4,6 prósent atvinnuleysi í febrúar

14317521740_8a320556ce_z.jpg
Auglýsing

Atvinnu­leysi nam 4,6 pró­sentum í febr­ú­ar, sam­kvæmt vinnu­mark­aðs­rann­sókn Hag­stofu Íslands. 8.600 manns voru án vinnu í mán­uð­in­um. Það er aðeins hærra hlut­fall atvinnu­leysis en var í sama mán­uði í fyrra.

Sam­kvæmt rann­sókn­inni voru 188.100 manns á aldr­inum 16 til 74 ára á vinnu­mark­aði í febr­ú­ar, sem jafn­gildir 81 pró­senta atvinnu­þátt­töku. Af þessum 188 þús­und voru 179.500 starf­andi og sem fyrr segir 8.600 án vinnu og í atvinnu­leit.

Þátt­taka á vinnu­mark­aði jókst milli ára um tvö pró­sentu­stig og fjölgun vinnu­afls var 6.900 manns. Þar af fjölg­aði starf­andi fólki um 6.100 og atvinnu­lausum fjölg­aði um 800. Því jókst hlut­fall starf­andi fólks um 1,7 pró­sentu­stig en hlut­fall atvinnu­lausra um 0,2 stig.

Auglýsing

Fólki utan vinnu­mark­aðar fækk­aðiÞegar atvinnu­leysi er árs­tíða­leið­rétt var fjöldi fólks á vinnu­mark­aði 192.100 í febr­ú­ar, sem jafn­gildir 82,6 pró­senta atvinnu­þátt­töku. Það er 1,2 pró­sentu­stigum hærra en í jan­ú­ar. Atvinnu­lausum fjölg­aði um 1.300 frá því í jan­úar miðað við árs­tíða­leið­rétt­ingu, og voru 9.100. Miðað við þetta var atvinnu­leysi 4,7 pró­sent í febr­úar sam­an­borið við 4,1 pró­sent í jan­ú­ar. ­Starf­andi fólk var 183 þús­und eða 78,7 pró­sent í febr­ú­ar, sem eru 1.100 fleiri en í jan­ú­ar.

Hlut­fall þeirra sem eru starf­andi jókst því um 0,7 pró­sentu­stig og atvinnu­leysi jókst um 0,6 stig. Í hópi þeirra sem eru utan vinnu­mark­aðar fækk­aði um þrjú þús­und manns.

Með árs­tíða­leið­rétt­ingu er leit­ast við að aðgreina sveiflur eftir árs­tímum frá öðrum breyt­ingum og gerir sam­an­burð milli sam­liggj­andi mán­aða raun­hæf­ari.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None