Matís og Síldarvinnslan fengu um 30 prósent styrkja úr Matvælasjóði

Verkefni sem Síldarvinnslan, sem átti um 46 milljarða króna í eigin fé um síðustu áramót, kemur að með beinum eða óbeinum hætti fengu 13,2 prósent þess fjármagns sem Matvælasjóður úthlutaði. Matís, opinbert hlutafélag, fékk yfir 100 milljónir króna.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar Matvælasjóðs.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar Matvælasjóðs.
Auglýsing

Síldarvinnslan fékk 16 milljón króna styrk úr Matvælasjóði vegna verkefnis um nýtt þráarvarnarefni og stöðugleika makrílmjöls þegar úthlutað var í fyrsta sinn úr sjóðnum í vikunni. Hún fékk líka 22,6 milljónir króna úr sjóðnum vegna verkefnis um vinnslu próteins úr hliðarstraumum makríls og er á meðal samstarfsaðila Matís í verkefni um að vinna verðmæt efni úr hliðarstraumum þörungavinnslu sem fékk 24,9 milljónir króna úr Matvælasjóði. Samanlagt fengu því verkefni sem Síldarvinnslan kemur að 63,5 milljónir króna af þeim 480 milljónum króna sem sjóðurinn úthlutaði, eða 13,2 prósent þess fjár sem úthlutað var. 

Alls fengu sex verkefni yfir 20 milljón króna styrk. Til viðbótar við þau tvö sem talin er upp hér að ofan fékk Matís líka 22,5 milljónir króna vegna verkefnis sem snýr að hákarlaverkun og 22 milljónir króna vegna verkefnis sem snýst um streitu laxfiska. Matís, sem er opinbert hlutafélag sem heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðið, fékk alls 102,7 milljónir króna úr Matvælasjóði í fyrstu úthlutun hans, eða 21,4 prósent alls þess sem úthlutað var. 

Auglýsing
Þá fékk Saltverk 21 milljón króna í styrk vegna markaðssóknar á sjálfbæru sjávarsalti í Bandaríkjunum og hagsmunagæslusamtökin Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fengu 21 milljón króna styrk til að vinna að markaðssókn fyrir þorsk á Bretlandsmarkað. Á árinu 2019 fluttu íslensk sjávarútvegsfyrirtæki út 22.793 tonn af þroski til Bretlands, en það þýðir að rúmlega 17 prósent af öllum útfluttum þorski frá Íslandi fór inn á þann markað. 

Í stjórn Matvælasjóðs, sem ákveður hvert styrkirnir fara, situr meðal annars Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Auk hennar sitja í sjóðnum Gréta María Grétarsdóttir, sem er formaður sjóðsins, Karl Frímannsson og Gunnar Þorgeirsson, sem er tilnefndur af Bændasamtökum Íslands. 

Alls fengu 62 verkefni styrk í þessari fyrstu úthlutun sjóðsins, en alls bárust 266 umsóknir um styrki upp á samtals 2,7 milljarða króna.  

Umfangsmikill rekstur

Samanlagt fóru því 141,3 milljón króna, eða 29,4 prósent af öllu því fé sem úthlutað var til verkefna í fyrstu úthlutun Matvælasjóðs til opinbera hlutafélagsins Matís og Síldarvinnslunnar. 

Árlegar tekjur Matís, sem hefur þann tilgang að sinna rannsóknum og nýsköpun á sviði matvæla, koma frá þjónustusamningi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, frá erlendum sjóðum og fyrirtækjum, frá innlendum sjóðum og öðrum opinberum aðilum og innlendum fyrirtækjum. Alls seldi Matís þjónustu fyrir tæplega 1,7 milljarð króna í fyrra. Þar af komu 399,5 milljónir króna vegna áðurnefnds þjónustusamnings við ráðuneytið.

Á eigið fé upp á 46 milljarða 

Síld­ar­vinnslan ehf. átti eigið fé upp á 360,5 millj­ónir dala um síð­ustu ára­mót. Á með­al­gengi síð­asta árs gerir það 44 millj­arða króna en á gengi dags­ins í dag er eigið fé um 46 millj­arðar króna.  

Rekstrarhagnaður Síld­ar­vinnsl­unnar á síð­asta ári var tæplega átta millj­arðar króna á gengi dags­ins í dag og end­an­legur hagn­aður eftir skatta um fimm millj­arðar króna. Eigið féð var, líkt og áður sagði, um 45 millj­arðar króna. 

Síld­ar­vinnslan heldur beint á 5,2 pró­sent af öllum úthlut­uðum afla. Auk þess heldur Berg­ur-Hug­inn, sem er að öllu leyti í hennar eigu, nú á á um 2,7 pró­sent alls kvóta. Þá á Síld­­­ar­vinnslan 75,20 pró­­­sent hlut í Run­ólfi Hall­freðs­­­syni ehf., sem heldur á 0,62 pró­­­sent af úthlut­uðum kvóta.Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. Mynd: Síldarvinnslan

Stærsti ein­staki eig­andi Síld­ar­vinnsl­unnar er Sam­herji hf. með 44,6 pró­sent eign­ar­hlut. Auk þess á Kald­bak­­ur, félag í eigu Sam­herja, á 15 pró­­sent hlut í öðru félagi sem á 5,3 pró­­sent hlut í Síld­­ar­vinnsl­unni. 

Sam­herji á því, beint og óbeint, 49,9 pró­sent í Síld­ar­vinnsl­unni. Þor­steinn Már Bald­vins­son, annar for­stjóri Sam­herja, er stjórn­ar­for­maður félags­ins. Síld­ar­vinnslan á líka 0,92 pró­sent í sjálfri sér, sem þýðir að sam­an­lagður eig­in­hlutur hennar og eign­ar­hluti stærsta eig­and­ans fer nálægt 51 pró­senti.

Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Sam­herja hf, er með næst mesta afla­hlut­­­­deild í íslenskri efna­hags­lög­­­sögu allra sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 7,02 pró­­­­sent. ­Út­­­­­­­gerð­­­­­­­­ar­­­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­­­­­­­­sent kvót­ans og Sæból fjár­­­­­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­­­fé­lag, sem það sama gildir um, heldur á 0,64 pró­­­­­­­­sent hans. 

Sam­an­lagt er þessi blokk Sam­herja og Síld­ar­vinnsl­unnar með að minnsta kosti 17,5 pró­­­­sent afla­hlut­­­­deild. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent