Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar

Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.

Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Auglýsing

„Þær hug­myndir sem fram hafa komið á und­an­förnum árum, um að byggja Alex­and­ers­flug­völl upp sem vara­flug­völl fyrir Kefla­vík­ur-, Reykja­vík­ur-, Akur­eyr­ar- og Egils­staða­flug­velli, eru með öllu óraun­hæf­ar,“ að mati Félags íslenskra atvinnu­flug­manna (FÍ­A), sem hefur skilað inn umsögn um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu Mið­flokks­ins um mál­ið.

Mið­flokk­ur­inn leggur til, og ekki í fyrsta sinn, að sam­göngu­mála­ráð­herra láti kanna kosti þess að byggja upp Alex­and­ers­flug­völlur við Sauð­ár­krók sem vara­flug­völl fyrir Kefla­vík­ur­flug­völl, Reykja­vík­ur­flug­völl, Akur­eyr­ar­flug­völl og Egils­staða­flug­völl. 

Til­laga í þessa átt­ina var fyrst lögð fram af Gunn­ari Braga Sveins­syni og fleiri þing­mönnum ýmissa flokka árið 2013 og árið 2015 lagði Ásmundur Einar Daða­son sam­bæri­lega til­lögu fram, með stuðn­ingi fleiri þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Þetta mál klofn­aði frá Fram­sókn­ar­flokknum er Mið­flokk­ur­inn var stofn­að­ur. Síðan þá hafa þing­menn flokks­ins haldið mál­inu á lofti og lagt það fram á þingi haustið 2017, vet­ur­inn 2018, haustið 2018, haustið 2019 og á ný síð­asta haust. 

Vert er að taka fram að Jón Þór Þor­valds­son, for­maður FÍA og vara­þing­maður Mið­flokks­ins, er ekki skrif­aður fyrir umsögn FÍA um málið heldur er það Ingvar Tryggva­son for­maður örygg­is­nefndar FÍA.

Ekki grund­völlur fyrir reglu­legu flugi

Félag íslenskra atvinnu­flug­manna segir það rétt sem fram komi í grein­ar­gerð þing­flokks­ins, að Skaga­fjörður sé breið­ur, aðflugið gott og völl­ur­inn vel stað­settur veð­ur­fars­lega. Hið sama megi þó segja um marga aðra flug­velli.

„Vand­inn felst í því að ekki er grund­völlur fyrir reglu­bundnu áætl­un­ar­flugi stórra véla til vall­ar­ins, þannig að þeir inn­viðir og tækja­bún­aður sem þyrfti til að sinna ætl­uðu hlut­verki stæðu ónot­aðir frá degi til dags,“ segir í umsögn FÍA. 

Auglýsing

Þar er vísað til þess að árið 2018 sendi lög­fræð­ingur Isa­via inn umsögn til þings­ins þar sem fram kom að fram­kvæmd­irnar myndu kalla á 4-5 millj­arða króna fjár­fest­ingu. Slíkt telur FÍA ekki raun­hæft, á meðan að mikil fjár­fest­ing­ar­þörf sé á öðrum flug­völlum lands­ins.

Frá Sauðárkróki.Flug­manna­fé­lagið vísar til nýlegrar skýrslu Sam­taka iðn­að­ar­ins og Félags ráð­gjaf­ar­verk­fræð­inga um inn­viði á Íslandi, sem kynnt var 17. febr­ú­ar. Í þeirri skýrslu kom fram að bæði á Reykja­vík­ur­flug­velli og Egils­staða­flug­velli væri komið að end­ur­nýjun mal­biks á flug­braut­um, auk þess sem setja þyrfti upp aðflugs­ljós á Akur­eyri, Egils­stöðum og í Reykja­vík til þess að upp­fylla Evr­ópu­reglu­gerð­ir.

„Það er sann­ar­lega fagn­að­ar­efni er þing­menn láta sig flug- og flug­valla­mál varða. ÖFÍA vill góð­fús­lega benda þing­heimi á að sá alvar­legi vandi sem steðjar að okkur kemur skil­merki­lega fram í minn­is­blaði sem Isa­via sendi Alþingi í tengslum við sam­göngu­á­ætlun haustið 2018. 

Þannig hefur upp­söfnuð van­fjár­fest­ing í flug­valla­kerf­inu verið áætluð um 2 millj­arðar og mörg brýn verk­efni á borð­inu sem þola vart bið á þeim flug­völlum sem eru í reglu­bund­inni notk­un.

Að öllu sam­an­lögðu, mælum við með því að upp­bygg­ingu Alex­and­ers­flug­vallar verði frestað þangað til raun­hæft til­efni skapst og stjórn­völd hafa náð utan um þann alvar­lega vanda sem er til staðar á þeim flug­völlum sem eru nú þegar í reglu­bund­inni notk­un,“ segir í umsögn FÍA.

Sveit­ar­fé­lagið styður málið og telur áhrifin á ferða­þjón­ustu jákvæðRétt eins og und­an­farin ár hefur Sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörður skilað inn jákvæðri umsögn um mál­ið. „Byggð­ar­ráð styður málið og vill árétta að Sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörður hefur á und­an­förnum árum lagt mikla áherslu á upp­bygg­ingu Alex­and­ers­flug­vallar sem vara­flug­vallar vegna góðra lend­ing­ar­skil­yrða og land­fræði­legrar legu flug­vall­ar­ins,“ segir í bókun byggða­ráðs frá 21. febr­úar sem send var til Alþingis sem umsögn.Segir í bók­un­inni að óum­deilt sé að lend­ing­ar­skil­yrði á Alex­and­ers­flug­velli séu með því besta sem ger­ist á land­inu og að þeir dagar þar sem völl­ur­inn lokar vegna veð­ur­skil­yrða séu fátíð­ir. Slíkt myndi heyra til und­an­tek­inga með bættum vall­ar­bún­að­i. „­Jafn­framt er Ijóst að upp­bygg­ing vall­ar­ins myndi hafa veru­leg jákvæð áhrif á ferða­þjón­ustu á Norð­ur­landi öllu,“ segir byggða­ráð­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent