Boltinn enn hjá Pfizer – „Við verðum tilbúin í hvaða leik sem er“

Ef samningur næst við Pfizer yrði hægt að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á mjög skömmum tíma. „Vonandi fáum við bóluefni hraðar og þá getum við drifið þetta af sem fyrst,“ segir sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Sótt­varna­læknir segir að vel hafi gengið inn­an­lands og á landa­mær­unum und­an­farið en benti á að sex­tíu manns hefðu greinst með breska afbrigðið hér á landi, þar af fjórtán inn­an­lands, allt fólk sem tengd­ist ein­stak­lingum sem höfðu greinst með það á landa­mær­un­um. Þetta afbrigði veirunn­ar, sem er meira smit­andi en önn­ur, er ein helsta ástæða þess að var­lega þarf að fara í til­slak­anir aðgerða vegna far­ald­urs­ins. „Það gengur áfram vel hjá okkur að halda far­aldr­inum niðri inn­an­lands og ef við tökum síð­ustu viku hafa tveir greinst inn­an­lands og annar var í sótt­kví,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. „Þannig að það eru öll merki um að það hafi tek­ist ágæt­lega að ná utan um þriðju bylgj­una. En við getum sagt að það sé ekki búið að upp­ræta veiruna í sam­fé­lag­inu og þess vegna þurfum við að fara var­lega áfram, fara hægt í til­slak­an­ir.“

AuglýsingHann sagð­ist nú vera með til­lögur að „vægum til­slök­un­um“ í smíðum sem hann muni skila ráð­herra á næstu dög­um. Hann vildi ekki fara nánar út í hverjar þessar til­lögur hans væru. Ítrek­aði hann að far­ald­ur­inn væri enn í mik­illi upp­sveiflu í nágranna­lönd­um, m.a. vegna þess að þar var slakað veru­lega á aðgerðum um jól og ára­mót. „Við eigum að passa okkur að lenda ekki í sama fari og nágrannar okk­ar.“

Áhyggjur bein­ast að landa­mærum

Þórólfur sagði að helstu áhyggj­urnar núna snéru að landa­mær­un­um. Þar er hætta á að smit kom­ist inn í landið – sér­stak­lega er hættan mikil vegna hins breska afbrigð­is. Fyr­ir­komu­lagið á landa­mær­un­um, tvö­föld sýna­taka með sótt­kví á milli, hafi fyrir löngu sannað gildi sitt. Engu að síður er alltaf hætta á því að ein­hver smit sleppi inn og nefndi Þórólfur sem dæmi að á því hefði borið að fólk sem hingað kæmi gæfi rangar upp­lýs­ingar um aðsetur og síma­númer svo erfitt væri að ná í það ef það grein­ist jákvætt í fyrri sýna­töku. „Það er und­ar­legt að segja frá því að Ísland er með einna minnst íþyngj­andi tak­mark­anir í Evr­ópu og því mögu­legt að fólk vilji koma hingað í auknum mæli og valdi þannig álagi á landa­mær­in.“Skoða þurfi því hvernig hægt er að bregð­ast við þessu og tryggja sem best að veiran kom­ist ekki inn um landa­mær­in. Þórólfur sagði fyrsta skrefið að tryggja laga­grund­völl til að beita aðgerðum og skor­aði hann á Alþingi að sam­þykkja breyt­ingar á sótt­varna­lögum sem fyrst. Til dæmis yrði þá hægt að skylda fólk sem hingað kem­ur, án stað­fest­ingar á nei­kvæðu COVID-­prófi, til að dvelja í far­sótt­ar­húsi á meðan sótt­kví stend­ur.

14 þús­und skammtar frá Astr­aZeneca á leið­inni

Sam­kvæmt nýrri dreif­ing­ar­á­ætlun lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Astr­aZeneca munum við fá 14 þús­und skammta af bólu­efni fyr­ir­tæk­is­ins í febr­úar í viku­legum send­ing­um. Það efni verður aðeins gefið fólki yngra en 65 ára. Þrír mán­uðir verða látnir líða á milli skammt­anna tveggja sem þarf að gefa því þannig næst hámarks­virkni efn­is­ins, sagði Þórólf­ur.„Við megum búast við að fá að minnsta kosti 74 þús­und skammta fyrir mán­aða­mót mars og apríl sem dugar til að bólu­setja 34 þús­und manns,“ sagði sótt­varna­lækn­ir. „Ég hef trú á því að við náum mik­illi útbreiðslu bólu­setn­ingar á næstu vikum og mán­uðum og að hægt verði að aflétta mörgum þeim aðgerðum sem verið hafa í gildi inn­an­lands og á landa­mær­un­um.“Það muni þó taka mið af þróun far­ald­urs­ins og því magni bólu­efna sem hingað kemur á næst­unni.

Skýrast mun mjög fljótlega hvort að samningar náist við Pfizer um hraða bólusetningu hér á landi í rannsóknarskyni. Mynd: EPA

Mikið hefur verið rætt síð­ustu daga um samn­ing við Pfizer sem gæti orðið til þess að mikið magn bólu­efnis bær­ist hingað á skömmum tíma. „Það er ekki kom­inn samn­ingur og bolt­inn er ennþá hjá Pfiz­er,“ sagði Þórólfur á fund­in­um. Hann sagð­ist eiga von á því að fá frek­ari skila­boð frá lyfja­fyr­ir­tæk­inu á næstu dög­um.Ef samn­ingur næst við Pfizer yrði hægt að bólu­setja stóran hluta þjóð­ar­innar á mjög skömmum tíma. Heilsu­gæsla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins gæti bólu­sett tugi þús­unda á dag sam­kvæmt þeim sviðs­myndum sem búið er að teikna upp. „Von­andi fáum við bólu­efni hraðar og þá getum við drifið þetta af sem fyrst,“ sagði Þórólf­ur. „Ég held að við verðum til­búin i hvaða leik sem er.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent