Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti

Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.

Helgi Hrafn Gunnarsson
Helgi Hrafn Gunnarsson
Auglýsing

„Ef við ætlum að verj­ast upp­gangi nýfas­ism­ans, hvort sem það er til skemmri tíma eða lengri, þá verðum við að hafa hug­föst þau lýð­ræð­is­legu gildi sem byggja á opinni, lýð­ræð­is­legri og upp­lýstri umræðu. Við megum ekki gleyma mik­il­vægi þess og við megum ekki láta eins og það ger­ist af sjálfu sér. Við eigum þegar við erum orðin full­orðin að geta gert grein­ar­mun á stað­reyndum og þvætt­ingi. Staðan er sú að í hinum svo­kall­aða vest­ræna heimi er það ekki svo skýrt.“

Þetta sagði Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­flokks­for­maður Pírata, undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag og vék hann að brott­hvarfi Banda­ríkja­for­seta úr emb­ætti í þessu sam­heng­i. 

„Í dag lætur af störfum nýfas­ist­inn og hrott­inn Don­ald Trump sem for­seti Banda­ríkj­anna. Það er mikið fagn­að­ar­efni og þarf þá ekk­ert að styðja and­stæð­inga hans neitt sér­stak­lega mikið til þess að fagna því. Og þegar litið er til þess hvernig hann komst til valda þá er eitt alveg sér­stak­lega áber­andi; og það er virð­ing­ar­leysi fyrir stað­reynd­um, fyrir sann­leik­an­um, fyrir því að það er munur á því hvað sé satt og hvað sé ósatt. Stað­reyndir eru ekki við­horf, skoð­anir eru ekki rök í eðli sín­u.“

Auglýsing

Bless­un­ar­lega laus við mjög sýni­legan upp­gang nýfas­isma á Íslandi

Benti þing­mað­ur­inn á að Íslend­ingar hefðu verið bless­un­ar­lega lausir við mjög sýni­legan upp­gang nýfas­isma að und­an­förnu og sagði hann að margt kæmi þar til.

„Hins vegar þegar litið er vestan hafs eða til Evr­ópu þá sést upp­gang­ur­inn nýfas­ism­ans mjög skýrt. Vand­inn ver­andi sá að við erum orðin svo vön því að búa í frjáls­lyndum lýð­ræð­is­sam­fé­lögum – hér á þessu svæði og í nágranna­löndum okkar – að okkur dettur ein­hvern veg­inn ekki til hugar að þetta geti verið raun­in. Að ein­hver voða­verk eins og þau sem voru framin á sein­ustu öld og eru hvað fræg­ust og alræmd­ust að þau geti verið framin aft­ur,“ sagði Helgi Hrafn og bætti því að það gæti þó gerst ef „við gleymum því að það sé mögu­leg­t“. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent