ESB borgar mun meira fyrir fiskveiðar heldur en íslenskar útgerðir

ESB mun greiða grænlenska ríkinu tæpa þrjá milljarða króna á ári fyrir fiskveiðar í grænlenskri lögsögu. Ef miðað er við hvert veitt kíló er verðið líklega fjórfalt meira en það sem íslenska ríkið fær frá útgerðunum í gegnum veiðigjöld og tekjuskatt.

ESB keypti grænlenskan kvóta á háu verði.
ESB keypti grænlenskan kvóta á háu verði.
Auglýsing

Samkvæmt nýjum fiskveiðisamningi á milli Grænlands og Evrópusambandsins (ESB) mun grænlenska ríkið fá tæplega þrjá milljarða króna frá ESB næstu tvö árin vegna veiða evrópskra skipa á Grænlandsmiðum. Greiðslur ESB nema tæpum 120 krónum á hvert kíló af fiski, sem er líklega fjórum sinnum hærra verð en íslensk fyrirtæki greiða ríkinu í veiðigjöld og tekjuskatt fyrir fiskveiðar.

Greint var frá samningnum á milli Grænlands og ESB í fréttatilkynningu á heimasíðu grænlensku ríkisstjórnarinnar í síðasta mánuði, en samkvæmt henni munu greiðslurnar bæði innihalda leyfi á afnot á veiðiheimildum og þróunaraðstoð til grænlenska sjávarútvegsins. Samningurinn gildir út næstu fjögur árin, en búist er við að Grænland fái um 141 milljón danskra króna fyrstu tvö árin, sem samsvarar 2,95 milljörðum íslenskra króna. Á tveimur síðustu árum samningsins er svo búist við að greiðslurnar hækki enn frekar. 

119 krónur gegn 27

Greitt er fyrir veiðiheimildir á rúmlega 32 þúsund tonnum af ellefu tegundum af fiski og rækjum. Ef verðmæti hverrar tegundar er reiknað eftir svokölluðum þorsksígildisstuðli fæst að grænlenska ríkið fær um það bil 119 krónur á hvert kíló. 

Auglýsing

Þetta er töluvert hærra verð heldur en útgerðir greiða fyrir veiðiheimildir hér á landi með veiðigjaldi, en miðað við úthlutun aflaheimilda í ár fær íslenska ríkið um það bil 14 krónur á hvert kíló í gegnum þau. Ef gert er ráð fyrir að útgerðirnar greiði jafnmikið í tekjuskatt vegna fiskveiða og hún hefur gert að meðaltali á síðustu átta árum mætti búast við að ríkið fái um 27 krónur á hvert veitt kíló af sjávarfangi frá þessum tveimur tekjuliðum. 

Lengd og stærð samnings skiptir máli

Friðrik Þór Gunnarsson, hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir marga þætti geta útskýrt háa verðið sem ESB greiðir fyrir fiskveiðar á Grænlandsmiðum. 

Sem dæmi nefnir hann að ýmsar aðrar ástæður gætu legið að baki þessum greiðslum heldur en eingöngu veiðiheimildir, en þróunaraðstoð er innifalin í fiskveiðisamningnum. Einnig segir hann að magnið sem um ræðir er takmarkað og samningurinn til skamms tíma, en í slíkum aðstæðum sé ekki óalgengt að veiðiréttindi á hvert kíló fari á mjög háum verðum sem nálgast endanlegt söluverð. Heildarkvótinn á Grænlandsmiðum færi þó aldrei á jafnháu verði, þar sem slíkt yrði of þungur biti fyrir fyrirtækin.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent