Formlegheitunum lokið – Kjör Biden og Harris staðfest af þinginu

Báðar deildir Bandaríkjaþings komu aftur saman kl. 1 í nótt að íslenskum tíma og hafa staðfest kjör næsta forseta og varaforseta landsins. Í fulltrúadeildinni lá við handalögmálum þegar demókrati sakaði repúblikana um að bera ábyrgð á árásinni á þingið.

Mike Pence varaforseti stýrði formlegheitunum í þinginu og lýsti svo Biden og Harris réttkjörin í embætti sín.
Mike Pence varaforseti stýrði formlegheitunum í þinginu og lýsti svo Biden og Harris réttkjörin í embætti sín.
Auglýsing

Þing­menn beggja deilda í Was­hington hafa nú stað­fest kjör Joe Bidens og Kamölu Harris í emb­ætti 46. for­seta og vara­for­seta Banda­ríkj­anna. Það gerð­ist rúmum 15 klukku­stundum eftir að umræður um þessi form­leg­heit, stað­fest­ingu kjör­manna­fjöld­ans frá ríkj­unum 50, hófust.Í milli­tíð­inni náðu, eins og allir eflaust vita, hund­ruð stuðn­ings­manna Don­alds Trump for­seta að koma sér fram­hjá lög­reglu og örygg­is­vörðum og inn í þing­hús­ið, með þeim afleið­ingum að stöðva þurfti þetta form­lega ferli í valda­skipt­un­um.Þegar þing­haldið var rofið og þing­menn fluttir á brott með hraði vegna óeirð­anna í gær stóðu yfir umræður um mót­bárur þing­manna Repúblikana­flokks­ins í báðum deildum við stað­fest­ingu úrslit­anna í Arizona. Þær umræður héldu áfram þegar þingið sett­ist aftur til starfa kl. 1 í nótt að íslenskum tíma.AuglýsingÍ kjöl­farið var einnig rætt um mót­bárur þing­manna Repúblikana­flokks­ins vegna úrslit­anna í Penn­syl­van­íu, en umræður þessar þurfa að eiga sér stað ef ein­hverjir þing­menn beggja deilda neita að við­ur­kenna úrslit­in. Báðum til­lögum var hafnað með afger­andi hætti.Repúblikanar drógu í land

Um nið­ur­stöð­urnar í öðrum ríkjum var ekki rætt, en þing­menn Repúblikana­flokks­ins í öld­unga­deild­inni ákváðu að draga í land með mót­mæli sín sem boðuð höfðu verið um úrslitin í Georgíu og fleiri ríkj­um.

Það lá við handa­lög­málum í full­trúa­deild­inni þegar umræðan um nið­ur­stöð­urnar í Penn­syl­van­íu­ríki stóð yfir, sam­kvæmt frétt Was­hington Post. Þing­maður demókrata, Conor Lamb, varp­aði hluta ábyrgð­ar­innar á árásinni á þingið í gær á kollega sína úr röðum repúblik­ana.„Við vitum að árásin í dag kom varð ekki til úr engu, hún var inn­blásin af lygum – sömu lygum og við heyrum í þessum sal í kvöld,“ sagði Lamb og bætti við því þeir full­trúar sem væru að end­ur­taka þessar lygar ættu að „skamm­ast sín“ og kjós­endur í umdæmum þeirra ættu sömu­leiðis að skamm­ast sín fyrir þá. Eftir þetta kom til harðra orða­skipta á milli tveggja ann­arra þing­manna úr sitt hvorum flokkn­um, en engin hnefa­högg flugu, sam­kvæmt frá­sögn Was­hington Post.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent