ESB borgar mun meira fyrir fiskveiðar heldur en íslenskar útgerðir

ESB mun greiða grænlenska ríkinu tæpa þrjá milljarða króna á ári fyrir fiskveiðar í grænlenskri lögsögu. Ef miðað er við hvert veitt kíló er verðið líklega fjórfalt meira en það sem íslenska ríkið fær frá útgerðunum í gegnum veiðigjöld og tekjuskatt.

ESB keypti grænlenskan kvóta á háu verði.
ESB keypti grænlenskan kvóta á háu verði.
Auglýsing

Sam­kvæmt nýjum fisk­veiði­samn­ingi á milli Græn­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) mun græn­lenska ríkið fá tæp­lega þrjá millj­arða króna frá ESB næstu tvö árin vegna veiða evr­ópskra skipa á Græn­lands­mið­um. Greiðslur ESB nema tæpum 120 krónum á hvert kíló af fiski, sem er lík­lega fjórum sinnum hærra verð en íslensk fyr­ir­tæki greiða rík­inu í veiði­gjöld og tekju­skatt fyrir fisk­veið­ar.

Greint var frá samn­ingnum á milli Græn­lands og ESB í frétta­til­kynn­ingu á heima­síðu græn­lensku rík­is­stjórn­ar­innar í síð­asta mán­uði, en sam­kvæmt henni munu greiðsl­urnar bæði inni­halda leyfi á afnot á veiði­heim­ildum og þró­un­ar­að­stoð til græn­lenska sjáv­ar­út­vegs­ins. Samn­ing­ur­inn gildir út næstu fjögur árin, en búist er við að Græn­land fái um 141 milljón danskra króna fyrstu tvö árin, sem sam­svarar 2,95 millj­örðum íslenskra króna. Á tveimur síð­ustu árum samn­ings­ins er svo búist við að greiðsl­urnar hækki enn frek­ar. 

119 krónur gegn 27

Greitt er fyrir veiði­heim­ildir á rúm­lega 32 þús­und tonnum af ell­efu teg­undum af fiski og rækj­um. Ef verð­mæti hverrar teg­undar er reiknað eftir svoköll­uðum þorsk­sí­gild­is­stuðli fæst að græn­lenska ríkið fær um það bil 119 krónur á hvert kíló. 

Auglýsing

Þetta er tölu­vert hærra verð heldur en útgerðir greiða fyrir veiði­heim­ildir hér á landi með veiði­gjaldi, en miðað við úthlutun afla­heim­ilda í ár fær íslenska ríkið um það bil 14 krónur á hvert kíló í gegnum þau. Ef gert er ráð fyrir að útgerð­irnar greiði jafn­mikið í tekju­skatt vegna fisk­veiða og hún hefur gert að með­al­tali á síð­ustu átta árum mætti búast við að ríkið fái um 27 krónur á hvert veitt kíló af sjáv­ar­fangi frá þessum tveimur tekju­lið­u­m. 

Lengd og stærð samn­ings skiptir máli

Frið­rik Þór Gunn­ars­son, hag­fræð­ingur hjá Sam­tökum fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), segir marga þætti geta útskýrt háa verðið sem ESB greiðir fyrir fisk­veiðar á Græn­lands­mið­u­m. 

Sem dæmi nefnir hann að ýmsar aðrar ástæður gætu legið að baki þessum greiðslum heldur en ein­göngu veiði­heim­ild­ir, en þró­un­ar­að­stoð er inni­falin í fisk­veiði­samn­ingn­um. Einnig segir hann að magnið sem um ræðir er tak­markað og samn­ing­ur­inn til skamms tíma, en í slíkum aðstæðum sé ekki óal­gengt að veiði­rétt­indi á hvert kíló fari á mjög háum verðum sem nálg­ast end­an­legt sölu­verð. Heild­ar­kvót­inn á Græn­lands­miðum færi þó aldrei á jafn­háu verði, þar sem slíkt yrði of þungur biti fyrir fyr­ir­tæk­in.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirvöld eru byrjuð að birta upplýsingar sem gefa gleggri mynd af 14 daga nýgengi smita í hópi komufarþega til landsins.
Nýgengi smita á landamærum birt í samhengi við fjölda komufarþega
Nú má sjá á tölfræðivef yfirvalda upplýsingar um 14 daga nýgengi smita sem greinast í landamæraskimunum í samhengi við fjölda farþega sem koma til landsins. Nýgengið er nú yfir 450 á hverja 100 þúsund farþega.
Kjarninn 21. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent