95 prósent samþykktu verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins, tíu þúsund í verkfall

folk.jpg
Auglýsing

Félags­menn Starfs­greina­sam­bands Íslands (SGS) sam­þykktu verk­falls­að­gerðir sam­bands­ins með 94,6 pró­sent atkvæða. Verk­falls­að­gerðir rúm­lega tíu þús­und félags­manna SGS hefj­ast því í næstu viku. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem Drífa Snædal, fram­kvæmda­stjóri SGS, sendi frá sér rétt í þessu. Um 42 pró­sent atkvæð­is­bærra félaga í SGS starfa á mat­væla­sviði (fisk­vinnslu, afurða­stöðv­um, kjöt­vinnslum og í slát­ur­hús­um) en 32 pró­sent eru í þjón­ustu­greinum (ferða­þjón­ustu, ræst­ingum o.fl.). Aðrir hópar telja bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð, iðnað og far­ar­tækja- og flutn­ings­grein­ar.

Þar segir að kjör­sókn hafi verið 50,4 pró­sent en þátt­taka í kosn­ing­unni jókst eftir því sem leið á vik­una sam­fara mik­illi umfjöllun og umræðu sem varð um kjara­mál síð­ustu daga í þjóð­fé­lag­inu. Kjör­sóknin var umtals­vert meiri en vænt­ingar verka­lýðs­fé­lag­anna höfðu staðið til­. ­Björn Snæ­björns­son, for­maður SGS, seg­ist fagna mik­illi kjör­sókn. "Verk­föll eru alltaf síð­asta úrræðið og við vonum að það náist að semja fyrir 30. apr­íl. Þó getum við ekki verið of von­góð miðað við það sem komið hefur frá full­trúum Sam­taka atvinnu­lífs­ins. Þá skiptir máli að nið­ur­staðan í kosn­ing­unni var skýr, félags­menn eru til­búnir í verk­fall. Kjör­sókn upp á 50,4%  þar sem 95% lýsa einni afstöðu, er mjög hátt hlut­fall. Sér­stak­lega þegar litið er til þess um hversu fjöl­breyttan hóp fólks er að ræða, t.a.m. far­and­verka­fólk, skóla­fólk og fólk í hluta­störf­um. Kjör­sóknin var einnig meiri á þeim stöðum þar sem fisk­vinnsla er und­ir­stöðu­grein og kemur það okkur síst á óvart, enda er órétt­lætið í því hvernig gæð­unum er skipt alveg hróp­andi í sjáv­ar­út­veg­in­um."

Kosið var í 16 aðild­ar­fé­lögum Starfs­greina­sam­bands­ins um tvo aðal­kjara­samn­inga, nið­ur­stöður skipt eftir aðild­ar­fé­lögum og samn­ingum má sjá á vef Starfs­greina­sam­bands­ins.

Auglýsing

Verk­fall félags­manna SGS hefst fimmtu­dag­inn 30. apríl og stendur fyrst um sinn yfir í hálfan sól­ar­hring, frá hádegi til mið­nætt­is. Eftir það taka við reglu­leg sól­ar­hrings­verk­föll þar til ótíma­bundið verk­fall hefst 26. maí. Ljóst er að verk­föllin munu hafa mikil áhrif á fjölda vinnu­staða um land allt.

Tíma­setn­ingar verk­falls­að­gerð­anna:30. apríl 2015 Alls­herjar vinnu­stöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til mið­nættis sama dag.

6. maí 2015 Alls­herjar vinnu­stöðvun frá mið­nætti til mið­nættis (allur 6. maí).

7. maí 2015 Alls­herjar vinnu­stöðvun frá mið­nætti til mið­nættis (allur 7. maí).

19. maí 2015 Alls­herjar vinnu­stöðvun frá mið­nætti til mið­nættis (allur 19. maí).

20. maí 2015 Alls­herjar vinnu­stöðvun frá mið­nætti til mið­nættis (allur 20. maí).

26. maí 2015 Ótíma­bundin vinnu­stöðvun hefst á mið­nætti aðfara­nótt 26. maí 2015.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None