Útflutningur þjónustu stórjókst í desember

Þrátt fyrir hrun í stærstu útflutningsgreinnni flytjum við enn meira út af þjónustu en við kaupum frá öðrum löndum. Þjónustuafgangurinn var mikill á síðasta ársfjórðungi, sér í lagi vegna mikils útflutnings í desember.

Þjónustuútflutningur jókst hratt í desember, þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi enn verið í lamasessi.
Þjónustuútflutningur jókst hratt í desember, þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi enn verið í lamasessi.
Auglýsing

Útflutn­ingur þjón­ustu var 26,4 millj­örðum krónum meiri en inn­flutn­ingur hennar hér á landi á síð­asta árs­fjórð­ungi, sam­kvæmt nýlegum tölum Hag­stofu um þjón­ustu­jöfn­uð. Nær allur afgang­ur­inn er til­kom­inn vegna við­skipta í des­em­ber, en í þeim mán­uði jókst útflutn­ingur þjón­ustu um rúm­lega helm­ing miðað við mán­uð­inn á und­an. 

Afgangur vegna við­snún­ings í des­em­ber

Sam­kvæmt nýjum hag­tölum Seðla­banka Íslands var 22,1 millj­arða króna afgangur á við­skipti við útlönd á síð­asta árs­fjórð­ungi 2020. Stærstan hluta þessa við­skipta­af­gangs má rekja til mik­ils afgangs á þjón­ustu­við­skiptum við útlönd, en hann nam 26 millj­örðum króna á tíma­bil­in­u. 

Þessum mikla afgangi var þó ekki dreift jafnt milli mán­aða,sam­kvæmt tölum Hag­stofu um inn- og útflutn­ing þjón­ustu. Þar sést að virði þjón­ustu­út­flutn­ings var nokkuð lítið á haust­mán­uðum síð­asta árs, en rúm­lega tvö­fald­að­ist svo í des­em­ber og náði rúmum 50 millj­örðum króna. Aukn­ing þjón­ustu­inn­flutn­ings á sama tíma var mun minni og því stórjókst þjón­ustu­af­gang­ur­inn við útlönd í des­em­ber. 

Auglýsing

Af þeim 26,4 millj­arða króna þjón­ustu­af­gangi á síð­asta árs­fjórð­ungi komu 24,4 millj­arðar frá við­skiptum í des­em­ber, eða . í októ­ber var afgang­ur­inn aðeins þrír millj­arðar og raunar var halli á þjón­ustu­við­skiptum í nóv­em­ber, í fyrsta skiptið í að minnsta kosti tvö ár. 

Fallið hefur stór­minnkað

Þjón­ustu­út­flutn­ingur tók mikla dýfu um leið og sótt­varn­ar­að­gerðir voru fyrst hertar með komu heims­far­ald­urs­ins í fyrra­vor. Ef miðað er við útflutn­ings­tölur á sama mán­uði árið á undan féllu útflutn­ings­tekjur vegna þjón­ustu um 38 pró­sent í mars, en fallið nam 58 pró­sentum í apríl og 63 pró­sentum í maí árið 2020. Lík­legt er að þessi minnkun sé að miklu leyti vegna hruns í komu erlendra ferða­manna til lands­ins.

 Mynd: Kjarninn. Heimild: Hagstofa 

Líkt og sést á mynd hér að ofan var rúm­lega helm­ings­fall í þjón­ustu­út­flutn­ingi frá apríl til nóv­em­ber. Í des­em­ber mátti hins vegar greina mik­inn við­snún­ing, þar sem útflutn­ings­tekj­urnar juk­ust úr 24 millj­örðum króna í 52 millj­arða króna mán­uð­inn á und­an. Þá var útflutn­ing­ur­inn “ein­ung­is” 23 pró­sentum minni heldur en í sama mán­uði árið 2019. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent