ýmsir þjónustuaðilar gætu krafið viðskiptavini um ónæmisvottorð.

Bólusetning gegn COVID-19 er að hefjast víða um heim um þessar mundir. Enn er ekki vitað hversu lengi vörnin gegn veirunni endist.
Bólusetning gegn COVID-19 er að hefjast víða um heim um þessar mundir. Enn er ekki vitað hversu lengi vörnin gegn veirunni endist.
Auglýsing

Stjórn­völd í Ísr­ael eru þau fyrstu í heim­inum til að ákveða að gefa út „græn vega­bréf“ til þeirra borg­ara lands­ins sem farið hafa í bólu­setn­ingu gegn COVID-19. Vega­bréfið greiðir hand­höfum leið fram hjá ýmsum hindr­unum sem settar hafa verið á í far­aldr­in­um. Þannig þurfa þeir sem það fá ekki að fara í ein­angrun eða sótt­kví eftir að hafa orðið útsettir fyrir veirunni vegna nálægðar við sýkta mann­eskju og einnig munu þeir geta sótt veit­inga­hús og menn­ing­ar­við­burði, að því er heil­brigð­is­ráð­herra lands­ins hefur sagt.Fólk mun fá græna vega­bréfið tveimur vikum eftir að það hefur fengið síð­ari sprautu bólu­efn­is­ins.Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herr­ann Yuli Edel­stein segir munu þeir sem fá vega­bréfið ekki þurfa að fara í sýna­töku áður en lagt er í ferða­lag til útlanda.

AuglýsingAllt frá upp­hafi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hafa fjöl­margir aðilar jafnt úr heil­brigð­is­stétt sem ferða­þjón­ust­unni, bent á að bólu­setn­ing sé leiðin út úr þreng­ing­un­um. Bólu­efni hafa svo verið þróuð á met­tíma og bólu­setn­ing er þegar hafin í nokkrum lönd­um, m.a. meðal ákveð­inna hópa í Bret­landi. Á næstu viku – jafn­vel dögum – hefst svo bólu­setn­ing í mörgum til við­bót­ar. Enn er beðið leyfis Lyfja­stofn­unar Evr­ópu svo að heim­ilt verði að bólu­setja íbúa innan EES-landa, þar á meðal Íslands.En hvaða þýð­ingu mun bólu­setn­ing hafa fyrir utan hið aug­ljósa – að verja þann sem hana fær fyrir sjúk­dómnum COVID-19 sem kór­ónu­veiran veld­ur?Tveir óvissu­þættir varð­andi bólu­efnin eru helsta hindr­unin í vegi fyrir því að heil­brigð­is­yf­ir­völd víða, sem og Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­in, eru hik­andi við að gefa án fyr­ir­vara, út sér­stök vega­bréf eða skír­teini til þeirra sem fá bólu­setn­ingu gegn COVID-19 á næstu mán­uð­um. Í fyrsta lagi er ekki vitað hversu lengi vörn bólu­efn­anna gegn sjúk­dómnum virkar og í öðru lagi er enn ekki vitað hvort að sá sem hefur verið bólu­settur og myndað mótefni getur borið veiruna með sér og sýkt aðra – þó að hann sjálfur fái engin ein­kenni COVID-19. Fleiri óvissu­þættir eru vissu­lega til stað­ar. Einn þeirra er tregða fólks til að láta bólu­setja sig yfir höf­uð. Þó að Íslend­ingar séu mjög jákvæðir í garð bólu­setn­ingar gegn COVID-19 er sömu sögu ekki að segja í mörgum öðrum ríkj­um. Þetta spilar svo aftur saman með þeirri óvissu sem fylgir því hvort að bólu­settur ein­stak­lingur getur enn smitað aðra.Stjórn­völd víð­ast hvar í heim­inum sem og Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin vilja ekki gera bólu­setn­ingu gegn COVID-19 að skyldu. Sú ákvörðun á að hvíla hjá ein­stak­lingn­um. Engu að síður er hvatt til þess að sem flestir láti bólu­setja sig svo að hið umtal­aða hjarð­ó­næmi sam­fé­lags, hóps eða heilu þjóð­anna náist.Það sem hins vegar gæti gerst og er þegar farið að ger­ast er að fyr­ir­tæki, t.d. flug­fé­lög, krefj­ist þess að við­skipta­vinir fram­vísi vott­orði til marks um að þeir séu annað hvort bólu­settir eða hafi fengið COVID-19 og séu því ónæmir fyrir veirunni.

Bólu­setn­inga­skír­teini ekki ný af nál­inniÍ almennri umræðu eru vott­orð þessi oft kölluð bólu­setn­ing­ar­vega­bréf. Vottun á ákveðnum bólu­setn­ingum er vissu­lega ekki ný af nál­inni. Til að ferð­ast til ýmissa landa, m.a. Afr­íku­ríkja þar sem hita­belt­is­sjúk­dómar eru land­lægir, þurfa ferða­langar að geta fram­vísað bólu­setn­ing­ar­skír­tein­um. En þegar verið er að bólu­setja við þekktum sjúk­dómum á borð við gulu­sótt og tauga­veiki er vitað hversu lengi vörnin end­ist. Og þar stendur einn stærsti hníf­ur­inn í kúnni þegar bólu­efni gegn COVID-19 er ann­ars vegar eins og að undan var rak­ið.Engu að síður hafa fréttir af komu bólu­efnis vakið vænt­ingar og vonir um að fleira muni fylgja en aðeins vörn gegn veirunni. Að bólu­setn­ingu muni fylgja þau for­rétt­indi – sem áður þóttu sjálf­sögð – að geta ferð­ast um heim­inn og verið meðal fólks hvar og hvenær sem er.

Bóluefni Pfizer er þegar í framleiðslu og um 10 þúsund skammtar af því munu koma til Íslands fljótlega. Mynd: EPAAtvinnu­lífið er auð­vitað mjög áfram um að slíkt gagn hljót­ist einnig af bólu­setn­ing­un­um. Að fólk fari einmitt að ferðast, að hjól ferða­þjón­ust­unnar um víða ver­öld  fari að snú­ast af krafti á ný.Þó að almenn bólu­setn­ing sé ekki enn hafin í Banda­ríkj­un­um, svo dæmi sé tek­ið, eru tvö smá­forrit  sem votta eiga ónæmi fólks gegn kór­ónu­veirunni, komin til sög­unn­ar. Próf­anir á öðru eru þegar hafnar og hitt er handan við horn­ið. Nokkur banda­rísk flug­fé­lög hafa þegar ákveðið að prófa þau, bæði í inn­an­lands­flugi og milli­landa­flugi.Annað þeirra kall­ast Comm­on­Pass og hefur verið prófað frá því í októ­ber hjá flug­fé­lög­unum United Air­lines og Cat­hay Pacific milli New York og London, Singapúr og Hong Kong. Í ein­földu máli þá birt­ist strik­a­merki í snjall­tæki fólks sem fyr­ir­tæki geta skannað til að fá stað­fest­ingu á að við­kom­andi hafi fengið bólu­setn­ingu.

For­gangs­málAlþjóða­sam­band flug­fé­laga, IATA, er einnig að þróa app í sama til­gangi. Í app­inu verður hægt að nálg­ast ýmsar heilsu­fars­upp­lýs­ing­ar, s.s. um sýna­tökur og bólu­setn­ing­ar.„Helsta for­gangs­málið er að fá fólk til að ferð­ast með öruggum hætti á ný,“ sagði í til­kynn­ingu frá IATA vegna máls­ins. Aðal­at­riðið er að ferða­langar geti fram­vísað vott­orði um ónæmi svo að þeir þurfi ekki að fara í sótt­kví eða ein­angrun í þeim löndum sem þeir ferð­ast til eða eftir að hafa heim­sótt ákveðin lönd.En ýmsir sér­fræð­ingar hafa bent á að bólu­setn­ing­ar­vega­bréf séu ekki „ónæmis vega­bréf, þ.e. vegna þess að ekki er vitað hversu lengi vörn bólu­efn­is­ins gegn veirunni var­ir, sé aðeins hægt að votta ónæmi fólks til skamms tíma.

Aftur til fram­tíðarFlestir þrá þá ver­öld sem var að geta farið um frjálsir ferða sinna án grímu og án þess að þurfa að halda tveggja metra fjar­lægð frá næsta manni. Bólu­setn­ing­ar­vott­orð myndu ekki aðeins gagn­ast flug­fé­lögum heldur líka veit­inga­stöð­um, börum og í hvers konar menn­ing­ar­starf­semi. En þá þarf vissan að vera fyrir hendi. Vissan um að sá sem fram­vísar slíku vott­orði sé ónæmur og einnig að hann geti ekki smitað aðra. Fari fyr­ir­tæki og þjón­ustu­að­ilar þá leið að krefj­ast vott­orðs um bólu­setn­ingu vakna svo einnig sið­ferð­is­legar spurn­ing­ar: Á að skipta fólki í hópa eftir því hvort það hefur fengið bólu­setn­ingu eða ekki? Á að veita þeim sem fá slíka bólu­setn­ingu, hafa t.d. aðgang að bólu­efni, ákveðin for­rétt­indi umfram aðra?Nad­him Zahawi, yfir­maður bólu­setn­inga hjá breskum stjórn­völd­um, segir að mögu­lega muni bar­ir, veit­inga­hús og þeir sem fyrir menn­ing­ar­starf­semi standa, byrja að biðja við­skipta­vini um sönnun þess að þeir hafi verið bólu­settir gegn COVID-19. Hins vegar hafa bresk stjórn­völd ekki uppi neinar áætl­anir á þessum tíma­punkti um að gefa út sér­stök bólu­setn­ing­ar­vega­bréf.

Bólusetning er þegar hafin í Bretlandi meðal forgangshópa. Mynd: EPA Alan Joyce, for­stjóri ástr­alska flug­fé­lags­ins Qantas Airways seg­ist eiga von á því að félagið muni biðja flug­far­þega um að sýna fram á bólu­setn­ingu í milli­landa­flug­i.  Þá hafa áströlsk stjórn­völd sagt að svo geti farið að þau biðji ferða­menn um að sýna vott­orð um bólu­setn­ingu við kom­una til lands­ins.Vott­orð heil­brigð­is­yf­ir­valda í ýmsum löndum sem gefin eru fólki sem fengið hefur COVID-19 og þar með myndað mótefni gegn veirunni, eru í dag ekki tekin gild alþjóð­lega og meira að segja veita þau hand­höfum oft engar sér­stakar und­an­þágur frá tak­mörk­unum á sam­komum og fjar­lægð­ar­mörkum svo dæmi séu tek­in.Í grein í nýlegu hefti vís­inda­blaðs­ins Lancet er talað fyrir ónæm­is­vott­orðum eða vega­bréfum og rík­is­stjórnir heims­ins hvattar til þess að taka upp ein­hvers konar kerfi á alþjóða­vísu hvað þetta varð­ar.„Einu rökin fyrir því að beita rík­is­valdi sem tak­marka frelsi fólks er þegar hætta er á að öðrum stafi hætta af því,“ segir Julian Savu­lescu, yfir­maður sið­fræði­stofn­unar Oxfor­d-há­skóla, sem er einn af höf­undum grein­ar­inn­ar. „Þegar hættan af því að fólk ógni heilsu ann­arra ætti ekki að hefta frelsi þess.“Nicole Hassoun, pró­fessor í heim­speki við Bing­hamton-há­skóla í New York-­ríki vill fara var­legar og seg­ir: „Það eru ekki nægar sann­anir enn fyrir hendi til að full­yrða að ónæm­is­vega­bréf séu góð hug­mynd.“Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) hefur varað við útgáfu ónæm­is­vott­orða. Það gerði hún þegar í apríl og hefur ítrekað þau skila­boð síð­ustu vikur þó að nokk­urs mis­ræmis gæti í mál­flutn­ingi starfs­manna henn­ar. Frá því í haust hefur WHO verið að fylgj­ast með og taka þátt í þróun raf­rænna bólu­efn­is­vott­orða í Eist­landi. Verk­efn­is­stjóri hjá WHO sagði nýverið að stofn­unin væri að fylgj­ast náið með tækni­þróun á þessu sviði og hvernig nýta mætti raf­ræn heil­brigð­is­vott­orð meðal aðild­ar­ríkja stofn­un­ar­inn­ar. Á sama tíma ítrek­aði svo annar starfs­maður að WHO mælti ekki með útgáfu ónæm­is­vott­orða. Að var­úð­ar­orð sem gefin voru út í apríl í þessum efnum stæðu enn.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar