Segir hagfræðinga ekki geta gefið einhlítt svar um aðild Íslands að ESB

Fyrrverandi seðlabankastjóri segir umræður og ákvarðanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu ná langt út fyrir svið hagfræðinnar. Samkvæmt honum hafa stjórnmálamenn tilhneigingu til að ætlast til þess að hagfræðingar reikni þá inn í lausnina.

Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Auglýsing

Már Guð­munds­son fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri segir stjórn­mála­menn ekki ein­ungis geta vísað í útreikn­inga hag­fræð­inga sem hina einu réttu nið­ur­stöðu um ákvarð­anir eins og aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Sam­kvæmt honum er ekki hægt að ætl­ast til þess að hag­fræð­ingar „reikni þá inni í lausn­ina.“

Þetta segir Már í ítar­legu við­tali í jóla­blaði Vís­bend­ing­ar, sem kom út til áskrif­enda í gær.  Sam­kæmt honum væri mynt­banda­lag alvöru val­kostur fyrir Ísland. Hins vegar lægi ekki endi­lega fyrir hvort sá kostur væri fýsi­legri við núver­andi aðstæður en sá sem þjóðin býr við um þessar mund­ir, þar sem eini raun­hæfi kost­ur­inn á mynt­banda­lagi væri aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og að umræða og ákvarð­anir fyrir það færu langt út fyrir svið hag­fræð­inn­ar.

Auglýsing

„Mér finnst eins og ýms­ir, bæði stjórn­mála­menn og aðr­ir, hafi til­hneig­ingu til að ætl­ast til þess að hag­fræð­ingar reikni þá inn í lausn­ina. En það er ekki þannig og það verður ekki þannig,“ bæti Már við. „Ef mál hafa mjög víð­tæk þjóð­fé­lags­á­hrif og póli­tískar hlið­ar, þá verða stjórn­mála­menn­irnir að meta alla kosti og galla slíkra mála, taka þá for­ystu sem þeir vilja taka á hverju sviði og þora að standa með því. Þeir geta þá ekki ein­ungis vísað í að það sé búið að reikna þetta út og það sé það eina rétta. Því að þannig er það ekki.“

Jóla­blað Vís­bend­ingar verður aðgengi­legt öllum í gegnum heima­síðu Kjarn­ans í næstu viku. Ásamt við­tal­inu við Má eru þar ýmsar greinar frá sér­fræð­ingum úr öllum átt­um, meðal ann­ars frá Gylfa Zoega hag­fræði­pró­fessor í HÍ, Grétu Maríu Grét­ars­dóttur fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Krón­unnar og Gunn­ari Þór Bjarna­syni sagn­fræð­ing­i. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu með því að smella hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent