Þingmenn úr fimm flokkum vilja að umsvif útgerða í íslensku atvinnulífi verði kortlögð

Útgerðarfyrirtæki hafa notað þann mikla arð sem verið hefur af nýtingu þjóðarauðlindarinnar á undanförnum árum til að fjárfesta víða í atvinnulífinu. Nú vilja 20 þingmenn láta gera skýrslu þar sem þau umsvif eru kortlögð.

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður málsins.
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður málsins.
Auglýsing

Alls 20 þing­menn, 18 úr stjórn­ar­and­stöðu og tveir þing­menn Vinstri grænna, hafa lagt fram beiðni um að Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, láti gera skýrslu um eign­ar­hald 20 stærstu útgerð­ar­fé­laga í íslensku atvinnu­lífi. Fyrsti flutn­ings­maður máls­ins er Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­flokks­for­maður Við­reisn­ar. 

Þing­menn­irnir vilja að ráð­herr­ann láti taka saman fjár­fest­ingar útgerð­ar­fé­lag­anna, dótt­ur­fé­laga þeirra og félaga þeim tengdum í félögum sem ekki hafa útgerð fiski­skipa með höndum á síð­ustu 10 árum og bók­fært virði eign­ar­hluta þeirra í árs­lok 2019. Í beiðn­inni er sér­stak­lega farið fram á að í skýrsl­unni verði raun­veru­legir eig­endur þeirra félaga sem yrði til umfjöll­unar til­greindir og sam­an­tekt á eign­ar­hlut 20 stærstu útgerð­ar­fé­lag­anna í íslensku atvinnu­lífi byggt á fram­an­greindum gögn­um.

Þing­menn­irnir sem leggja fram beiðn­ina eru allir þing­menn Við­reisn­ar, Sam­fylk­ingar og Flokks fólks­ins. Auk þess eru þrír þing­menn Pírata á beiðn­inni ásamt Andr­ési Inga Jóns­syni, þing­manns utan flokka, og þel Lilju Raf­n­eyju Magn­ús­dóttur og Kol­beini Ótt­ars­syni Proppé úr Vinstri græn­um. Því eru full­trúar allra flokka á þingi nema Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Mið­flokks á beiðn­inn­i. 

Upp­söfnun eigna og áhrifa á fárra hendur

Í grein­ar­gerð með beiðn­inni segir að eig­in­fjár­staða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hafi batnað veru­lega frá hrunsár­unum og að bók­fært eigið fé þeirra hafi staðið í 276 millj­örðum krónum við lok árs 2018, sam­kvæmt gagna­grunni Deloitte um afkomu sjáv­ar­út­vegs­ins 2018. „Vís­bend­ingar eru um að fjár­fest­ingar þeirra út fyrir grein­ina hafi auk­ist í sam­ræmi við það. Það er jákvætt að því leyti að það dreifir áhættu félag­anna sjálfra en getur hæg­lega leitt til veru­legrar upp­söfn­unar eigna og áhrifa á fárra hendur og dregið úr virkri sam­keppni á mörk­uð­um. Vegna smæðar sinnar er íslenskt atvinnu­líf sér­stak­lega við­kvæmt fyrir fákeppn­i.“

Auglýsing
Ljóst sé að sterk fjár­hags­staða útgerð­ar­fé­laga bygg­ist á einka­leyfi þeirra til nýt­ingar sam­eig­in­legrar auð­lindar þjóð­ar­innar og skipar það þeim í sér­flokk í íslensku atvinnu­lífi, sér­stak­lega stærstu félög­un­um. „Vegna þess­arar stöðu telja skýrslu­beið­endur mik­il­vægt að upp­lýs­ingar um eign­ar­hluti 20 stærstu útgerð­ar­fé­lag­anna og tengdra aðila í óskyldum atvinnu­rekstri hér­lendis séu teknar sam­an, með grein­ingu á fjár­fest­ingum þeirra. Með þessum upp­lýs­ingum er hægt að varpa ljósi á raun­veru­leg áhrif aðila sem hafa einka­leyfi til nýt­ingar fisk­veiði­auð­lind­ar­innar á íslenskt atvinnu­líf og sam­fé­lag. Yrði skýrsla þessi mik­il­vægt fram­lag til umræð­unnar um dreifða eign­ar­að­ild útgerð­ar­fé­laga og skrán­ingu þeirra á mark­að.“

Stórir leik­endur

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um aukin ítök stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lands­ins í óskyldum geirum á und­an­förnum árum. Sam­herji, stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins með beint og óbeint yfir 17 pró­sent alls úthlut­aðs kvóta, hefur til að mynda verið ráð­andi í Eim­skip og á stóran hlut í Jarð­bor­un­um. 

Þá er SVN eigna­fé­lag, sem er í eigu Síld­ar­vinnsl­unnar (Sam­herji á beint og óbeint 49,9 pró­sent hlut i henn­i), langstærsti eig­andi Sjóvá með 14,52 pró­sent eign­ar­hlut. Sam­herji átti lengi vel stóran hlut í Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins, en lán­aði Eyþóri Arn­alds, odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, til að kaupa þann hlut af sér. Eyþór hefur ekki end­ur­greitt það lán. 

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga, Hvalur hf., Stál­skip og Ísfé­lag Vest­manna­eyja eru dæmi um önnur félög í útgerð, eða sem voru í útgerð en hafa selt sig út úr henni, sem eru afar umsvifa­mikil í íslensku við­skipta­lífi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent