Þingmenn úr fimm flokkum vilja að umsvif útgerða í íslensku atvinnulífi verði kortlögð

Útgerðarfyrirtæki hafa notað þann mikla arð sem verið hefur af nýtingu þjóðarauðlindarinnar á undanförnum árum til að fjárfesta víða í atvinnulífinu. Nú vilja 20 þingmenn láta gera skýrslu þar sem þau umsvif eru kortlögð.

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður málsins.
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður málsins.
Auglýsing

Alls 20 þing­menn, 18 úr stjórn­ar­and­stöðu og tveir þing­menn Vinstri grænna, hafa lagt fram beiðni um að Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, láti gera skýrslu um eign­ar­hald 20 stærstu útgerð­ar­fé­laga í íslensku atvinnu­lífi. Fyrsti flutn­ings­maður máls­ins er Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­flokks­for­maður Við­reisn­ar. 

Þing­menn­irnir vilja að ráð­herr­ann láti taka saman fjár­fest­ingar útgerð­ar­fé­lag­anna, dótt­ur­fé­laga þeirra og félaga þeim tengdum í félögum sem ekki hafa útgerð fiski­skipa með höndum á síð­ustu 10 árum og bók­fært virði eign­ar­hluta þeirra í árs­lok 2019. Í beiðn­inni er sér­stak­lega farið fram á að í skýrsl­unni verði raun­veru­legir eig­endur þeirra félaga sem yrði til umfjöll­unar til­greindir og sam­an­tekt á eign­ar­hlut 20 stærstu útgerð­ar­fé­lag­anna í íslensku atvinnu­lífi byggt á fram­an­greindum gögn­um.

Þing­menn­irnir sem leggja fram beiðn­ina eru allir þing­menn Við­reisn­ar, Sam­fylk­ingar og Flokks fólks­ins. Auk þess eru þrír þing­menn Pírata á beiðn­inni ásamt Andr­ési Inga Jóns­syni, þing­manns utan flokka, og þel Lilju Raf­n­eyju Magn­ús­dóttur og Kol­beini Ótt­ars­syni Proppé úr Vinstri græn­um. Því eru full­trúar allra flokka á þingi nema Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Mið­flokks á beiðn­inn­i. 

Upp­söfnun eigna og áhrifa á fárra hendur

Í grein­ar­gerð með beiðn­inni segir að eig­in­fjár­staða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hafi batnað veru­lega frá hrunsár­unum og að bók­fært eigið fé þeirra hafi staðið í 276 millj­örðum krónum við lok árs 2018, sam­kvæmt gagna­grunni Deloitte um afkomu sjáv­ar­út­vegs­ins 2018. „Vís­bend­ingar eru um að fjár­fest­ingar þeirra út fyrir grein­ina hafi auk­ist í sam­ræmi við það. Það er jákvætt að því leyti að það dreifir áhættu félag­anna sjálfra en getur hæg­lega leitt til veru­legrar upp­söfn­unar eigna og áhrifa á fárra hendur og dregið úr virkri sam­keppni á mörk­uð­um. Vegna smæðar sinnar er íslenskt atvinnu­líf sér­stak­lega við­kvæmt fyrir fákeppn­i.“

Auglýsing
Ljóst sé að sterk fjár­hags­staða útgerð­ar­fé­laga bygg­ist á einka­leyfi þeirra til nýt­ingar sam­eig­in­legrar auð­lindar þjóð­ar­innar og skipar það þeim í sér­flokk í íslensku atvinnu­lífi, sér­stak­lega stærstu félög­un­um. „Vegna þess­arar stöðu telja skýrslu­beið­endur mik­il­vægt að upp­lýs­ingar um eign­ar­hluti 20 stærstu útgerð­ar­fé­lag­anna og tengdra aðila í óskyldum atvinnu­rekstri hér­lendis séu teknar sam­an, með grein­ingu á fjár­fest­ingum þeirra. Með þessum upp­lýs­ingum er hægt að varpa ljósi á raun­veru­leg áhrif aðila sem hafa einka­leyfi til nýt­ingar fisk­veiði­auð­lind­ar­innar á íslenskt atvinnu­líf og sam­fé­lag. Yrði skýrsla þessi mik­il­vægt fram­lag til umræð­unnar um dreifða eign­ar­að­ild útgerð­ar­fé­laga og skrán­ingu þeirra á mark­að.“

Stórir leik­endur

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um aukin ítök stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lands­ins í óskyldum geirum á und­an­förnum árum. Sam­herji, stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins með beint og óbeint yfir 17 pró­sent alls úthlut­aðs kvóta, hefur til að mynda verið ráð­andi í Eim­skip og á stóran hlut í Jarð­bor­un­um. 

Þá er SVN eigna­fé­lag, sem er í eigu Síld­ar­vinnsl­unnar (Sam­herji á beint og óbeint 49,9 pró­sent hlut i henn­i), langstærsti eig­andi Sjóvá með 14,52 pró­sent eign­ar­hlut. Sam­herji átti lengi vel stóran hlut í Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins, en lán­aði Eyþóri Arn­alds, odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, til að kaupa þann hlut af sér. Eyþór hefur ekki end­ur­greitt það lán. 

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga, Hvalur hf., Stál­skip og Ísfé­lag Vest­manna­eyja eru dæmi um önnur félög í útgerð, eða sem voru í útgerð en hafa selt sig út úr henni, sem eru afar umsvifa­mikil í íslensku við­skipta­lífi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Ekki svona þétt reyndar. Og með grímu. En áhorfendur munu fá að sækja íþróttakeppnir þegar íþróttir verða heimilar á ný á fimmtudag.
Hundrað áhorfendur mega sækja íþróttaviðburði á fimmtudag
Allt að 100 áhorfendur mega mæta á íþróttaviðburði hér á landi á fimmtudag. Hlutirnir hafa breyst frá því í morgun, en í upphaflegri tilkynningu frá stjórnvöldum um tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum kom fram að íþróttakeppni væri heimil, án áhorfenda.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent