Formlegheitunum lokið – Kjör Biden og Harris staðfest af þinginu

Báðar deildir Bandaríkjaþings komu aftur saman kl. 1 í nótt að íslenskum tíma og hafa staðfest kjör næsta forseta og varaforseta landsins. Í fulltrúadeildinni lá við handalögmálum þegar demókrati sakaði repúblikana um að bera ábyrgð á árásinni á þingið.

Mike Pence varaforseti stýrði formlegheitunum í þinginu og lýsti svo Biden og Harris réttkjörin í embætti sín.
Mike Pence varaforseti stýrði formlegheitunum í þinginu og lýsti svo Biden og Harris réttkjörin í embætti sín.
Auglýsing

Þing­menn beggja deilda í Was­hington hafa nú stað­fest kjör Joe Bidens og Kamölu Harris í emb­ætti 46. for­seta og vara­for­seta Banda­ríkj­anna. Það gerð­ist rúmum 15 klukku­stundum eftir að umræður um þessi form­leg­heit, stað­fest­ingu kjör­manna­fjöld­ans frá ríkj­unum 50, hófust.Í milli­tíð­inni náðu, eins og allir eflaust vita, hund­ruð stuðn­ings­manna Don­alds Trump for­seta að koma sér fram­hjá lög­reglu og örygg­is­vörðum og inn í þing­hús­ið, með þeim afleið­ingum að stöðva þurfti þetta form­lega ferli í valda­skipt­un­um.Þegar þing­haldið var rofið og þing­menn fluttir á brott með hraði vegna óeirð­anna í gær stóðu yfir umræður um mót­bárur þing­manna Repúblikana­flokks­ins í báðum deildum við stað­fest­ingu úrslit­anna í Arizona. Þær umræður héldu áfram þegar þingið sett­ist aftur til starfa kl. 1 í nótt að íslenskum tíma.AuglýsingÍ kjöl­farið var einnig rætt um mót­bárur þing­manna Repúblikana­flokks­ins vegna úrslit­anna í Penn­syl­van­íu, en umræður þessar þurfa að eiga sér stað ef ein­hverjir þing­menn beggja deilda neita að við­ur­kenna úrslit­in. Báðum til­lögum var hafnað með afger­andi hætti.Repúblikanar drógu í land

Um nið­ur­stöð­urnar í öðrum ríkjum var ekki rætt, en þing­menn Repúblikana­flokks­ins í öld­unga­deild­inni ákváðu að draga í land með mót­mæli sín sem boðuð höfðu verið um úrslitin í Georgíu og fleiri ríkj­um.

Það lá við handa­lög­málum í full­trúa­deild­inni þegar umræðan um nið­ur­stöð­urnar í Penn­syl­van­íu­ríki stóð yfir, sam­kvæmt frétt Was­hington Post. Þing­maður demókrata, Conor Lamb, varp­aði hluta ábyrgð­ar­innar á árásinni á þingið í gær á kollega sína úr röðum repúblik­ana.„Við vitum að árásin í dag kom varð ekki til úr engu, hún var inn­blásin af lygum – sömu lygum og við heyrum í þessum sal í kvöld,“ sagði Lamb og bætti við því þeir full­trúar sem væru að end­ur­taka þessar lygar ættu að „skamm­ast sín“ og kjós­endur í umdæmum þeirra ættu sömu­leiðis að skamm­ast sín fyrir þá. Eftir þetta kom til harðra orða­skipta á milli tveggja ann­arra þing­manna úr sitt hvorum flokkn­um, en engin hnefa­högg flugu, sam­kvæmt frá­sögn Was­hington Post.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
44 smit um helgina – Breytingar orðið í niðurstöðum landamæraskimanna
„Atburðir helgarinnar eru vissulega vonbrigði og við höfum fengið nú staðfest svo um munar að breska afbrigðið er til staðar í samfélaginu,“ segir Alma Möller landlæknir.
Kjarninn 19. apríl 2021
Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Fyrirtæki tengd Icelandair Group hafa fengið 4,7 milljarða króna í uppsagnarstyrki
Alls hafa 17 fyrirtæki hafa fengið meira en 100 milljónir króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Næstum 40 prósent upphæðarinnar hafa farið til fyrirtækja sem tengjast Icelandair Group.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent