Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli

Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.

Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Auglýsing

Til marks um að bar­dag­inn um bólu­efnin sé haf­inn fyrir alvöru er sú ákvörðun ítal­skra stjórn­valda að stöðva fyr­ir­hug­aða send­ingu 250 þús­und skammta af bólu­efni til Ástr­al­íu. Evr­ópu­sam­bandið gerir ekki athuga­semdir við ákvörð­un­ina. Enda var hún byggð á fyr­ir­komu­lagi sem fram­kvæmda­stjórn þess kynnti til sög­unnar í jan­ú­ar: Að sækja þyrfti um sér­stakt leyfi til stjórn­valda í við­kom­andi ríki innan sam­bands­ins áður en bólu­efni væri flutt út.  

Sú ákvörðun sam­bands­ins snéri fyrst og fremst að lyfja­fyr­ir­tæk­inu Astr­aZeneca. Skærur brut­ust út á milli fram­kvæmda­stjórn­ar­innar og fyr­ir­tæk­is­ins eftir að það til­kynnti að minna yrði til skipt­anna af bólu­efn­inu innan ESB en áætl­anir höfðu upp­runa­lega gert ráð fyr­ir. Stjórnin sagði það samn­ings­brot. Sér­stak­lega í ljósi þess að Bretar og fleiri ríki fengju alla sína skammta þrátt fyrir fram­leiðslu­erf­ið­leika. Fyr­ir­tækið benti hins vegar á að ESB hefði dregið lapp­irnar í samn­inga­gerð­inn­i. 

Auglýsing

Og það er einmitt bólu­efni frá því fyr­ir­tæki sem ítölsk stjórn­völd sitja nú á og neita að heim­ila að sent verði til Ástr­alíu eins og til stóð. Bólu­efni sem fram­leitt er í verk­smiðjum Astr­aZeneca á Ítal­íu. Fram­kvæmda­stjórn ESB getur ógilt þá ákvörðun en ekki er útlit fyrir að það verði gert. Enda gerðu Ítal­ir, að því er heim­ildir Polit­ico og fleiri fjöl­miðla herma, stjórn­inni fyr­ir­ætl­anir sínar ljósar fyrr í vik­unni og eftir skoðun tók hún undir með þeim: Hætta væri á að svo stór send­ing til Ástr­alíu myndi brjóta í bága við bólu­efna­samn­inga sem ESB hefur gert.

Þetta er ekki í sam­ræmi við þau svör sem João Aguiar Machado, sendi­herra ESB hjá Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni, gaf fyrr í vik­unni. „Frá því að fyr­ir­komu­lagið tók gildi þann 1. febr­úar höfum við fengið 150 beiðnir um útflutn­ing [á bólu­efn­i]. Við höfum heim­ilað þær all­ar. Ég end­ur­tek, all­ar.“

Ekki við­kvæmt ríki

Það var við­skipta­blaðið Fin­ancial Times sem fyrst greindi frá ákvörðun Ítala. Í frétt blaðs­ins í gær­kvöldi kom fram að ástæður hennar væru m.a. þær að Ástr­alía teld­ist ekki „við­kvæmt“ ríki hvað far­ald­ur­inn varð­ar. Þar sé hann undir nokkuð góðri stjórn í augna­blik­inu. Í öðru lagi þótti send­ingin of stór, 250 þús­und skammt­ar, sem krefj­ist sér­stakrar athug­un­ar. 

Við­brögð Ástr­ala hafa hingað til verið kurt­eis­is­leg. Sjálfir eru þeir að hefja, ef allt gengur að óskum, nokkuð umfangs­mikla fram­leiðslu bólefna á næst­unni. Þeir hafa þó vin­sam­lega beðið fram­kvæmda­stjórn ESB að end­ur­skoða ákvörð­un­ina. Ef loka­svarið verður hið sama gæti annað hljóð komið í strokk­inn.

Bóluefnið sem senda átti til Ástralíu hafði AstraZeneca framleitt í verksmiðju sinni á Ítalíu. Mynd: EPA

Evr­ópu­sam­bandið hafði veðjað nokkuð stórt á bólu­efni Astr­aZeneca sem þróað var af vís­inda­mönnum við Oxford háskóla. Þeir voru þeir fyrstu til að ljúka við fyrstu fasa rann­sókn sína, sem lof­uðu góðu, þó að bæði Pfizer og Moderna hafi svo tekið fram úr í þró­un­ar­ferl­inu og fengið mark­aðs­leyfi á und­an. 

Hindr­anir í fram­leiðslu bólu­efnis Astr­aZeneca urðu hins vegar til þess að í stað þess að afhenda 100 milljón skammta til ESB á fyrsta árs­fjórð­ungi verða þeir nær 40 millj­ón­um. 

Í ljósi alls þessa kemur það ekki öllum á óvart að það hafi verið útflutn­ingur af bólu­efni Astr­aZeneca sem hafi verið stöðv­aður en ekki ein­hverra ann­arra fram­leið­enda.

En ef aðrir beita sömu brögð­um?

Útflutn­ings­höml­urnar sem ESB setti á njóta stuðn­ings leið­toga ríkja sam­bands­ins. Þeir hafa þó sumir hverjir vakið athygli fram­kvæmda­stjórn­ar­innar á því að fleiri, t.d. Banda­rík­in, gætu ef út í það er far­ið, beitt svip­uðum með­ulum til að hindra útflutn­ing bólu­efna.

Um þetta er m.a. fjallað í bréfi sem Mette Frederiksen, for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur, sendi Ursulu von der Leyen, for­seta fram­kvæmda­stjórnar ESB, í febr­ú­ar. Áhyggj­urnar snúa að nýju bólu­efni fyr­ir­tæk­is­ins John­son & John­son en þess er vænst að Evr­ópska lyfja­stofn­unin veiti því mark­aðs­leyfi á fundi sínum 11. mars. Það gæti þá komið á markað í apr­íl. 

Bólu­efni John­son & John­son verður m.a. fram­leitt í verk­smiðju í Belgíu en í ljós hefur komið að fyr­ir­tækið ætlar sér að klára fram­leiðslu­ferlið, setja efnið í lyfjaglös­in, handan hafs­ins – í Banda­ríkj­un­um. Frederik­sen er meðal þeirra sem telja þetta fyr­ir­komu­lag bjóða hætt­unni heim. Að stjórn­völd í Banda­ríkj­unum geti þá heft dreif­ingu þess til Evr­ópu. Og gera þurfi eitt­hvað í mál­inu til að tryggja hags­muni Evr­ópu­landa.

Af þessu þarf ekki að hafa áhyggj­ur, hafa Banda­ríkja­menn síðar sag­t. 

Auglýsing

Harð­lega hefur verið gagn­rýnt hversu langan tíma tók ESB að klára samn­inga við lyfja­fyr­ir­tæk­in. Það gerð­ist í ágúst hvað Astr­aZeneca varðar en mörgum vikum fyrr hafði fyr­ir­tækið gengið til samn­inga við Bret­land og fleiri ríki. Sama var uppi á ten­ingnum varð­andi samn­inga við Moderna og Pfiz­er. Ekki var gengið frá þeim fyrr en í  nóv­em­ber. 

Þetta á sér ýmsar skýr­ingar sem sumir hafa þó hrist höf­uðið yfir. Þannig er talið að samn­inga­nefnd ESB hafi verið umhugað um að ná niður verðum og tryggja að lyfja­fyr­ir­tækin – ekki sam­bandið – yrði ábyrgt fyrir áhrifum mögu­legra auka­verk­ana bólu­efn­anna. Á meðan ein­stök ríki gengu hratt og örugg­lega til samn­inga og pönt­uðu risa send­ingar ákvað samn­inga­nefnd ESB að „prútta eins og hún væri á útsölu­torgi“ á meðan versti veiru­far­aldur í meira en heila öld er að ganga yfir heims­byggð­ina, líkt og það er orðað í frétta­skýr­ingu Spi­egel um samn­inga­við­ræð­urn­ar.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
AGS mælir með þrengri skilyrðum á húsnæðislánum
Seðlabankinn ætti að beita þjóðhagsvarúðartækjum sínum til að takmarka hlut íbúðalána hjá bönkunum eða tryggja endurgreiðslugetu lánanna, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kjarninn 22. apríl 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar