Skýrari aðferðarfræði gæti skert greiðslur til stærstu fjölmiðla landsins

Í umsögn fjölmiðlanefndar um frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla er kallað eftir því að aðferðarfræði um það hvernig styrkir hvers og eins séu reiknaðir út sé skýrð betur.

Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.
Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.
Auglýsing

Fjöl­miðla­nefnd telur mik­il­vægt að stjórn­völd skýri þá aðferð­ar­fræði sem þau ætla að nota til að greiða út styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla bet­ur. 

Sá skiln­ingur sem nefndin leggur í frum­varp um styrkt­ar­greiðsl­urn­ar, sem nú er til með­ferðar hjá alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd, er að ef hlutur stuðn­ings­hæfs rekstr­ar­kostn­aðar hjá fjöl­miðli sem mun sækja um styrk sé hærri en 100 millj­ónir króna beri að miða við að hlutar við­kom­andi fyrir hlut­falls­lega skerð­ingu telj­ist aldrei hærri en 100 millj­ónir króna. Stuðn­ing­ur­inn eigi svo að skerð­ast í jöfnum hlut­föllum þar til að heild­ar­upp­hæðin sé sú sama og áætl­aðar fjár­veit­ingar til verk­efn­is­ins. Nefndin telur mik­il­vægt að aðferð­ar­fræðin sem á að styðj­ast við sé skýr og gert sé sér­stak­lega ráð fyrir henni í skýr­ingum með frum­varp­inu. Þannig sé málum ekki háttað nú. 

Þetta kemur fram í umsögn nefnd­ar­innar um frum­varp Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla sem nú er til með­ferðar hjá alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. Sam­kvæmt frum­varp­inu stendur til að útdeila 400 millj­ónum króna í styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla. 

Þessar skýr­ingar geta skipt miklu máli um það hvernig sú upp­hæð sem ætluð er í styrk­ina skipt­ist milli fjöl­miðla. Ef skiln­ingur fjöl­miðla­nefnd­ar, sem hún vill að skerpt verði á í skýr­ing­um, er réttur mun það til að mynda leiða til þess að þau tvö fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sem fengu hæstu styrki allra fjöl­miðla í fyrra,  Árvakur og Sýn, myndu fá lægri styrki nú, verði frum­varpið að lög­um. 

Margra ára ferli

Stuðn­ings­greiðslur úr rík­is­sjóði til einka­rek­inna fjöl­miðla hafa verið í deigl­unni árum sam­an. Segja má að ferlið hafa haf­ist í lok árs 2016 þegar sett var saman nefnd til að móta til­lögur um styrk­ingu rekstr­ar­um­hverfis einka­rek­inna fjöl­miðla. Drög að frum­varpi um þær voru kynnt af mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra fyrir tveimur árum síðan en komust hins vegar ekki á dag­skrá vor­­­þings þess árs vegna mik­illar and­­­­stöðu við málið hjá hluta þing­­­­flokks Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks. 

Auglýsing
Í kjöl­farið voru gerðar breyt­ingar á frum­varp­inu til að koma til móts við þá and­­­stöðu. Í þeim fólst aðal­­­­­lega að stærstu fjöl­miðlar lands­ins myndu fá hærri styrkja­greiðslur en minni fjöl­miðlar myndu skerð­­­ast á mót­i. 

Nýtt frum­varp, sem átti að leggj­­­ast fram í sept­­­em­ber 2019, lét þó á sér standa. Lilja mælti á end­­­anum ekki fyrir frum­varpi um að lög­­­­­festa slíkt styrkja­­­kerfi fyrr en í des­em­ber 2019. Frum­varpið var hins vegar svæft í nefnd, aftur að mestu fyrir til­­­stilli þing­­­manna Sjálf­­­stæð­is­­­flokks, og fékk ekki afgreiðslu. 

Þess í stað var ákveðið að taka þá fjár­­­muni sem búið var að heita í styrk­ina og breyta þeim í ein­­­skiptis neyð­­­ar­­­styrk vegna COVID-19. Lilju var falið að útfæra greiðslu þeirra í reglu­­­gerð. Það gerði hún í byrjun júlí. 

Í reglu­­­gerð­inni var sú breyt­ing gerð á upp­­­runa­­­legri úthlut­un­­­ar­að­­­gerð að sú upp­­­hæð sem stærstu fjöl­miðla­­­fyr­ir­tæki lands­ins gátu sótt í rík­­­is­­­sjóð var tvö­­­­­föld­uð, úr 50 millj­­­ónum króna í 100 millj­­­ónir króna. 

Fyrir vikið skert­ust greiðslur sem upp­­­runa­­­lega voru ætl­­­aðar 20 smærri fjöl­miðla­­­fyr­ir­tækjum um 106 millj­­­ónir króna en sama upp­­­hæð flutt­ist til þriggja stærstu einka­reknu fjöl­miðla­­­­fyr­ir­tækja lands­ins, Árvak­­­­urs, Sýnar og Torgs. 

Það frum­varp sem nú er til umfjöll­unar á þingi er í anda reglu­gerð­ar­inn­ar.

100 millj­ónir fyrir hlut­falls­lega skerð­ingu

Sam­kvæmt frum­varp­inu er hægt að sækja um 25 pró­sent end­ur­greiðslu á stuðn­ings­hæfum kostn­aði en stuðn­ingur hvers og eins getur ekki orðið meiri en 25 pró­sent af fjár­veit­ingum til verk­efn­is­ins. Það þýðir að styrkur getur aldrei orðið meiri en 100 millj­ónir króna.

Fjöl­miðla­nefnd telur hins vegar mik­il­vægt að aðferð­ar­fræði við þennan útreikn­ing á hlut­falls­legri skerð­ingu styrkja sé skýr og að gert sé sér­stak­lega grein fyrir henni í skýr­ing­um. Hún segir að sam­kvæmt orða­lagi og fram­setn­ingu í frum­varp­inu sé aðferð­ar­fræðin sú að ef það komi í ljós að hlutur stuðn­ings­hæfs rekstr­ar­kostn­aðar hjá ein­hverjum umsækj­enda sé hærri en 100 millj­ónir króna beri að miða við að hlutar við­kom­andi fyrir hlut­falls­lega skerð­ingu telj­ist aldrei hærri en 100 millj­ónir króna. Stuðn­ing­ur­inn eigi svo að skerð­ast í jöfnum hlut­föllum þar til að heild­ar­upp­hæðin sé sú sama og áætl­aðar fjár­veit­ingar til verk­efn­is­ins.

Á ein­földu máli þýðir sú breyt­ing sem fjöl­miðla­nefnd leggur til á frum­varp­inu að þau tvö fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sem fengu hæstu styrk­ina síð­ast, Árvakur og Sýn, myndu fá lægri styrki nú, verði frum­varpið að lög­um. Þegar styrkir voru greiddir út til fjöl­miðla sem COVID-19 styrkir í fyrra þá fékk Árvak­ur, sem gefur út Morg­un­blaðið og tengda miðla, 99,9 millj­ónir króna og Sýn, sem rekur frétta­stofu Stöðvar 2, Bylgj­unnar og Vís­is, fékk 91,1 milljón króna þrátt fyrir að að það hlut­fall af end­ur­greið­an­legum starfs­kostn­aði sem deilt var út hafi farið úr 25 í 17 pró­sent vegna þess að sótt var um hærri upp­hæð en var til útdeil­ing­ar. Ástæðan er sú að heild­ar­upp­hæð end­ur­greið­an­legs kostn­aðar var höfð til hlið­sjónar þegar greiðslan var skert.. 

Getur Omega fengið styrk?

Fjöl­miðla­nefnd gerir fleiri athuga­semdir í umsögn­inni, meðal ann­ars við að allir séu styrkja­hæfir sem fjalli um „sam­fé­lags­leg mál­efn­i“. Nefndin telur hug­takið ekki nægi­lega skýrt nægi­lega og að fyrir hendi sé mögu­leiki á því að fjöl­miðlar sem fjalla t.d. ein­vörð­ungu um beinar útsend­ingar eða texta­lýs­ingar af íþrótta­kapp­leikjum eða trú­mál, eins og sjón­varps­stöðin Omega, muni telj­ast styrkj­ar­hæf. 

Þá leggur fjöl­miðla­nefnd til að skýr­ingum á hug­tak­inu „frétta­tengt efni“ verði bætt við ákvæði frum­varps­ins. „Að mati nefnd­ar­innar er t.d. ekki full­kom­lega skýrt hvort íþrótta- og veð­ur­fréttir telj­ist falla undir hug­tak­ið. Hið sama á við um aðra umfjöllun um íþrótt­ir, þar á meðal beinar útsend­ingar og texta­lýs­ingar frá íþrótta­kapp­leikjum og -mót­u­m.“

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segir að það hefði komið fram „í sam­tölum við fram­kvæmda­stjóra fjöl­miðla­nefndar að flókið hafi verið að meta hvort efn­is­tök fjöl­mið­ils væru sann­an­lega fjöl­breytt og hefðu breiða skírskot­un.“

Þessu er hins vegar hafnað í umsögn fjöl­miðla­nefndar og sagt að þar sé vísað í óform­legt sam­tal við Elfu Ýr Gylfa­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra henn­ar, þar sem hún hafi upp­lýst ráðu­neytið um að ekki væri unnt að útbúa lista yfir þá fjöl­miðla sem upp­fylltu slík skil­yrði fyr­ir­fram, enda þyrfti að meta inni­hald hvers mið­ils fyrir sig. „Sú hefði einmitt verið raunin þegar styrkir voru veittir árið 2020 til að mæta efna­hags­legum áhrifum heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Þetta ber að skilja svo að ein­ungis var bent á að um mats­kennda ákvörðun væri að ræða og að meta þyrfti inni­hald hvers mið­ils fyrir sig. Því þyrfti að vanda hug­taka­notkun og tryggja að það væri alveg skýrt hvaða fjöl­miðlar féllu undir ákvæði lag­anna. Það er því ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að meta inni­hald fjöl­miðla með sam­bæri­legum hætti og gert er á hinum Norð­ur­lönd­unum en þar eru gerðar ítar­legar kröfur um breiða skírskotun og fjölbreytt efni og vísað til þess að fag­legar unnar fréttir og frétta­tengt efni sé grund­völlur lýð­ræð­is­legrar umræðu í sam­fé­lag­in­u.“

Kjarn­inn er einn þeirra fjöl­miðla sem upp­­­­­­­­­fyllir þau skil­yrði sem sett eru fyrir stuðn­­­­­ings­greiðsl­­­­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent