Gögn frá Facebook sýna að fólk er meira á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu

Þegar við erum á ferðinni með símann okkar í vasanum getur Facebook aflað gagna um staðsetningu okkar. Vísindamenn við Háskóla Íslands hafa rýnt í hreyfingar fólks á höfuðborgarsvæðinu og segja: Fólk er meira á ferðinni þessa dagana og dreifir sér meira.

Facebook Mynd: Brett Jordan/Pexels
Auglýsing

Sam­kvæmt gögnum frá Face­book er fólk á höf­uð­borg­ar­svæð­inu meira á ferð­inni nú en síð­ustu vikur og mán­uði. Hópur vís­inda­manna við Háskóla Íslands, sem gert hefur spálíkan um þróun far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar, segja blikur á lofti – að tæp vika sé til jóla og „greini­legt að umsvif eru að vaxa í þjóð­fé­lag­in­u“.

Margir ótt­ast að fjórða bylgjan skelli á okkur í jan­úar – jafn­vel fyrr – enda sam­komur fólks, þótt smáar séu í snið­um, meiri á aðventu og jólum meiri en síð­ustu vikur og mán­uð­i. 

Í gær greindust 12 manns með COVID-19 hér á landi og fjórir voru utan sótt­kví­ar. Dag­ana þar á undan höfðu færri greinst og hlut­falls­lega fleiri verið í sótt­kví.

Auglýsing

Face­book hefur frá því í júní birt gögn um hvernig hreyf­ing­ar­mynstur not­enda er á tímum COVID-19. Í upp­færslu á gögn­unum frá því í gær má sjá hvernig hreyf­ing fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur verið frá 1. mars til 15. des­em­ber.

„Það er greini­legt hvað dró úr umsvifum í mars, apríl og maí,“ segir í rýni vís­inda­manna HÍ, í gögn Face­book. „Síðan aukast umsvif um sum­ar­ið. Aðeins dró úr í lok júlí en tekur kipp uppá við í ágúst. Um miðjan sept­em­ber dregur svo úr umsvifum en hefur byrjað að leita upp á við í nóv­em­ber og síðan haldið áfram að vaxa í des­em­ber.

Með auknum umsvifum og hreyf­ingu fólks aukast líkur á dreif­ingu veirunn­ar.“

Önnur aðferð til að meta hreyf­ingu fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er þegar land­svæði þess er skipt upp í um það bil 600×600 metra ramma. Dag­leg hreyf­ing höf­uð­borg­ar­búa er svo metin út frá því hversu marga ramma þeir heim­sækja. 

Um það bil fjórð­ungur hélt sig innan ramma í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins. Svo lækk­aði það hlut­fall er smitum fækk­aði veru­lega í sumar en hækk­aði aftur í þriðju bylgju. „Und­an­farið hefur þetta hlut­fall lækkað aftur sem sýnir að fólk er meira á ferð­inni og dreifir sér meira,“ segja vís­inda­menn HÍ í rýni sinni. „Nú reynir á að draga úr umsvifum eins og kostur er.“

Nánar má lesa um aðferð­ar­fræð­ina hér.

Gögn Face­book má nálg­ast hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent