Orkunotkun rafmyntarinnar Bitcoin á pari við orkunotkun Noregs

Þróun orkunotkunar Bitcoin helst í hendur við verðþróun myntarinnar. Nýleg hækkun á verði Bitcoin gerir það að verkum að hvati til að grafa eftir henni eykst og orkunotkunin sömuleiðis.

Sú hækkun sem orðið hefur á virði Bitcoin nýlega má rekja til umtalsverðra kaupa bílaframleiðandans Tesla á myntinni.
Sú hækkun sem orðið hefur á virði Bitcoin nýlega má rekja til umtalsverðra kaupa bílaframleiðandans Tesla á myntinni.
Auglýsing

Orkuþörf rafmyntarinnar Bitcoin nemur rúmlega 120 teravattstundum á ársgrundvelli samkvæmt greiningu vísindamanna við Cambridge háskóla. Til að setja þessa orkunotkun í samhengi, þá nam raforkunotkun á Íslandi árið 2019 19,5 teravattstundum samkvæmt tölum frá Orkustofnun.

Það er rétt innan við einn sjötti af þeirri orku sem notuð er til að grafa eftir rafmyntinni. Raforkuframleiðsla Fljótsdalsstöðvar, sem í daglegu tali er kölluð Kárahnjúkavirkjun, er um 4,8 teravattstundir á ári. Því þyrfti 25 slíkar virkjanir til að anna orkuþörf rafmyntarinnar Bitcoin.

Auglýsing

Fjallað er um greiningu á orkunotkun í greftri eftir Bitcoin á vef BBC en þar kemur fram að ólíklegt þyki að þessi tala muni lækka á næstunni, ekki nema að verðið á rafmyntinni lækki umtalsvert. Verð fyrir hverja einingu Bitcoin hefur aldrei verið jafn hátt og á allra síðustu dögum en það hefur numið rétt um 50 þúsund Bandaríkjadölum fyrir hverja einingu, sem samsvarar um 6,4 milljónum króna.

Kaup Tesla á Bitcoin hefur keyrt upp verðið

Þessi verðhækkun kemur í kjölfar tilkynningar frá rafbílaframleiðandanum Tesla þar sem sagt var frá því að fyrirtækið hefði keypt Bitcoin fyrir um einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala og hygðist bjóða neytendum að borga fyrir bíla fyrirtækisins með Bitcoin. Sú ákvörðun hefur sætt gagnrýni og er hún sögð grafa undan áherslum fyrirtækisins er varða umhverfismál.

Hækkandi verð myntarinnar hefur það svo í för með sér að hvatinn til þess að grafa eftir myntinni eykst. Í áðurnefndri frétt BBC er haft eftir Michel Rauchs, sem vinnur að rannsókninni í Cambridge, að sú hækkun sem orðið hefur á verði myntarinnar upp á síðkastið muni óneitanlega auka orkuþörf hennar með auknum greftri.

Á vef Cambridge Centre for Alternative Finance má skoða orkuþörf Bitcoin. Þar er meðal annars hægt að bera orkuna sem rafmyntin notar við orkunotkun annarra þjóða. Til dæmis fylgir Bitcoin fast á eftir Norðmönnum sem nota um 124 teravattstundir árlega.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent