Stjórn Betri samgangna réði Davíð eftir að þrír umsækjendur spreyttu sig á verkefni

Árni Mathiesen, stjórnarformaður Betri samgangna ohf., segir að stjórn félagsins hafi tekið lokaákvörðun um að ráða Davíð Þorláksson sem framkvæmdastjóra eftir ferli þar sem 18 manns sóttu um, sjö voru tekin í viðtöl og þrjú látin leysa verkefni.

Betri samgöngur ohf. hefur yfirumsjón með þeim samgönguframkvæmdum sem á að ráðast í á höfuðborgarsvæðinu á komandi árum og fjármögnun þeirra. Mynd úr safni.
Betri samgöngur ohf. hefur yfirumsjón með þeim samgönguframkvæmdum sem á að ráðast í á höfuðborgarsvæðinu á komandi árum og fjármögnun þeirra. Mynd úr safni.
Auglýsing

Í upp­hafi árs var til­kynnt að Davíð Þor­láks­son, for­stöðu­maður sam­keppn­is­hæfn­is­sviðs Sam­taka atvinnu­lífs­ins, hefði verið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna, opin­bers hluta­fé­lags sem hefur það hlut­verk að hrinda umfangs­miklum sam­göngu­fram­kvæmdum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í fram­kvæmd. 

Alls sóttu 18 manns um starf­ið, sam­kvæmt svari frá fyr­ir­tæk­inu Vinn­vinn, ráðn­ingar og ráð­gjöf, sem var stjórn Betri sam­gangna til ráð­gjafar í ráðn­ing­ar­ferl­inu, en Kjarn­inn spurð­ist fyrir um hvernig ráðn­ing­ar­ferl­inu hefði verið hátt­að. 

Þrír ein­stak­lingar komust í loka­úr­tak vegna starfs­ins og fengu verk­efni til þess að leysa. Að end­ingu var það stjórn félags­ins sem tók loka­á­kvörðun um að ráða Davíð Þor­láks­son, að sögn Árna Mathiesen fyrr­ver­andi ráð­herra, sem er stjórn­ar­for­maður félags­ins.

Sam­kvæmt svari frá Vinn­vinn var starfið aug­lýst 24. októ­ber síð­ast­lið­inn, með aug­lýs­ingum í Frétta­blað­inu, Morg­un­blað­inu og Við­skipta­blað­inu og á heima­síðu Vinn­vinn. Aug­lýs­ing birt­ist jafn­framt á vef­borða á sam­fé­lags­miðl­unum Face­book og Lin­ked­In.

„Við mat á umsækj­endum var stuðst við við­ur­kenndar aðferðir sem veita hámarks for­spá um frammi­stöðu í starfi. Ráðn­ing­ar­ferlið fólst í mati á umsókn­um, við­töl­um, per­sónu­leikamati og verk­efni sem lagt var fyrir val­inn hóp umsækj­enda,“ segir einnig í svari Vinn­vinn til Kjarn­ans.

Auglýsing

Sam­kvæmt Árna Mathiesen voru sjö manns af þeim átján sem sóttu um tekin í við­töl og verk­efni var lagt fyrir þrjá ein­stak­linga. Stjórnin tók að því loknu ákvörðun um að ráða Davíð í starf­ið, en sam­kvæmt svari Vinn­vinn var allt ferlið „unnið í náinni sam­vinnu við stjórn Betri sam­gangna ohf. allt frá hæfni­grein­ingu starfs­ins þangað til nið­ur­staða fékkst í mál­ið.“ 

Í stjórn félags­ins sitja auk Árna þau Eyjólfur Árni Rafns­son, Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, Gunnar Ein­ars­son, Ólöf Örv­ars­dóttir og Hildigunnur Haf­steins­dótt­ir. Vara­menn eru Ármann Kr. Ólafs­son og Guð­rún Birna Finns­dótt­ir.

Gerir ráð fyrir því að fleiri starfs­menn verði ráðnir en hóf­semi gætt

Blaða­maður spurði Árna hvað væri nú framundan hjá félag­inu, sem stofnað var í haust af rík­inu og sex sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til þess að halda utan um þær miklu sam­göngu­bætur sem ráð­ast á í á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og fjár­mögnun þeirra.

Árni Mathiesen fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins er stjórnarformaður Betri samgangna. Mynd: Alþingi

Fram­kvæmda­stjór­inn Davíð er enn sem komið er eini starfs­maður Betri sam­gangna, en Árni seg­ist gera ráð fyrir því að félagið muni ráða fleiri. „Við erum kannski ekki alveg búin að átta okkur á því hvaða upp­setn­ingu við þurfum að hafa,“ segir Árni.

„Við munum gæta eins mik­ils hófs í því og hægt er og nýta okkur sér­fræði­þekk­ingu sem er fyrir hendi í þeim stofn­unum sem hlut­haf­arnir eru með, en samt að gæta þess að við höfum tæki og tól og þá þar með mann­afla til þess að mynda okkur sjálf­stæðar skoð­anir og taka sjálf­stæðar ákvarð­an­ir,“ segir stjórn­ar­for­mað­ur­inn.

„Dá­lítið metn­að­ar­full áætl­un“

Árni segir að mörg verk­efni séu framundan hjá félag­inu, en ferlið við að koma sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins af stað og stofna félagið Betri sam­göngur með lögum hafi kannski tekið aðeins lengri tíma en gert var ráð fyrir og von­ast var eftir í upp­hafi.

Nú sé unnið að und­ir­bún­ingi ýmissa fram­kvæmda, bæði stofn­vega­fram­kvæmda og Borg­ar­línu­fram­kvæmda og einnig upp­bygg­ingu hjóla­stíga og göngu­stíga. Tals­vert verði um fram­kvæmdir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á næstu árum.Miklar samgöngubætur eru fyrirhugaðar á höfuðborgarsvæðinu næstu árin. Mynd: Birgir Þór Harðarson

„Þetta er dálítið metn­að­ar­full áætlun og það hefur ekki verið mikið um stofn­vega­fram­kvæmdir und­an­farin ár og Borg­ar­línu­fram­kvæmd­irnar eru ákveðin nýj­ung í þessu og breyta umferð­inni og umferð­ar­flæð­inu. Það kallar á að það verði bætt úr ýmsu í stofn­veg­unum og stofn­veg­irnir verði aðlag­aðir því að mæta þessum nýju aðstæðum sem Borg­ar­línan mun skapa,“ segir Árni.

Búa til verð­mæti úr Keldna­land­inu

Eitt af helstu verk­efnum Betri sam­gangna, sam­kvæmt stofn­sam­þykktum félags­ins, verður að gera eins mikil verð­mæti og hægt er úr landi rík­is­ins við Keldur í Reykja­vík. 

Félagið mun taka við Keldna­land­inu sam­kvæmt sér­stökum samn­ingi við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið og allan ábata af þróun þess og sölu skal láta renna óskertan til sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

„Fé­lagið skal ann­ast þróun lands­ins í sam­vinnu við skipu­lags­yf­ir­völd með það að mark­miði að hámarka virði lands­ins og upp­bygg­ing­ar­mögu­leika þess eins og kostur er. Við þróun lands­ins skal félagið hafa náið sam­ráð við skipu­lags­yf­ir­völd er lýtur að skipu­lags­mál­um, lóð­ar­málum og hönnun sam­göngu­fram­kvæmda,“ segir í stofn­sam­þykktum Betri sam­gangna.

Árni segir þessa ráð­stöfun Keldna­lands­ins „mjög athygl­is­vert verk­efn­i“, því að vissu leyti sé það nýj­ung að nýta efna­hags­reikn­ing rík­is­ins í þessum til­gangi.

Lét sig sam­göngu­málin varða á þingi

Blaða­maður spurði Árna að lokum hvernig það hefði komið til að hann hefði valist til þess að verða stjórn­ar­for­maður Betri sam­gangna. „Ég eig­in­lega bara veit það ekki,“ segir Árni, hlær og bætir við að þeirri spurn­ingu verði að beina til Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra, sem setti hann í hlut­verk­ið. 

Aðsetur Betri samgangna ohf. er í húsakynnum fjármálaráðuneytisins, sem fer með hlut ríkisins í félaginu. Mynd: Stjórnarráð Íslands

„Að öllu gamni slepptu var ég þing­maður bæði í gamla Reykja­nes­kjör­dæmi og Suð­vest­ur­kjör­dæmi með Bjarna og eitt af verk­efnum þing­manna þess tíma var að hafa mikil afskipti af sam­göngu­mál­un­um,“ segir Árn­i. 

Hann segir til við­bótar að á þing­ferli sín­um, sem var frá árinu 1991-2009, hafi hann látið sig sam­göngu­mál höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og nágrennis varða og meðal ann­ars verið for­maður sam­göngu­nefndar Alþing­is, fyrst þegar hann kom inn á þing.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent