Stjórn Betri samgangna réði Davíð eftir að þrír umsækjendur spreyttu sig á verkefni

Árni Mathiesen, stjórnarformaður Betri samgangna ohf., segir að stjórn félagsins hafi tekið lokaákvörðun um að ráða Davíð Þorláksson sem framkvæmdastjóra eftir ferli þar sem 18 manns sóttu um, sjö voru tekin í viðtöl og þrjú látin leysa verkefni.

Betri samgöngur ohf. hefur yfirumsjón með þeim samgönguframkvæmdum sem á að ráðast í á höfuðborgarsvæðinu á komandi árum og fjármögnun þeirra. Mynd úr safni.
Betri samgöngur ohf. hefur yfirumsjón með þeim samgönguframkvæmdum sem á að ráðast í á höfuðborgarsvæðinu á komandi árum og fjármögnun þeirra. Mynd úr safni.
Auglýsing

Í upp­hafi árs var til­kynnt að Davíð Þor­láks­son, for­stöðu­maður sam­keppn­is­hæfn­is­sviðs Sam­taka atvinnu­lífs­ins, hefði verið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna, opin­bers hluta­fé­lags sem hefur það hlut­verk að hrinda umfangs­miklum sam­göngu­fram­kvæmdum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í fram­kvæmd. 

Alls sóttu 18 manns um starf­ið, sam­kvæmt svari frá fyr­ir­tæk­inu Vinn­vinn, ráðn­ingar og ráð­gjöf, sem var stjórn Betri sam­gangna til ráð­gjafar í ráðn­ing­ar­ferl­inu, en Kjarn­inn spurð­ist fyrir um hvernig ráðn­ing­ar­ferl­inu hefði verið hátt­að. 

Þrír ein­stak­lingar komust í loka­úr­tak vegna starfs­ins og fengu verk­efni til þess að leysa. Að end­ingu var það stjórn félags­ins sem tók loka­á­kvörðun um að ráða Davíð Þor­láks­son, að sögn Árna Mathiesen fyrr­ver­andi ráð­herra, sem er stjórn­ar­for­maður félags­ins.

Sam­kvæmt svari frá Vinn­vinn var starfið aug­lýst 24. októ­ber síð­ast­lið­inn, með aug­lýs­ingum í Frétta­blað­inu, Morg­un­blað­inu og Við­skipta­blað­inu og á heima­síðu Vinn­vinn. Aug­lýs­ing birt­ist jafn­framt á vef­borða á sam­fé­lags­miðl­unum Face­book og Lin­ked­In.

„Við mat á umsækj­endum var stuðst við við­ur­kenndar aðferðir sem veita hámarks for­spá um frammi­stöðu í starfi. Ráðn­ing­ar­ferlið fólst í mati á umsókn­um, við­töl­um, per­sónu­leikamati og verk­efni sem lagt var fyrir val­inn hóp umsækj­enda,“ segir einnig í svari Vinn­vinn til Kjarn­ans.

Auglýsing

Sam­kvæmt Árna Mathiesen voru sjö manns af þeim átján sem sóttu um tekin í við­töl og verk­efni var lagt fyrir þrjá ein­stak­linga. Stjórnin tók að því loknu ákvörðun um að ráða Davíð í starf­ið, en sam­kvæmt svari Vinn­vinn var allt ferlið „unnið í náinni sam­vinnu við stjórn Betri sam­gangna ohf. allt frá hæfni­grein­ingu starfs­ins þangað til nið­ur­staða fékkst í mál­ið.“ 

Í stjórn félags­ins sitja auk Árna þau Eyjólfur Árni Rafns­son, Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, Gunnar Ein­ars­son, Ólöf Örv­ars­dóttir og Hildigunnur Haf­steins­dótt­ir. Vara­menn eru Ármann Kr. Ólafs­son og Guð­rún Birna Finns­dótt­ir.

Gerir ráð fyrir því að fleiri starfs­menn verði ráðnir en hóf­semi gætt

Blaða­maður spurði Árna hvað væri nú framundan hjá félag­inu, sem stofnað var í haust af rík­inu og sex sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til þess að halda utan um þær miklu sam­göngu­bætur sem ráð­ast á í á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og fjár­mögnun þeirra.

Árni Mathiesen fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins er stjórnarformaður Betri samgangna. Mynd: Alþingi

Fram­kvæmda­stjór­inn Davíð er enn sem komið er eini starfs­maður Betri sam­gangna, en Árni seg­ist gera ráð fyrir því að félagið muni ráða fleiri. „Við erum kannski ekki alveg búin að átta okkur á því hvaða upp­setn­ingu við þurfum að hafa,“ segir Árni.

„Við munum gæta eins mik­ils hófs í því og hægt er og nýta okkur sér­fræði­þekk­ingu sem er fyrir hendi í þeim stofn­unum sem hlut­haf­arnir eru með, en samt að gæta þess að við höfum tæki og tól og þá þar með mann­afla til þess að mynda okkur sjálf­stæðar skoð­anir og taka sjálf­stæðar ákvarð­an­ir,“ segir stjórn­ar­for­mað­ur­inn.

„Dá­lítið metn­að­ar­full áætl­un“

Árni segir að mörg verk­efni séu framundan hjá félag­inu, en ferlið við að koma sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins af stað og stofna félagið Betri sam­göngur með lögum hafi kannski tekið aðeins lengri tíma en gert var ráð fyrir og von­ast var eftir í upp­hafi.

Nú sé unnið að und­ir­bún­ingi ýmissa fram­kvæmda, bæði stofn­vega­fram­kvæmda og Borg­ar­línu­fram­kvæmda og einnig upp­bygg­ingu hjóla­stíga og göngu­stíga. Tals­vert verði um fram­kvæmdir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á næstu árum.Miklar samgöngubætur eru fyrirhugaðar á höfuðborgarsvæðinu næstu árin. Mynd: Birgir Þór Harðarson

„Þetta er dálítið metn­að­ar­full áætlun og það hefur ekki verið mikið um stofn­vega­fram­kvæmdir und­an­farin ár og Borg­ar­línu­fram­kvæmd­irnar eru ákveðin nýj­ung í þessu og breyta umferð­inni og umferð­ar­flæð­inu. Það kallar á að það verði bætt úr ýmsu í stofn­veg­unum og stofn­veg­irnir verði aðlag­aðir því að mæta þessum nýju aðstæðum sem Borg­ar­línan mun skapa,“ segir Árni.

Búa til verð­mæti úr Keldna­land­inu

Eitt af helstu verk­efnum Betri sam­gangna, sam­kvæmt stofn­sam­þykktum félags­ins, verður að gera eins mikil verð­mæti og hægt er úr landi rík­is­ins við Keldur í Reykja­vík. 

Félagið mun taka við Keldna­land­inu sam­kvæmt sér­stökum samn­ingi við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið og allan ábata af þróun þess og sölu skal láta renna óskertan til sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

„Fé­lagið skal ann­ast þróun lands­ins í sam­vinnu við skipu­lags­yf­ir­völd með það að mark­miði að hámarka virði lands­ins og upp­bygg­ing­ar­mögu­leika þess eins og kostur er. Við þróun lands­ins skal félagið hafa náið sam­ráð við skipu­lags­yf­ir­völd er lýtur að skipu­lags­mál­um, lóð­ar­málum og hönnun sam­göngu­fram­kvæmda,“ segir í stofn­sam­þykktum Betri sam­gangna.

Árni segir þessa ráð­stöfun Keldna­lands­ins „mjög athygl­is­vert verk­efn­i“, því að vissu leyti sé það nýj­ung að nýta efna­hags­reikn­ing rík­is­ins í þessum til­gangi.

Lét sig sam­göngu­málin varða á þingi

Blaða­maður spurði Árna að lokum hvernig það hefði komið til að hann hefði valist til þess að verða stjórn­ar­for­maður Betri sam­gangna. „Ég eig­in­lega bara veit það ekki,“ segir Árni, hlær og bætir við að þeirri spurn­ingu verði að beina til Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra, sem setti hann í hlut­verk­ið. 

Aðsetur Betri samgangna ohf. er í húsakynnum fjármálaráðuneytisins, sem fer með hlut ríkisins í félaginu. Mynd: Stjórnarráð Íslands

„Að öllu gamni slepptu var ég þing­maður bæði í gamla Reykja­nes­kjör­dæmi og Suð­vest­ur­kjör­dæmi með Bjarna og eitt af verk­efnum þing­manna þess tíma var að hafa mikil afskipti af sam­göngu­mál­un­um,“ segir Árn­i. 

Hann segir til við­bótar að á þing­ferli sín­um, sem var frá árinu 1991-2009, hafi hann látið sig sam­göngu­mál höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og nágrennis varða og meðal ann­ars verið for­maður sam­göngu­nefndar Alþing­is, fyrst þegar hann kom inn á þing.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent