„Við erum einfaldlega að tala um réttlæti“

Þingmaður Viðreisnar skorar á dómsmálaráðherra og ríkisstjórnina að stytta málsmeðferðartíma í dómsmálum. Hún bendir á að það sé stórt skref að stíga fram og leggja fram kæru í kynferðisbrotamálum – og að biðin eftir málalokum sé þungbær og kvíðavaldandi.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

„Öll þekkjum við þann veru­leika að lágt hlut­fall kyn­ferð­is­brota­mála ratar fyrir dóm. Að það er stórt skref að stíga fram og leggja fram kæru. Að biðin eftir mála­lokum er þung­bær og kvíða­vald­andi. Og þá má þetta ekki bara að ger­ast að svona fari.“

Þetta sagði Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þing­maður Við­reisn­ar, undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag.

Hún skorar á dóms­mála­ráð­herra og rík­is­stjórn­ina að gera bet­ur. „Ekki af því að við séum endi­lega að tala fyrir harðri refsipóli­tík, heldur vegna þess að við erum ein­fald­lega að tala um rétt­læti. Málið snýst um rétt­læt­i.“

Auglýsing

Þor­björg Sig­ríður sagði að því miður væru dómar í kyn­ferð­is­brota­málum reglu­lega mild­aðir vegna þess að máls­með­ferð­ar­tími hefði þótt of lang­ur. Í ein­hverjum til­vikum hefði máls­með­ferð­ar­tími orðið til þess að dómar fyrir þessi alvar­legu brot væru alfarið skil­orðs­bundn­ir.

Gagn­rýnin bein­ist að stjórn­völdum

„Við ræðum mikið um inn­viði hér í þessum sal. Og mig langar til að ræða inn­viði. Og rétt­læti. Lög­gæsla, ákæru­vald og dóm­stólar eru grunn­stoðir og mik­il­vægir inn­við­ir, þessar stofn­anir sem almenn­ingur hefur til að leita réttar síns. Það eru þess vegna hags­munir okkar allra að þessar stofn­anir séu bæði fag­legar og skjót­virkar,“ sagði hún.

Gagn­rýni hennar beind­ist ekki að dóm­stólum eða ákæru­valdi. „Dóm­stólar dæma út frá þeirri reglu að verði máls­með­ferð óhóf­lega löng af ástæðum sem sak­born­ingi er ekki um kennt, þá geti það haft áhrif á refs­ingu. Þannig eru leik­regl­urn­ar. Ákæru­valdið býr við þær aðstæður að mála­fjöldi eykst ár frá ári en það sama gildir um ekki um fjölda starfs­manna. Nú liggur til dæmis fyrir að málum hjá ákæru­vald­inu fjölg­aði um 40 pró­sent á síð­asta ári. Þess vegna þarf að styrkja þessa inn­viði með fleiri starfs­kröft­um. Mér sýn­ist hins vegar sem ekki sé gert ráð fyrir neinni sér­stakri aukn­ingu hér.

Gagn­rýni mín bein­ist að stjórn­völdum sem gera ekki betur gagn­vart brota­þolum en þetta,“ sagði hún.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent