Vissi að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal þegar hún hringdi í lögreglustjórann

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafði ekki verið í sambandi við Bjarna Benediktsson áður en hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Hún vissi hins vegar að hann væri sá ráðherra sem hefði verið í Ásmundarsal.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra seg­ist ekki hafa verið í sam­bandi við Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, áður en hún hringdi í Höllu Berg­þóru Björns­dótt­ur, lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, á aðfanga­dag í fyrra. Þetta kom fram á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar í morgun þegar Áslaug Arna kom fyrir nefnd­ina og svar­aði spurn­ingum nefnd­ar­manna um mál­ið, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. 

Á vef RÚV er hins vegar haft eftir dóms­mála­ráð­herra að hún hafi vitað að það var Bjarni sem hafði verið í Ásmund­ar­sal á Þor­láks­messu, þar sem grunur er um að sótt­­­varn­­­ar­brot hafi verið framið. Í sömu frétt segir Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður Pírata, að hann sjái ekk­ert sem bendi til þess sem stendur að ráð­herra hafi farið yfir mörk eft­ir­lits­hlut­verks síns og haft óeðli­leg afskipti af máli sem væri í rann­sókn hjá lög­reglu.

Upp­lýs­ingum ekki miðlað áfram til fjöl­miðla

Nýverið opin­ber­aði RÚV að Áslaug Arna hefði hringt tví­­­­­vegis í Höllu Berg­þóru á aðfanga­dag 2020 í kjöl­far þess að lög­­­reglan hafði greint fjöl­miðlum frá því að „hátt­­­virkur ráð­herra“ hefði verið staddur í sam­­­kvæmi í Ásmund­­­ar­­­sal kvöldið áður, þar sem grunur er um að sótt­­­varn­­­ar­brot hafi verið framið. Umræddur ráð­herra reynd­ist vera Bjarni Bene­dikts­­­son, for­­­maður Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins og fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra. Áslaug Arna sagði í lið­inni viku við RÚV að sam­­­töl hennar við lög­­­­­reglu­­­stjór­ann hafi verið vegna spurn­inga sem hún hafði um verk­lag og upp­­­lýs­inga­­­gjöf við gerð dag­bók­ar­færslna lög­reglu. „Fjöl­miðlar spurðu mig hvort hún væri eðli­leg. Ég þekkti ekki verk­lag dag­bók­ar­færslna lög­regl­unnar og spurði aðeins um það.“

Auglýsing
Heimildir Kjarn­ans herma að Áslaug Arna hafi verið spurð um það á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar í morgun hvort hún hafi fengið upp­lýs­ingar um verk­lags­reglur hjá lög­reglu­stjór­an­um, og að hún hafi svarað því ját­andi. Þeim upp­lýs­ingum hafi hins vegar ekki verið miðlað til neinna fjöl­miðla. 

Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sendi frá sér til­kynn­ingu sjálf 26. des­em­ber, tveimur dögum eftir að Ásmund­ar­sals­málið kom upp, þar sem hún gerði sjálf grein fyrir því að upp­lýs­ingar um að „hátt­virtur ráð­herra“ hefði veið á við­burð­inum sem lög­reglan stöðv­aði í salnum á Þor­láks­messu væru á skjön við vinnu­reglur henn­ar. Per­sónu­vernd taldi ekki ástæðu til að aðhaf­ast vegna dag­bók­ar­færsl­unnar þar sem almennt njóti opin­berar per­sónur minni frið­helgi en aðr­ar. 

Lög­reglu­stjór­inn kemur á morgun

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd ákvað í dag að boða lög­reglu­stjór­ann á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á fund sinn á morgun til að fá hennar hlið á mál­in­u. 

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þing­maður Við­reisnar sem situr í nefnd­inni, tók málið upp undir liðnum störf þings­ins í síð­ustu viku og sagði þar að hegðun Áslaugar Örnu og gerðir væru „mik­ill dóm­greind­ar­brest­ur“ að hennar mati. Erindið hafi getað sett lög­reglu­stjór­ann í „óþægi­lega stöð­u.“

Halla Berg­þóra var í við­tali í Silfr­inu á RÚV í gær en í upp­hafi þess kom fram að hún vildi ekki tjá sig að sinni um sím­­töl dóms­­mála­ráð­herra til sín á aðfanga­dag þar sem málið væri komið til með­­­ferðar hjá stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd Alþing­­is. 

Þegar greint var frá því að for­m­­­leg rann­­­sókn væri hafin á sam­kom­unni, þann 30. des­em­ber í fyrra, sagði í til­­­kynn­ingu frá lög­­­­­reglu að rann­­­sóknin fæli meðal ann­­­ars í sér að yfir­­­­fara upp­­­­­­­tökur úr búk­­­­mynda­­­­vélum lög­­­­­­­reglu­­­­manna með til­­­­liti til brota á sótt­­­­vörn­­­­um. Rann­­­sókn­inni lauk seint í jan­úar og málið var í kjöl­farið sent til ákæru­sviðs sem tekur ákvörðun um það hvort að sekt­­­ar­­­boðum verði beitt eða hvort ekki þyki ástæða til þess. Þar er málið enn til með­­­­­ferð­­­ar.

Þá greindi mbl.is frá því í lok síð­ustu viku að nefnd sem hefur eft­ir­lit með störfum lög­reglu sé að kanna sam­skipti hennar við fjöl­miðla eftir að sam­kvæmið í Ásmund­ar­sal á Þor­láks­messu var leyst upp. Einnig verður kannað hvort sam­ræmi sé milli þess sem komi fram á upp­töku og þess sem skrifað var í skýrslu lög­reglu. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent