Orkunotkun rafmyntarinnar Bitcoin á pari við orkunotkun Noregs

Þróun orkunotkunar Bitcoin helst í hendur við verðþróun myntarinnar. Nýleg hækkun á verði Bitcoin gerir það að verkum að hvati til að grafa eftir henni eykst og orkunotkunin sömuleiðis.

Sú hækkun sem orðið hefur á virði Bitcoin nýlega má rekja til umtalsverðra kaupa bílaframleiðandans Tesla á myntinni.
Sú hækkun sem orðið hefur á virði Bitcoin nýlega má rekja til umtalsverðra kaupa bílaframleiðandans Tesla á myntinni.
Auglýsing

Orku­þörf raf­mynt­ar­innar Bitcoin nemur rúm­lega 120 tera­vatt­stundum á árs­grund­velli sam­kvæmt grein­ingu vís­inda­manna við Cambridge háskóla. Til að setja þessa orku­notkun í sam­hengi, þá nam raf­orku­notkun á Íslandi árið 2019 19,5 tera­vatt­stundum sam­kvæmt tölum frá Orku­stofnun.

Það er rétt innan við einn sjötti af þeirri orku sem notuð er til að grafa eftir raf­mynt­inni. Raf­orku­fram­leiðsla Fljóts­dals­stöðvar, sem í dag­legu tali er kölluð Kára­hnjúka­virkj­un, er um 4,8 tera­vatt­stundir á ári. Því þyrfti 25 slíkar virkj­anir til að anna orku­þörf raf­mynt­ar­innar Bitcoin.

Auglýsing

Fjallað er um grein­ingu á orku­notkun í greftri eftir Bitcoin á vef BBC en þar kemur fram að ólík­legt þyki að þessi tala muni lækka á næst­unni, ekki nema að verðið á raf­mynt­inni lækki umtals­vert. Verð fyrir hverja ein­ingu Bitcoin hefur aldrei verið jafn hátt og á allra síð­ustu dögum en það hefur numið rétt um 50 þús­und Banda­ríkja­dölum fyrir hverja ein­ingu, sem sam­svarar um 6,4 millj­ónum króna.

Kaup Tesla á Bitcoin hefur keyrt upp verðið

Þessi verð­hækkun kemur í kjöl­far til­kynn­ingar frá raf­bíla­fram­leið­and­anum Tesla þar sem sagt var frá því að fyr­ir­tækið hefði keypt Bitcoin fyrir um einn og hálfan millj­arð Banda­ríkja­dala og hygð­ist bjóða neyt­endum að borga fyrir bíla fyr­ir­tæk­is­ins með Bitcoin. Sú ákvörðun hefur sætt gagn­rýni og er hún sögð grafa undan áherslum fyr­ir­tæk­is­ins er varða umhverf­is­mál.

Hækk­andi verð mynt­ar­innar hefur það svo í för með sér að hvat­inn til þess að grafa eftir mynt­inni eykst. Í áður­nefndri frétt BBC er haft eftir Michel Rauchs, sem vinnur að rann­sókn­inni í Cambridge, að sú hækkun sem orðið hefur á verði mynt­ar­innar upp á síðkastið muni óneit­an­lega auka orku­þörf hennar með auknum greftri.

Á vef Cambridge Centre for Alt­ernative Fin­ance má skoða orku­þörf Bitcoin. Þar er meðal ann­ars hægt að bera ork­una sem raf­myntin notar við orku­notkun ann­arra þjóða. Til dæmis fylgir Bitcoin fast á eftir Norð­mönnum sem nota um 124 tera­vatt­stundir árlega.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent