Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar

Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.

Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Auglýsing

„Þær hug­myndir sem fram hafa komið á und­an­förnum árum, um að byggja Alex­and­ers­flug­völl upp sem vara­flug­völl fyrir Kefla­vík­ur-, Reykja­vík­ur-, Akur­eyr­ar- og Egils­staða­flug­velli, eru með öllu óraun­hæf­ar,“ að mati Félags íslenskra atvinnu­flug­manna (FÍ­A), sem hefur skilað inn umsögn um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu Mið­flokks­ins um mál­ið.

Mið­flokk­ur­inn leggur til, og ekki í fyrsta sinn, að sam­göngu­mála­ráð­herra láti kanna kosti þess að byggja upp Alex­and­ers­flug­völlur við Sauð­ár­krók sem vara­flug­völl fyrir Kefla­vík­ur­flug­völl, Reykja­vík­ur­flug­völl, Akur­eyr­ar­flug­völl og Egils­staða­flug­völl. 

Til­laga í þessa átt­ina var fyrst lögð fram af Gunn­ari Braga Sveins­syni og fleiri þing­mönnum ýmissa flokka árið 2013 og árið 2015 lagði Ásmundur Einar Daða­son sam­bæri­lega til­lögu fram, með stuðn­ingi fleiri þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Þetta mál klofn­aði frá Fram­sókn­ar­flokknum er Mið­flokk­ur­inn var stofn­að­ur. Síðan þá hafa þing­menn flokks­ins haldið mál­inu á lofti og lagt það fram á þingi haustið 2017, vet­ur­inn 2018, haustið 2018, haustið 2019 og á ný síð­asta haust. 

Vert er að taka fram að Jón Þór Þor­valds­son, for­maður FÍA og vara­þing­maður Mið­flokks­ins, er ekki skrif­aður fyrir umsögn FÍA um málið heldur er það Ingvar Tryggva­son for­maður örygg­is­nefndar FÍA.

Ekki grund­völlur fyrir reglu­legu flugi

Félag íslenskra atvinnu­flug­manna segir það rétt sem fram komi í grein­ar­gerð þing­flokks­ins, að Skaga­fjörður sé breið­ur, aðflugið gott og völl­ur­inn vel stað­settur veð­ur­fars­lega. Hið sama megi þó segja um marga aðra flug­velli.

„Vand­inn felst í því að ekki er grund­völlur fyrir reglu­bundnu áætl­un­ar­flugi stórra véla til vall­ar­ins, þannig að þeir inn­viðir og tækja­bún­aður sem þyrfti til að sinna ætl­uðu hlut­verki stæðu ónot­aðir frá degi til dags,“ segir í umsögn FÍA. 

Auglýsing

Þar er vísað til þess að árið 2018 sendi lög­fræð­ingur Isa­via inn umsögn til þings­ins þar sem fram kom að fram­kvæmd­irnar myndu kalla á 4-5 millj­arða króna fjár­fest­ingu. Slíkt telur FÍA ekki raun­hæft, á meðan að mikil fjár­fest­ing­ar­þörf sé á öðrum flug­völlum lands­ins.

Frá Sauðárkróki.Flug­manna­fé­lagið vísar til nýlegrar skýrslu Sam­taka iðn­að­ar­ins og Félags ráð­gjaf­ar­verk­fræð­inga um inn­viði á Íslandi, sem kynnt var 17. febr­ú­ar. Í þeirri skýrslu kom fram að bæði á Reykja­vík­ur­flug­velli og Egils­staða­flug­velli væri komið að end­ur­nýjun mal­biks á flug­braut­um, auk þess sem setja þyrfti upp aðflugs­ljós á Akur­eyri, Egils­stöðum og í Reykja­vík til þess að upp­fylla Evr­ópu­reglu­gerð­ir.

„Það er sann­ar­lega fagn­að­ar­efni er þing­menn láta sig flug- og flug­valla­mál varða. ÖFÍA vill góð­fús­lega benda þing­heimi á að sá alvar­legi vandi sem steðjar að okkur kemur skil­merki­lega fram í minn­is­blaði sem Isa­via sendi Alþingi í tengslum við sam­göngu­á­ætlun haustið 2018. 

Þannig hefur upp­söfnuð van­fjár­fest­ing í flug­valla­kerf­inu verið áætluð um 2 millj­arðar og mörg brýn verk­efni á borð­inu sem þola vart bið á þeim flug­völlum sem eru í reglu­bund­inni notk­un.

Að öllu sam­an­lögðu, mælum við með því að upp­bygg­ingu Alex­and­ers­flug­vallar verði frestað þangað til raun­hæft til­efni skapst og stjórn­völd hafa náð utan um þann alvar­lega vanda sem er til staðar á þeim flug­völlum sem eru nú þegar í reglu­bund­inni notk­un,“ segir í umsögn FÍA.

Sveit­ar­fé­lagið styður málið og telur áhrifin á ferða­þjón­ustu jákvæðRétt eins og und­an­farin ár hefur Sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörður skilað inn jákvæðri umsögn um mál­ið. „Byggð­ar­ráð styður málið og vill árétta að Sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörður hefur á und­an­förnum árum lagt mikla áherslu á upp­bygg­ingu Alex­and­ers­flug­vallar sem vara­flug­vallar vegna góðra lend­ing­ar­skil­yrða og land­fræði­legrar legu flug­vall­ar­ins,“ segir í bókun byggða­ráðs frá 21. febr­úar sem send var til Alþingis sem umsögn.Segir í bók­un­inni að óum­deilt sé að lend­ing­ar­skil­yrði á Alex­and­ers­flug­velli séu með því besta sem ger­ist á land­inu og að þeir dagar þar sem völl­ur­inn lokar vegna veð­ur­skil­yrða séu fátíð­ir. Slíkt myndi heyra til und­an­tek­inga með bættum vall­ar­bún­að­i. „­Jafn­framt er Ijóst að upp­bygg­ing vall­ar­ins myndi hafa veru­leg jákvæð áhrif á ferða­þjón­ustu á Norð­ur­landi öllu,“ segir byggða­ráð­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent