Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi

Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.

Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Auglýsing

Tryggvi Gunn­ars­son umboðs­maður Alþingis mun láta af störfum frá og með 1. maí næst­kom­andi, en frá þessu var greint við upp­haf þing­fundar á Alþingi í dag. Stein­grímur J. Sig­fús­son for­seti Alþingis sagði að Tryggvi hefði beðist lausnar frá starf­inu nýlega og for­sætis­nefnd fall­ist á beiðni hans.

Tryggvi hefur starfað sem umboðs­maður Alþingis frá 1. nóv­em­ber 1998, eða í rúm 22 ár. Umboðs­maður er kjör­inn af Alþingi í emb­ættið til fjög­urra ára í senn. 

Sam­leið Tryggva með emb­ætt­inu nær lengra aft­ur, en hann vann með for­vera sínum Gauki Jör­unds­syni að und­ir­bún­ingi að opnun skrif­stofu umboðs­manns árið 1988, var síðan sér­stakur aðstoð­ar­maður umboðs­manns árið 1989 og aðstoð­aði umboðs­mann við afgreiðslu mála sam­hliða störfum sínum sem lög­maður á árunum 1990 til 1998.

Auglýsing

„Um þessar mundir eru liðin 33 ár síðan ég kom fyrst að starfi umboðs­manns Alþing­is,“ er haft eftir Tryggva á vef emb­ætt­is­ins í dag. 

Þar seg­ist hann ávallt hafa „notið þess að sinna þessum störfum og rækja það verk­efni að greiða úr málum borg­ar­anna í umboði Alþingis gagn­vart stjórn­sýsl­unni. Lög­fræði­lega hefur þetta líka verið ein­stak­linga áhuga­vert og gef­andi. Fá svið lög­fræð­innar hafa á þessum tíma tekið sam­bæri­legum breyt­ingum og stjórn­sýslu­rétt­ur­inn og þar hefur starf umboðs­manns Alþingis átt sinn þátt,“ segir Tryggvi.

Hann seg­ist að und­an­förnu hafa átt þess kost að standa upp frá dag­legum störfum umboðs­manns og huga að því sér­staka áhuga­máli síni að auka fræðslu fyrir starfs­menn stjórn­sýsl­unn­ar, bæði ríkis og sveit­ar­fé­laga, um starfs­hætti í stjórn­sýsl­unni og þær reglur sem gilda um með­ferð mála þar og þjón­ustu í þágu borg­ar­anna. 

„Liður í því er að taka saman aðgengi­legt fræðslu­efni um þessi mál og koma fræðslu um þau í fast­ari skorð­ur. Þetta er eitt af þeim verk­efnum sem ég vil gjarnan fá tæki­færi til að leggja lið áður en líður um of á starfsævi mína en eðli verk­efna og annir í starfi umboðs­manns eru þannig að veru­leg tak­mörk eru á að öðru verði sinnt sam­hliða því,“ segir Tryggvi.

Kjartan Bjarni Björgvinsson hefur verið settur umboðsmaður Alþingis samhliða Tryggva síðan í október.

Kjartan Bjarni Björg­vins­son var settur umboðs­maður Alþingis í októ­ber í fyrra og út lok apr­íl­mán­að­ar, að beiðni Tryggva, en umboðs­maður Alþingis getur beðið um að annar maður sé settur í starf umboðs­manns hafi umboðs­manni verið falin sér­stök tíma­bundin verk­efni af hálfu Alþing­is.

For­sætis­nefnd Alþingis mun fyrir lok apr­íl­mán­aðar gera til­lögu til Alþingis um ein­stak­ling til að gegna emb­ætti umboðs­manns Alþingis og verður hann kjör­inn á þing­fundi.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent