95 prósent samþykktu verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins, tíu þúsund í verkfall

folk.jpg
Auglýsing

Félags­menn Starfs­greina­sam­bands Íslands (SGS) sam­þykktu verk­falls­að­gerðir sam­bands­ins með 94,6 pró­sent atkvæða. Verk­falls­að­gerðir rúm­lega tíu þús­und félags­manna SGS hefj­ast því í næstu viku. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem Drífa Snædal, fram­kvæmda­stjóri SGS, sendi frá sér rétt í þessu. Um 42 pró­sent atkvæð­is­bærra félaga í SGS starfa á mat­væla­sviði (fisk­vinnslu, afurða­stöðv­um, kjöt­vinnslum og í slát­ur­hús­um) en 32 pró­sent eru í þjón­ustu­greinum (ferða­þjón­ustu, ræst­ingum o.fl.). Aðrir hópar telja bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð, iðnað og far­ar­tækja- og flutn­ings­grein­ar.

Þar segir að kjör­sókn hafi verið 50,4 pró­sent en þátt­taka í kosn­ing­unni jókst eftir því sem leið á vik­una sam­fara mik­illi umfjöllun og umræðu sem varð um kjara­mál síð­ustu daga í þjóð­fé­lag­inu. Kjör­sóknin var umtals­vert meiri en vænt­ingar verka­lýðs­fé­lag­anna höfðu staðið til­. ­Björn Snæ­björns­son, for­maður SGS, seg­ist fagna mik­illi kjör­sókn. "Verk­föll eru alltaf síð­asta úrræðið og við vonum að það náist að semja fyrir 30. apr­íl. Þó getum við ekki verið of von­góð miðað við það sem komið hefur frá full­trúum Sam­taka atvinnu­lífs­ins. Þá skiptir máli að nið­ur­staðan í kosn­ing­unni var skýr, félags­menn eru til­búnir í verk­fall. Kjör­sókn upp á 50,4%  þar sem 95% lýsa einni afstöðu, er mjög hátt hlut­fall. Sér­stak­lega þegar litið er til þess um hversu fjöl­breyttan hóp fólks er að ræða, t.a.m. far­and­verka­fólk, skóla­fólk og fólk í hluta­störf­um. Kjör­sóknin var einnig meiri á þeim stöðum þar sem fisk­vinnsla er und­ir­stöðu­grein og kemur það okkur síst á óvart, enda er órétt­lætið í því hvernig gæð­unum er skipt alveg hróp­andi í sjáv­ar­út­veg­in­um."

Kosið var í 16 aðild­ar­fé­lögum Starfs­greina­sam­bands­ins um tvo aðal­kjara­samn­inga, nið­ur­stöður skipt eftir aðild­ar­fé­lögum og samn­ingum má sjá á vef Starfs­greina­sam­bands­ins.

Auglýsing

Verk­fall félags­manna SGS hefst fimmtu­dag­inn 30. apríl og stendur fyrst um sinn yfir í hálfan sól­ar­hring, frá hádegi til mið­nætt­is. Eftir það taka við reglu­leg sól­ar­hrings­verk­föll þar til ótíma­bundið verk­fall hefst 26. maí. Ljóst er að verk­föllin munu hafa mikil áhrif á fjölda vinnu­staða um land allt.

Tíma­setn­ingar verk­falls­að­gerð­anna:30. apríl 2015 Alls­herjar vinnu­stöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til mið­nættis sama dag.

6. maí 2015 Alls­herjar vinnu­stöðvun frá mið­nætti til mið­nættis (allur 6. maí).

7. maí 2015 Alls­herjar vinnu­stöðvun frá mið­nætti til mið­nættis (allur 7. maí).

19. maí 2015 Alls­herjar vinnu­stöðvun frá mið­nætti til mið­nættis (allur 19. maí).

20. maí 2015 Alls­herjar vinnu­stöðvun frá mið­nætti til mið­nættis (allur 20. maí).

26. maí 2015 Ótíma­bundin vinnu­stöðvun hefst á mið­nætti aðfara­nótt 26. maí 2015.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None