Norsk stjórnvöld segja það ekki hægt að semja út fyrir bóluefnasamning ESB

Þau lönd sem hafa ákveðið að taka þátt í samvinnuverkefni Evrópusambandsins um kaup á bóluefnum geta ekki samið beint við bóluefnaframleiðendur, samkvæmt heilbrigðisráðherra Noregs.

Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs
Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs
Auglýsing

Heil­brigð­is­ráð­herra Nor­egs segir það ómögu­legt fyrir þau lönd sem tóku þátt í sam­vinnu­verk­efni Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) um kaup á bólu­efnum gegn COVID-19 að semja beint við bólu­efna­fram­leið­end­ur, þar sem slíkir samn­ingar geti eyði­lagt sam­stöðu Evr­ópu­land­anna. 

Þetta kemur fram í frétt norska rík­is­út­varps­ins, NRK, sem birt­ist í dag. Sam­kvæmt frétt­inni hvatti Ing­vild Kjerkol, tals­kona Verka­manna­flokks­ins (Ar­beider­parti­et) í heil­brigð­is­mál­um, norsk heil­brigð­is­yf­ir­völd til að verða sér úti um meira bólu­efni hrað­ar, en ein­ungis 40 þús­und skammtar af bólu­efn­inu hafa nú borist til lands­ins.

„Við ættum algjör­lega að hug­leiða eigin kaup­samn­inga á bólu­efni utan samn­ings­ins við ESB, ef það er mögu­leg­t,“ sagði Kjerkol og bað rík­is­stjórn­ina um að svara hvort núver­andi samn­ingur gefi Norð­mönnum mögu­leika á að standa í eigin samn­inga­við­ræð­u­m. 

Auglýsing

Verka­manna­flokk­ur­inn, sem situr ekki í rík­is­stjórn, fékk hljóm­grunn í þing­inu víðar úr stjórn­ar­and­stöð­unni. Marit Arn­stad, þing­kona Mið­flokks­ins (Senter­parti­et), segir að reynsla Kanada­manna, Ísra­ela, Breta og Mexík­ó­búa sýni að hægt sé að tryggja bólu­efni án samn­inga við Evr­ópu­sam­bandið (ESB) eða Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES). 

Hins vegar segir heil­brigð­is­ráð­herra Nor­egs, Bent Høie, að það sé ekki mögu­legt fyrir Noreg að semja við Pfizer eða aðra bólu­efna­fram­leið­endur beint, utan sam­vinnu­verk­efnis Evr­ópu­sam­bands­ins. „Samn­ing­ur­inn sem við höfum við Evr­ópu­sam­bandið felur í sér að hér sé sam­staða. Þá geta löndin ekki samið út af fyrir sig og keppst hvert við annað og eyði­lagt sam­stöð­una þannig. Norska rík­is­stjórnin velti upp þessum mögu­leika, en mættu litlum áhuga fyr­ir­tækj­anna þar sem þau höfðu ekki get­una í að semja við stakt land af álíka stærð­argráðu og Nor­eg,“ hefur NRK eftir Høi­e. 

Sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herr­anum nýtur Þýska­land þó ákveð­inna sér­rétt­inda í þessu sam­starfi, þar sem landið byrj­aði snemma að semja við bólu­efna­fram­leið­end­ur, auk þess sem einn fram­leið­end­anna, BioNTech, er þýskt fyr­ir­tæki. 

Þrátt fyrir það segir Høie að bólu­setn­ing­arnar komi til með að ganga hraðar en búist var við fyrir stuttu síð­an, en hann reiknar með að Norð­menn muni ná að bólu­setja alla áhættu­hópa þar í landi innan þriggja mán­aða. Einnig von­ast hann til þess að allir Norð­menn sem vilja verði bólu­settir innan sex mán­aða. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent