Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti

Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.

Helgi Hrafn Gunnarsson
Helgi Hrafn Gunnarsson
Auglýsing

„Ef við ætlum að verj­ast upp­gangi nýfas­ism­ans, hvort sem það er til skemmri tíma eða lengri, þá verðum við að hafa hug­föst þau lýð­ræð­is­legu gildi sem byggja á opinni, lýð­ræð­is­legri og upp­lýstri umræðu. Við megum ekki gleyma mik­il­vægi þess og við megum ekki láta eins og það ger­ist af sjálfu sér. Við eigum þegar við erum orðin full­orðin að geta gert grein­ar­mun á stað­reyndum og þvætt­ingi. Staðan er sú að í hinum svo­kall­aða vest­ræna heimi er það ekki svo skýrt.“

Þetta sagði Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­flokks­for­maður Pírata, undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag og vék hann að brott­hvarfi Banda­ríkja­for­seta úr emb­ætti í þessu sam­heng­i. 

„Í dag lætur af störfum nýfas­ist­inn og hrott­inn Don­ald Trump sem for­seti Banda­ríkj­anna. Það er mikið fagn­að­ar­efni og þarf þá ekk­ert að styðja and­stæð­inga hans neitt sér­stak­lega mikið til þess að fagna því. Og þegar litið er til þess hvernig hann komst til valda þá er eitt alveg sér­stak­lega áber­andi; og það er virð­ing­ar­leysi fyrir stað­reynd­um, fyrir sann­leik­an­um, fyrir því að það er munur á því hvað sé satt og hvað sé ósatt. Stað­reyndir eru ekki við­horf, skoð­anir eru ekki rök í eðli sín­u.“

Auglýsing

Bless­un­ar­lega laus við mjög sýni­legan upp­gang nýfas­isma á Íslandi

Benti þing­mað­ur­inn á að Íslend­ingar hefðu verið bless­un­ar­lega lausir við mjög sýni­legan upp­gang nýfas­isma að und­an­förnu og sagði hann að margt kæmi þar til.

„Hins vegar þegar litið er vestan hafs eða til Evr­ópu þá sést upp­gang­ur­inn nýfas­ism­ans mjög skýrt. Vand­inn ver­andi sá að við erum orðin svo vön því að búa í frjáls­lyndum lýð­ræð­is­sam­fé­lögum – hér á þessu svæði og í nágranna­löndum okkar – að okkur dettur ein­hvern veg­inn ekki til hugar að þetta geti verið raun­in. Að ein­hver voða­verk eins og þau sem voru framin á sein­ustu öld og eru hvað fræg­ust og alræmd­ust að þau geti verið framin aft­ur,“ sagði Helgi Hrafn og bætti því að það gæti þó gerst ef „við gleymum því að það sé mögu­leg­t“. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent