Viðskipti með Sýn nífölduðust dagana fyrir frétt um kaup á innviðum

Mikill áhugi vaknaði á meðal fjárfesta á hlutabréfum í Sýn fimm dögum áður en frétt birtist um að bandarískir fjárfestar væru langt komnir með að kaupa óvirka farsímainnviði félagsins. FME getur hvorki staðfest né neitað að málið sé til skoðunar.

Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Auglýsing

Við­skipti með hluta­bréf í Sýn tæp­lega níföld­uð­ust og verð þeirra jókst um 14 pró­sent í byrjun mán­að­ar­ins, nokkrum dögum áður en Við­skipta­blaðið birti frétt um að banda­rískir fjár­festar væru að ljúka kaupum á óvirkum far­síma­innviðum félags­ins. Verð­hækkun félags­ins var langt umfram verð­hækkun mark­að­ar­ins á tíma­bil­inu, en Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­bank­ans gefur ekki upp hvort hluta­bréfa­kaupin séu til skoð­unar hjá yfir­völdum eða ekki. 

Hugs­an­legur sölu­hagn­aður upp á 6 millj­arða

Sam­kvæmt frétt Við­skipta­blaðs­ins, sem birt­ist 11. febr­úar er félag í stýr­ingu banda­ríska fram­taks­sjóðs­ins Digi­tal Colony langt komið með að ljúka kaupum á svoköll­uðum óvirkum far­síma­innviðum Sýnar og Nova fyrir um 13 millj­arða íslenskra króna. 

Kjarn­inn hefur áður fjallað um fyr­ir­hug­aða sölu Sýnar á innvið­um, en sam­kvæmt fjár­festa­til­kynn­ingu sem félagið sendi frá sér í lok októ­ber í fyrra gæti sölu­hagn­aður félags­ins numið 6 millj­örðum króna. Sýn hafði svo í hug að end­ur­leigja þessa inn­viði frá nýju eig­end­unum til 20 ára. 

Við­skipta­blaðið greinir frá því að félagið sem hygð­ist kaupa inn­við­ina ynni að því að fjár­magna kaupin að hluta með útgáfu skulda­bréfs í krónum upp á 8 til 9 millj­arða króna. Þessi fjár­fest­ing hafi verið kynnt líf­eyr­is­sjóðum og öðrum inn­lendum fjár­festum á síð­ustu vikum af fyr­ir­tækja­ráð­gjöf Kviku banka sem hafi umsjón með fjár­mögn­un­inni hér á landi.

Auglýsing

Meiri við­skipti og hærra verð

Á sama tíma hefur áhugi fjár­festa á hluta­bréfum í Sýn auk­ist tölu­vert. Á milli 4. og 11. febr­úar keyptu þeir að með­al­tali fyrir um 98,3 millj­ónir íslenskra króna í félag­inu á hverjum degi, en til sam­an­burðar hefur aðeins verið keypt fyrir um 11,4 millj­ónir króna á hverjum degi frá árs­byrjun að 4. febr­ú­ar. Því nán­ast nífald­að­ist magn við­skipta síð­ustu fimm dag­ana áður en frétt Við­skipta­blaðs­ins birt­ist.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Keldan 

Sam­hliða auknum áhuga á hluta­bréfum í Sýn hefur verð þeirra einnig hækkað tölu­vert á síð­ustu dög­um. Hækk­un­ina má sjá á mynd hér að ofan, en þar sést að verðið í fyr­ir­tæk­inu, sem hafði lækkað Um 10 pró­sent frá árs­byrjun til 4. febr­ú­ar, hækk­aði um 14 pró­sent á örfáum dög­um. Þessi hækkun var langt umfram hækkun vísi­tölu tíu stærstu fyr­ir­tækja Kaup­hall­ar­inn­ar, sem hækk­aði um 5 pró­sent á sama tíma­bili. Engar til­kynn­ingar bár­ust frá félag­inu á vef Kaup­hallar á þessu tíma­bili.

FME hvorki stað­festir né neitar

Sam­kvæmt lögum um inn­herja­svik er fjár­festum óheim­ilt að ráð­stafa hluta­bréfum eða öðrum fjár­mála­gern­ingum á mark­aði ef þeir búa yfir upp­lýs­ingar sem eru óop­in­berar en myndu hafa áhrif á hluta­bréfa­verð ef þær væru gerðar opin­ber­ar. Einnig er óheim­ilt að láta þriðja aðila slíkar upp­lýs­ingar í té og ráð­leggja þriðja aðila að ráð­stafa hluta­bréfum á grund­velli upp­lýs­ing­anna. 

Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­bank­ans hefur eft­ir­lit með fram­kvæmd þess­ara laga, en stofn­un­inni er heim­ilt að krefja ein­stak­linga um allar upp­lýs­ingar og gögn sem það telur nauð­syn­leg. Í svari við fyr­ir­spurn frá Kjarn­anum segir upp­lýs­inga­full­trúi Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að ekki sé hægt að svara því ját­andi eða neit­andi að til­tekið mál sé til skoð­unar eða ekki, þar sem rík þagn­ar­skylda ríkir á Seðla­bank­an­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent