„Víða bros á andlitum á Íslandi í dag“

Bóluefni Pfizer og BioNTech kom til landsins í morgun og segir heilbrigðisráðherra að það sem hafi skilað okkur þeirri stöðu sem við horfum á í dag sé samstaða.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hélt ræðu á blaðamannafundi í morgun.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hélt ræðu á blaðamannafundi í morgun.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra óskaði lands­mönnum til ham­ingju með dag­inn á blaða­manna­fundi í morgun en fyrstu skammtar af bólu­efn­i P­fizer og BioNTech komu til lands­ins í dag. 

„Mikið sem ég vildi að við gætum séð brosin bak við grím­urnar en ég get full­vissað ykkur öll um það að það eru víða bros á and­litum á Íslandi í dag,“ sagði hún. 

Um er að ræða 10.000 skammta af bólu­efn­inu en á morg­un, þriðju­dag, verður farið í það að bólu­setja íbúa hjúkr­un­ar­heim­ila og fram­línu­fólks í heil­brigð­is­þjón­ustu. „Bólu­setn­ingin hefst á morgun og þar búum við að okkar sterku innvið­um, við búum að öfl­ugu fag­fólki og gríð­ar­lega vönd­uðum und­ir­bún­ingi sem gerir okkur kleift að hefj­ast handa án tafar og vinna þetta verk hratt og vel.“

Auglýsing

Sterk­ari saman

Svan­dís sagði að ástæðan fyrir því að svo hratt hefði gengið að þróa bólu­efni væri sam­staða. „Það er sam­vinna vís­inda­manna, sam­vinna og sam­staða fyr­ir­tækja, heil­brigð­is­þjón­ustu, sam­vinna og sam­staða þjóða og íbúa þeirra. Þessi sam­staða hefur skilað okkur þeirri stöðu sem við horfum á í dag. Lær­dóm­ur­inn af COVID-19 er marg­hátt­aður en kannski sá stærsti að við vitum að við erum sterk­ari sam­an. 

Fyrir fámenna þjóð eins og Íslend­inga þá vitum við að sam­staðan hefur gert það að verkum að við höfum kom­ist betur í gegnum far­ald­ur­inn en margir aðrir hafa borið gæfu til en það er líka vegna sam­stöðu Norð­ur­landa­þjóð­anna og ekki síður sam­stöðu Evr­ópu­þjóð­anna að við erum komin hér með þessi bólu­efn­i,“ sagði hún. 

Bóluefnið kom til landsins í morgun Mynd: AlmannavarnirNýr kafli í bar­átt­unni við COVID-19

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði á fund­inum að dag­ur­inn í dag væri mik­ill gleði­dagur í bar­átt­unni við COVID-19. „Bar­áttan gegn COVID-19 hefur verið löng og ströng en það er trú mín að í dag muni hefj­ast nýr kafli í bar­átt­unni við COVID-19 og með komu bólu­efn­is­ins tel ég að það hylli loks­ins í það að við getum farið að snúa bar­átt­unni okkur í hag.“

Hann benti enn fremur á að rann­sóknir sem gerðar hafa verið á þessu bólu­efni sýndu að það væri mjög virkt gegn COVID-19 og mjög öruggt. „Ég vil því hvetja alla þá sem það stendur til boða að taka þessu bólu­efni fagn­and­i.“

Alma Möller land­læknir tók einnig til máls á fund­inum og sagði að þetta væri stór­kost­legur dag­ur. „Til ham­ingju við öll og gangi okkur og ykkur vel,“ sagði hún. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent