Matís og Síldarvinnslan fengu um 30 prósent styrkja úr Matvælasjóði

Verkefni sem Síldarvinnslan, sem átti um 46 milljarða króna í eigin fé um síðustu áramót, kemur að með beinum eða óbeinum hætti fengu 13,2 prósent þess fjármagns sem Matvælasjóður úthlutaði. Matís, opinbert hlutafélag, fékk yfir 100 milljónir króna.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar Matvælasjóðs.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar Matvælasjóðs.
Auglýsing

Síld­ar­vinnslan fékk 16 milljón króna styrk úr Mat­væla­sjóði vegna verk­efnis um nýtt þrá­ar­varn­ar­efni og stöð­ug­leika mak­ríl­mjöls þegar úthlutað var í fyrsta sinn úr sjóðnum í vik­unni. Hún fékk líka 22,6 millj­ónir króna úr sjóðnum vegna verk­efnis um vinnslu próteins úr hlið­ar­straumum mak­ríls og er á meðal sam­starfs­að­ila Matís í verk­efni um að vinna verð­mæt efni úr hlið­ar­straumum þör­unga­vinnslu sem fékk 24,9 millj­ónir króna úr Mat­væla­sjóði. Sam­an­lagt fengu því verk­efni sem Síld­ar­vinnslan kemur að 63,5 millj­ónir króna af þeim 480 millj­ónum króna sem sjóð­ur­inn úthlut­aði, eða 13,2 pró­sent þess fjár sem úthlutað var. 

Alls fengu sex verk­efni yfir 20 milljón króna styrk. Til við­bótar við þau tvö sem talin er upp hér að ofan fékk Matís líka 22,5 millj­ónir króna vegna verk­efnis sem snýr að hákarla­verkun og 22 millj­ónir króna vegna verk­efnis sem snýst um streitu lax­fiska. Mat­ís, sem er opin­bert hluta­fé­lag sem heyrir undir atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráð­ið, fékk alls 102,7 millj­ónir króna úr Mat­væla­sjóði í fyrstu úthlutun hans, eða 21,4 pró­sent alls þess sem úthlutað var. 

Auglýsing
Þá fékk Salt­verk 21 milljón króna í styrk vegna mark­aðs­sóknar á sjálf­bæru sjáv­ar­salti í Banda­ríkj­unum og hags­muna­gæslu­sam­tökin Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) fengu 21 milljón króna styrk til að vinna að mark­aðs­sókn fyrir þorsk á Bret­lands­mark­að. Á árinu 2019 fluttu íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki út 22.793 tonn af þroski til Bret­lands, en það þýðir að rúm­lega 17 pró­sent af öllum útfluttum þorski frá Íslandi fór inn á þann mark­að. 

Í stjórn Mat­væla­sjóðs, sem ákveður hvert styrkirnir fara, situr meðal ann­ars Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS. Auk hennar sitja í sjóðnum Gréta María Grét­ars­dótt­ir, sem er for­maður sjóðs­ins, Karl Frí­manns­son og Gunnar Þor­geirs­son, sem er til­nefndur af Bænda­sam­tökum Íslands. 

Alls fengu 62 verk­efni styrk í þess­ari fyrstu úthlutun sjóðs­ins, en alls bár­ust 266 umsóknir um styrki upp á sam­tals 2,7 millj­arða króna.  

Umfangs­mik­ill rekstur

Sam­an­lagt fóru því 141,3 milljón króna, eða 29,4 pró­sent af öllu því fé sem úthlutað var til verk­efna í fyrstu úthlutun Mat­væla­sjóðs til opin­bera hluta­fé­lags­ins Matís og Síld­ar­vinnsl­unn­ar. 

Árlegar tekjur Mat­ís, sem hefur þann til­gang að sinna rann­sóknum og nýsköpun á sviði mat­væla, koma frá þjón­ustu­samn­ingi við atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, frá erlendum sjóðum og fyr­ir­tækj­um, frá inn­lendum sjóðum og öðrum opin­berum aðilum og inn­lendum fyr­ir­tækj­um. Alls seldi Matís þjón­ustu fyrir tæp­lega 1,7 millj­arð króna í fyrra. Þar af komu 399,5 millj­ónir króna vegna áður­nefnds þjón­ustu­samn­ings við ráðu­neyt­ið.

Á eigið fé upp á 46 millj­arða 

Síld­­ar­vinnslan ehf. átti eigið fé upp á 360,5 millj­­ónir dala um síð­­­ustu ára­­mót. Á með­­al­­gengi síð­­asta árs gerir það 44 millj­­arða króna en á gengi dags­ins í dag er eigið fé um 46 millj­­arðar króna.  

Rekstr­ar­hagn­aður Síld­­ar­vinnsl­unnar á síð­­asta ári var tæp­lega átta millj­­arðar króna á gengi dags­ins í dag og end­an­­legur hagn­aður eftir skatta um fimm millj­­arðar króna. Eigið féð var, líkt og áður sagði, um 45 millj­­arðar króna. 

Síld­­ar­vinnslan heldur beint á 5,2 pró­­sent af öllum úthlut­uðum afla. Auk þess heldur Berg­­ur-Hug­inn, sem er að öllu leyti í hennar eigu, nú á á um 2,7 pró­­sent alls kvóta. Þá á Síld­­­­ar­vinnslan 75,20 pró­­­­sent hlut í Run­ólfi Hall­freðs­­­­syni ehf., sem heldur á 0,62 pró­­­­sent af úthlut­uðum kvóta.Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. Mynd: Síldarvinnslan

Stærsti ein­staki eig­andi Síld­­ar­vinnsl­unnar er Sam­herji hf. með 44,6 pró­­sent eign­­ar­hlut. Auk þess á Kald­bak­­­ur, félag í eigu Sam­herja, á 15 pró­­­sent hlut í öðru félagi sem á 5,3 pró­­­sent hlut í Síld­­­ar­vinnsl­unn­i. 

Sam­herji á því, beint og óbeint, 49,9 pró­­sent í Síld­­ar­vinnsl­unni. Þor­­steinn Már Bald­vins­­son, annar for­­stjóri Sam­herja, er stjórn­­­ar­­for­­maður félags­­ins. Síld­­ar­vinnslan á líka 0,92 pró­­sent í sjálfri sér, sem þýðir að sam­an­lagður eig­in­hlutur hennar og eign­­ar­hluti stærsta eig­and­ans fer nálægt 51 pró­­senti.

Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Sam­herja hf, er með næst mesta afla­hlut­­­­­deild í íslenskri efna­hags­lög­­­­sögu allra sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegs­­­­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 7,02 pró­­­­­sent. ­Út­­­­­­­­­gerð­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­­­­­­­­­sent kvót­ans og Sæból fjár­­­­­­­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­­­­fé­lag, sem það sama gildir um, heldur á 0,64 pró­­­­­­­­­sent hans. 

Sam­an­lagt er þessi blokk Sam­herja og Síld­­ar­vinnsl­unnar með að minnsta kosti 17,5 pró­­­­­sent afla­hlut­­­­­deild. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent