Norsk stjórnvöld segja það ekki hægt að semja út fyrir bóluefnasamning ESB

Þau lönd sem hafa ákveðið að taka þátt í samvinnuverkefni Evrópusambandsins um kaup á bóluefnum geta ekki samið beint við bóluefnaframleiðendur, samkvæmt heilbrigðisráðherra Noregs.

Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs
Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs
Auglýsing

Heil­brigð­is­ráð­herra Nor­egs segir það ómögu­legt fyrir þau lönd sem tóku þátt í sam­vinnu­verk­efni Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) um kaup á bólu­efnum gegn COVID-19 að semja beint við bólu­efna­fram­leið­end­ur, þar sem slíkir samn­ingar geti eyði­lagt sam­stöðu Evr­ópu­land­anna. 

Þetta kemur fram í frétt norska rík­is­út­varps­ins, NRK, sem birt­ist í dag. Sam­kvæmt frétt­inni hvatti Ing­vild Kjerkol, tals­kona Verka­manna­flokks­ins (Ar­beider­parti­et) í heil­brigð­is­mál­um, norsk heil­brigð­is­yf­ir­völd til að verða sér úti um meira bólu­efni hrað­ar, en ein­ungis 40 þús­und skammtar af bólu­efn­inu hafa nú borist til lands­ins.

„Við ættum algjör­lega að hug­leiða eigin kaup­samn­inga á bólu­efni utan samn­ings­ins við ESB, ef það er mögu­leg­t,“ sagði Kjerkol og bað rík­is­stjórn­ina um að svara hvort núver­andi samn­ingur gefi Norð­mönnum mögu­leika á að standa í eigin samn­inga­við­ræð­u­m. 

Auglýsing

Verka­manna­flokk­ur­inn, sem situr ekki í rík­is­stjórn, fékk hljóm­grunn í þing­inu víðar úr stjórn­ar­and­stöð­unni. Marit Arn­stad, þing­kona Mið­flokks­ins (Senter­parti­et), segir að reynsla Kanada­manna, Ísra­ela, Breta og Mexík­ó­búa sýni að hægt sé að tryggja bólu­efni án samn­inga við Evr­ópu­sam­bandið (ESB) eða Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES). 

Hins vegar segir heil­brigð­is­ráð­herra Nor­egs, Bent Høie, að það sé ekki mögu­legt fyrir Noreg að semja við Pfizer eða aðra bólu­efna­fram­leið­endur beint, utan sam­vinnu­verk­efnis Evr­ópu­sam­bands­ins. „Samn­ing­ur­inn sem við höfum við Evr­ópu­sam­bandið felur í sér að hér sé sam­staða. Þá geta löndin ekki samið út af fyrir sig og keppst hvert við annað og eyði­lagt sam­stöð­una þannig. Norska rík­is­stjórnin velti upp þessum mögu­leika, en mættu litlum áhuga fyr­ir­tækj­anna þar sem þau höfðu ekki get­una í að semja við stakt land af álíka stærð­argráðu og Nor­eg,“ hefur NRK eftir Høi­e. 

Sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herr­anum nýtur Þýska­land þó ákveð­inna sér­rétt­inda í þessu sam­starfi, þar sem landið byrj­aði snemma að semja við bólu­efna­fram­leið­end­ur, auk þess sem einn fram­leið­end­anna, BioNTech, er þýskt fyr­ir­tæki. 

Þrátt fyrir það segir Høie að bólu­setn­ing­arnar komi til með að ganga hraðar en búist var við fyrir stuttu síð­an, en hann reiknar með að Norð­menn muni ná að bólu­setja alla áhættu­hópa þar í landi innan þriggja mán­aða. Einnig von­ast hann til þess að allir Norð­menn sem vilja verði bólu­settir innan sex mán­aða. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent