Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku

„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.

Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Auglýsing

Ólafur Þór Gunn­ars­son, þing­maður Vinstri grænna og 1. vara­for­maður vel­ferð­ar­nefndar Alþing­is, gerir sér vonir um að vel­ferð­ar­nefnd nái að ljúka vinnu sinni við breyt­ingar á sótt­varna­lögum í næstu viku og málið geti þá fengið skjóta afgreiðslu þings­ins.

Eins og greint var frá í gær vildi þing­flokkur Sam­fylk­ingar að þing kæmi saman í dag til þess að gera breyt­ingar á sótt­varna­lögum sem myndu skjóta laga­stoðum undir þær hertu aðgerðir á landa­mærum Íslands  sem Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur lagt til við heil­brigð­is­ráð­herra í ljósi mik­ils upp­gangs far­ald­urs­ins erlendis og nýrra og meira smit­andi afbrigða kór­ónu­veirunn­ar.

Ekki varð af því, en sam­kvæmt því sem Kjarn­inn kemst næst voru ein­ungis þing­flokkar Við­reisnar og Flokks fólks­ins fylgj­andi því að þingið kæmi saman í dag til þess að gera slíkar breyt­ing­ar. ­Rík­is­stjórnin sam­þykkti hins vegar á fundi sínum í dag að skylda alla í skimun, ef til vill nokkuð óvænt, í ljósi fyrri orða heil­brigð­is­ráð­herra og sótt­varna­læknis um mál­ið. 

Sótt­varna­læknir virt­ist búinn að sætta sig við að ekki yrði hægt, sam­kvæmt gild­andi sótt­varna­lög­um, að fara þá að skylda alla sem til lands­ins koma í tvö­falda skimun, en það er þó leiðin sem rík­is­stjórnin sam­þykkti á fundi sínum í dag.

Auglýsing

„Við teljum að lögin séu næg­i­­lega styðj­andi við þessa ákvörðun vegna þess hve alvar­­leg staðan er. Því gríp ég til þessa neyð­­ar­úr­ræð­is,“ sagði Svan­­dís Svav­­­ar­s­dóttir í við­tali í hádeg­is­fréttum Bylgj­unn­­ar. 

Tekið skal fram að komu­far­þegar sem geta fram­vísað gildu vott­orði sem sýnir fram á að COVID-19 sýk­ing sé afstaðin eru áfram und­an­þegnir sótt­varna­að­gerðum á landa­mærum og það sama mun gilda um komu­far­þega sem geta fram­vísað gildu bólu­setn­ing­ar­vott­orð­i. 

Þyrfti ekk­ert að vera að leika ein­hvern milli­leik

Ólafur Þór sagði við Kjarn­ann, áður en rík­is­stjórnin kynnti ákvörðun sína í hádeg­inu, að á fundi nefnd­ar­innar í gær hafi Helga Vala Helga­dóttir þing­maður Sam­fylk­ingar reifað það að leggja fram til­lögu að skjótum laga­breyt­ing­um.

Það hefði verið rætt, en hann hefði þar komið þeirri skoðun á fram­færi að betra væri að freista þess að klára það frum­varp sem hefur legið fyrir og nefndin hefur verið að vinna. Vel­ferð­ar­nefndin hélt auka­fund um málið í dag og annar er fyr­ir­hug­aður á mánu­dag.

Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna.



„Ég hef vænt­ingar til þess að klára málið í næstu viku. Þá þarf ekk­ert að vera að leika ein­hvern svona milli­leik,“ sagði Ólafur Þór. 

End­ur­skoð­unin sem nú stendur yfir á sótt­varna­lögum er til þess að bregð­ast við þeim athuga­semdum sem komu fram í álits­gerð Páls Hreins­sonar um vald­heim­ildir sótt­varna­læknis og heil­brigð­is­ráð­herra til opin­berra sótt­varna­ráð­staf­ana og ætlað að skerpa á þeim. 

Óviss um að laga­stoð sé fyrir ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar

Helga Vala Helga­dóttir þing­maður Sam­fylk­ingar seg­ist ekki skilja neitt í þeirri ákvörðun sem rík­is­stjórnin sam­þykkti á fundi sínum í dag. „Bara alls ekki neitt,“ skrifar Helga Vala á Face­book

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar. Mynd: Bára Huld Beck

„Hér sitjum við í vel­ferð­ar­nefnd sveitt með ýmsum lög­spek­ingum að ræða stjórn­ar­skrá, með­al­hóf og mik­il­vægi þess að ákvarð­anir stjórn­valda hafi laga­stoð og þá ger­ist þetta? Hvenær gerð­ist það að ekki er þörf á skýrri laga­heim­ild til svona tak­mörk­un­ar? Er þetta vegna þess að rík­is­stjórnin treystir sér ekki til að fara með þetta fyrir Alþing­i?“ skrifar hún.

Hvað ef fólk neitar skimun?

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra fer yfir ákvarð­anir rík­is­stjórn­ar­innar varð­andi tak­mark­anir á landa­mærum á Face­book í dag. Þar segir hún að því miður séu dæmi um að fólk hafi brotið reglur um sótt­kví og því verði tvö­föld skimun með fimm daga sótt­kví fram­vegis skylda.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld Beck.

„Ef fólk neitar slíku mun hvert slíkt dæmi verða skoðað og brugð­ist við með við­eig­andi hætt­i,“ skrifar for­sæt­is­ráð­herra, en útskýrir ekki frekar með hvaða hætti yrði brugð­ist við. 

Í sömu færslu segir for­sæt­is­ráð­herra ljóst að ekki séu laga­legar heim­ildir til að skylda fólk í far­sótt­ar­hús. Í anda með­al­hófs hafi stjórn­völdum þótt mik­il­vægt að bjóða upp á val­kosti en dæmin um brot á sótt­kví segi rík­is­stjórn­inni að þetta skref sé „­nauð­syn­legt til að tryggja enn betur sótt­varn­ir.“

Inn­á­skipt­ingar hjá Sjálf­stæð­is­flokki

Vel­ferð­ar­nefnd hefur rætt um breyt­ingar á sótt­varna­lögum núna í upp­hafi árs, á fimm fund­um. Báðir full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks í nefnd­inni, Ásmundur Frið­riks­son og Vil­hjálmur Árna­son, hafa verið fjar­ver­andi á nokkrum þeirra.

Í stað þeirra hafa Sig­ríður Á. And­er­sen og Birgir Ármanns­son þing­flokks­for­maður komið inn í nefnd­ina. Bryn­dís Har­alds­dóttir er vara­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í nefnd­inni en hún hefur ekki verið kölluð inn í for­föllum þeirra Ásmundar og Vil­hjálms.

Vil­hjálmur segir við Kjarn­ann að það sé ekki þannig að það sé alltaf farið eftir því hver er vara­maður flokks­ins í nefnd­inni þegar senda þurfi afleys­inga­fólk á nefnd­ar­fundi. Það sé ein­fald­lega spurt hvort ein­hver geti hlaupið í skarðið og þá stígi þeir sem hafi áhuga á því fram og sitji fund­ina.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent