Þingmenn úr fimm flokkum vilja að umsvif útgerða í íslensku atvinnulífi verði kortlögð

Útgerðarfyrirtæki hafa notað þann mikla arð sem verið hefur af nýtingu þjóðarauðlindarinnar á undanförnum árum til að fjárfesta víða í atvinnulífinu. Nú vilja 20 þingmenn láta gera skýrslu þar sem þau umsvif eru kortlögð.

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður málsins.
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður málsins.
Auglýsing

Alls 20 þingmenn, 18 úr stjórnarandstöðu og tveir þingmenn Vinstri grænna, hafa lagt fram beiðni um að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, láti gera skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga í íslensku atvinnulífi. Fyrsti flutningsmaður málsins er Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar. 

Þingmennirnir vilja að ráðherrann láti taka saman fjárfestingar útgerðarfélaganna, dótturfélaga þeirra og félaga þeim tengdum í félögum sem ekki hafa útgerð fiskiskipa með höndum á síðustu 10 árum og bókfært virði eignarhluta þeirra í árslok 2019. Í beiðninni er sérstaklega farið fram á að í skýrslunni verði raunverulegir eigendur þeirra félaga sem yrði til umfjöllunar tilgreindir og samantekt á eignarhlut 20 stærstu útgerðarfélaganna í íslensku atvinnulífi byggt á framangreindum gögnum.

Þingmennirnir sem leggja fram beiðnina eru allir þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins. Auk þess eru þrír þingmenn Pírata á beiðninni ásamt Andrési Inga Jónssyni, þingmanns utan flokka, og þel Lilju Rafneyju Magnúsdóttur og Kolbeini Óttarssyni Proppé úr Vinstri grænum. Því eru fulltrúar allra flokka á þingi nema Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Miðflokks á beiðninni. 

Uppsöfnun eigna og áhrifa á fárra hendur

Í greinargerð með beiðninni segir að eiginfjárstaða sjávarútvegsfyrirtækja hafi batnað verulega frá hrunsárunum og að bókfært eigið fé þeirra hafi staðið í 276 milljörðum krónum við lok árs 2018, samkvæmt gagnagrunni Deloitte um afkomu sjávarútvegsins 2018. „Vísbendingar eru um að fjárfestingar þeirra út fyrir greinina hafi aukist í samræmi við það. Það er jákvætt að því leyti að það dreifir áhættu félaganna sjálfra en getur hæglega leitt til verulegrar uppsöfnunar eigna og áhrifa á fárra hendur og dregið úr virkri samkeppni á mörkuðum. Vegna smæðar sinnar er íslenskt atvinnulíf sérstaklega viðkvæmt fyrir fákeppni.“

Auglýsing
Ljóst sé að sterk fjárhagsstaða útgerðarfélaga byggist á einkaleyfi þeirra til nýtingar sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar og skipar það þeim í sérflokk í íslensku atvinnulífi, sérstaklega stærstu félögunum. „Vegna þessarar stöðu telja skýrslubeiðendur mikilvægt að upplýsingar um eignarhluti 20 stærstu útgerðarfélaganna og tengdra aðila í óskyldum atvinnurekstri hérlendis séu teknar saman, með greiningu á fjárfestingum þeirra. Með þessum upplýsingum er hægt að varpa ljósi á raunveruleg áhrif aðila sem hafa einkaleyfi til nýtingar fiskveiðiauðlindarinnar á íslenskt atvinnulíf og samfélag. Yrði skýrsla þessi mikilvægt framlag til umræðunnar um dreifða eignaraðild útgerðarfélaga og skráningu þeirra á markað.“

Stórir leikendur

Kjarninn hefur fjallað ítarlega um aukin ítök stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins í óskyldum geirum á undanförnum árum. Samherji, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með beint og óbeint yfir 17 prósent alls úthlutaðs kvóta, hefur til að mynda verið ráðandi í Eimskip og á stóran hlut í Jarðborunum. 

Þá er SVN eignafélag, sem er í eigu Síldarvinnslunnar (Samherji á beint og óbeint 49,9 prósent hlut i henni), langstærsti eigandi Sjóvá með 14,52 prósent eignarhlut. Samherji átti lengi vel stóran hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, en lánaði Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, til að kaupa þann hlut af sér. Eyþór hefur ekki endurgreitt það lán. 

Kaupfélag Skagfirðinga, Hvalur hf., Stálskip og Ísfélag Vestmannaeyja eru dæmi um önnur félög í útgerð, eða sem voru í útgerð en hafa selt sig út úr henni, sem eru afar umsvifamikil í íslensku viðskiptalífi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent