Bolli biðst afsökunar á rangfærslu – Vigdís skýtur til baka á Dag

Borgarstjórinn í Reykjavík segir að heimili sitt hafi verið gert að skotskífu og að það hafi fyllt hann óhug þegar myndband af heimili hans hóf að birtast á vefmiðlum. Vigdís Hauksdóttir segir borgarstjóra hafa talað um sitt heimili á borgarstjórnarfundi.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Auglýsing

Bolli Krist­ins­son, athafna­maður sem oft er kenndur við Sautján, hefur beðist afsök­unar á einni rang­færslu í mynd­bandi sem bar heitið „Björgum mið­bæn­um“ og birt var í síð­asta mán­uði. Hann ætlar að biðja um að mynd­bandið verði fjar­lægt. Það hefur enn ekki verið gert. 

­Bolli er á meðal þeirra sem stóðu að gerð mynd­bands­ins, en hann hefur leitt hóp sem barist hefur af mik­illi hörku gegn götu­lok­unum á Lauga­vegi og Skóla­vörðu­stíg og öðrum breyt­ingum sem borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­inn, undir for­ystu Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra, hafa beitt sér fyr­ir.

Í mynd­band­inu, sem horft hefur verið á í yfir 30 þús­und skipti, var því haldið fram að Dagur hefði keypt þrjú bíla­stæði við heim­ili sitt af Reykja­vík­ur­borg án útboðs og að kostn­aður við gerð Óðins­torgs, sem stendur í námunda við heim­ili Dags, hafi verið á 657 millj­ónir króna. Hið rétta er að Dagur og fjöl­skylda hans keyptu tvö stæði fyrir ára­tug síðan af nágrönn­um, enda stæðin í einka­eigu. Raun­veru­legur kostn­aður við gerð Óðins­torgs var 60,6 millj­ónir króna sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg sem send var út á föstu­dag.

 Í stöðu­upp­færslu sem Bolli setti inn á Face­book-­síðu aðgerða­hóps­ins „Opnum Lauga­veg og Skóla­vörðu­stíg“ í gær­kvöldi gengst hann ein­ungis við einni rang­færslu, þeirra em snýr að bíla­stæðum við heim­ili borg­ar­stjóra. „„Ég hef aldrei verið ósann­inda­maður og var mér sagt að allt sem þarna er sagt væri eftir áreið­an­legum heim­ild­ar­mönn­um,“ ­skrif­aði Boll­i. 

Segir heim­ili sitt hafa verið gert að skot­skífu

Í umræddu mynd­bandi var heim­ili borg­­ar­­stjóra sýnt og söm­u­­leiðis áður­nefnd bíla­­stæði hans. Borg­­ar­­stjóri var í sama mund sak­aður um spill­ing­u.

Mynd­bandið hefur verið sett í nýtt sam­hengi eftir að byssu­kúlur fund­ust í bif­reið Dags fyrir rúmri viku. Talið er að skotið hafi verið á bif­reið­ina þar sem hún stóð fyrir utan heim­ili borg­ar­stjóra. Skömmu áður hafði verið skotið á skrif­stofu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. 

Dagur sagði í Silfri Egils í gær að hann gæti ekki full­yrt um orsaka­sam­hengi milli mynd­bands­ins og skotárás­ar­inn­ar. „Hins­vegar sagði ég strax þegar farið var að keyra þetta á stærstu net­miðlum lands­ins að þetta ylli mér óhug. Ég var ekk­ert einn í fjöl­skyld­unni um það. Okkur fannst þetta mjög óhugn­an­legt. Mér fannst þarna verið að fara inn á alveg nýjar brautir í íslenskri póli­tík, færa mörkin og gera heim­ili mitt að skot­skífu. Þá grun­aði mig ekki það sem núna gerð­is­t.“

Auglýsing
Karl­maður um sex­tugt var á laug­ar­dag í Hér­­aðs­­dómi Reykja­víkur úrskurð­aður í gæslu­varð­hald til 1. febr­­úar á grund­velli rann­­sókn­­ar­hags­muna að kröfu Lög­­regl­unnar á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­in­u vegna máls­ins. Annar karl­maður hefur einnig rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­inu.

Vig­dís skýtur til baka

Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, kom einnig að gerð mynd­bands­ins með því að lesa yfir það. Í stöðu­upp­færslu á Face­book í morgun seg­ist hún að fjöl­miðlar hafi reglu­lega upp­lýst um búsetu kjör­inna full­trúa, og hlekkjar því til stuðn­ings í frétt mbl.is um búsetu borg­ar­full­trúa frá byrjun árs 2018. 

Vig­dís seg­ist ekki fylgj­andi slíku. „Þá er einnig rétt að upp­lýsa um að borg­ar­stjóri gerði heim­ili mitt að umtals­efni í ræðu sinni á borg­ar­stjórn­ar­fundi á síð­asta ári þegar skipu­lags­mál voru til umræðu Góð þró­un? Nei lík­lega ekki.“

Í athuga­semd við eigin færslu bætir Vigdiís svo við að Dagur hafi opnað heim­ili sitt fyrir gestum og gang­andi á hverju ári, og vísar þar í vöflu­kaffi sem borg­ar­stjór­inn og fjöl­skylda hans hafa staðið fyrir á Menn­ing­arnótt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent