Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku

„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.

Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Auglýsing

Ólafur Þór Gunn­ars­son, þing­maður Vinstri grænna og 1. vara­for­maður vel­ferð­ar­nefndar Alþing­is, gerir sér vonir um að vel­ferð­ar­nefnd nái að ljúka vinnu sinni við breyt­ingar á sótt­varna­lögum í næstu viku og málið geti þá fengið skjóta afgreiðslu þings­ins.

Eins og greint var frá í gær vildi þing­flokkur Sam­fylk­ingar að þing kæmi saman í dag til þess að gera breyt­ingar á sótt­varna­lögum sem myndu skjóta laga­stoðum undir þær hertu aðgerðir á landa­mærum Íslands  sem Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur lagt til við heil­brigð­is­ráð­herra í ljósi mik­ils upp­gangs far­ald­urs­ins erlendis og nýrra og meira smit­andi afbrigða kór­ónu­veirunn­ar.

Ekki varð af því, en sam­kvæmt því sem Kjarn­inn kemst næst voru ein­ungis þing­flokkar Við­reisnar og Flokks fólks­ins fylgj­andi því að þingið kæmi saman í dag til þess að gera slíkar breyt­ing­ar. ­Rík­is­stjórnin sam­þykkti hins vegar á fundi sínum í dag að skylda alla í skimun, ef til vill nokkuð óvænt, í ljósi fyrri orða heil­brigð­is­ráð­herra og sótt­varna­læknis um mál­ið. 

Sótt­varna­læknir virt­ist búinn að sætta sig við að ekki yrði hægt, sam­kvæmt gild­andi sótt­varna­lög­um, að fara þá að skylda alla sem til lands­ins koma í tvö­falda skimun, en það er þó leiðin sem rík­is­stjórnin sam­þykkti á fundi sínum í dag.

Auglýsing

„Við teljum að lögin séu næg­i­­lega styðj­andi við þessa ákvörðun vegna þess hve alvar­­leg staðan er. Því gríp ég til þessa neyð­­ar­úr­ræð­is,“ sagði Svan­­dís Svav­­­ar­s­dóttir í við­tali í hádeg­is­fréttum Bylgj­unn­­ar. 

Tekið skal fram að komu­far­þegar sem geta fram­vísað gildu vott­orði sem sýnir fram á að COVID-19 sýk­ing sé afstaðin eru áfram und­an­þegnir sótt­varna­að­gerðum á landa­mærum og það sama mun gilda um komu­far­þega sem geta fram­vísað gildu bólu­setn­ing­ar­vott­orð­i. 

Þyrfti ekk­ert að vera að leika ein­hvern milli­leik

Ólafur Þór sagði við Kjarn­ann, áður en rík­is­stjórnin kynnti ákvörðun sína í hádeg­inu, að á fundi nefnd­ar­innar í gær hafi Helga Vala Helga­dóttir þing­maður Sam­fylk­ingar reifað það að leggja fram til­lögu að skjótum laga­breyt­ing­um.

Það hefði verið rætt, en hann hefði þar komið þeirri skoðun á fram­færi að betra væri að freista þess að klára það frum­varp sem hefur legið fyrir og nefndin hefur verið að vinna. Vel­ferð­ar­nefndin hélt auka­fund um málið í dag og annar er fyr­ir­hug­aður á mánu­dag.

Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna.„Ég hef vænt­ingar til þess að klára málið í næstu viku. Þá þarf ekk­ert að vera að leika ein­hvern svona milli­leik,“ sagði Ólafur Þór. 

End­ur­skoð­unin sem nú stendur yfir á sótt­varna­lögum er til þess að bregð­ast við þeim athuga­semdum sem komu fram í álits­gerð Páls Hreins­sonar um vald­heim­ildir sótt­varna­læknis og heil­brigð­is­ráð­herra til opin­berra sótt­varna­ráð­staf­ana og ætlað að skerpa á þeim. 

Óviss um að laga­stoð sé fyrir ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar

Helga Vala Helga­dóttir þing­maður Sam­fylk­ingar seg­ist ekki skilja neitt í þeirri ákvörðun sem rík­is­stjórnin sam­þykkti á fundi sínum í dag. „Bara alls ekki neitt,“ skrifar Helga Vala á Face­book

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar. Mynd: Bára Huld Beck

„Hér sitjum við í vel­ferð­ar­nefnd sveitt með ýmsum lög­spek­ingum að ræða stjórn­ar­skrá, með­al­hóf og mik­il­vægi þess að ákvarð­anir stjórn­valda hafi laga­stoð og þá ger­ist þetta? Hvenær gerð­ist það að ekki er þörf á skýrri laga­heim­ild til svona tak­mörk­un­ar? Er þetta vegna þess að rík­is­stjórnin treystir sér ekki til að fara með þetta fyrir Alþing­i?“ skrifar hún.

Hvað ef fólk neitar skimun?

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra fer yfir ákvarð­anir rík­is­stjórn­ar­innar varð­andi tak­mark­anir á landa­mærum á Face­book í dag. Þar segir hún að því miður séu dæmi um að fólk hafi brotið reglur um sótt­kví og því verði tvö­föld skimun með fimm daga sótt­kví fram­vegis skylda.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld Beck.

„Ef fólk neitar slíku mun hvert slíkt dæmi verða skoðað og brugð­ist við með við­eig­andi hætt­i,“ skrifar for­sæt­is­ráð­herra, en útskýrir ekki frekar með hvaða hætti yrði brugð­ist við. 

Í sömu færslu segir for­sæt­is­ráð­herra ljóst að ekki séu laga­legar heim­ildir til að skylda fólk í far­sótt­ar­hús. Í anda með­al­hófs hafi stjórn­völdum þótt mik­il­vægt að bjóða upp á val­kosti en dæmin um brot á sótt­kví segi rík­is­stjórn­inni að þetta skref sé „­nauð­syn­legt til að tryggja enn betur sótt­varn­ir.“

Inn­á­skipt­ingar hjá Sjálf­stæð­is­flokki

Vel­ferð­ar­nefnd hefur rætt um breyt­ingar á sótt­varna­lögum núna í upp­hafi árs, á fimm fund­um. Báðir full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks í nefnd­inni, Ásmundur Frið­riks­son og Vil­hjálmur Árna­son, hafa verið fjar­ver­andi á nokkrum þeirra.

Í stað þeirra hafa Sig­ríður Á. And­er­sen og Birgir Ármanns­son þing­flokks­for­maður komið inn í nefnd­ina. Bryn­dís Har­alds­dóttir er vara­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í nefnd­inni en hún hefur ekki verið kölluð inn í for­föllum þeirra Ásmundar og Vil­hjálms.

Vil­hjálmur segir við Kjarn­ann að það sé ekki þannig að það sé alltaf farið eftir því hver er vara­maður flokks­ins í nefnd­inni þegar senda þurfi afleys­inga­fólk á nefnd­ar­fundi. Það sé ein­fald­lega spurt hvort ein­hver geti hlaupið í skarðið og þá stígi þeir sem hafi áhuga á því fram og sitji fund­ina.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent