95 prósent samþykktu verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins, tíu þúsund í verkfall

folk.jpg
Auglýsing

Félags­menn Starfs­greina­sam­bands Íslands (SGS) sam­þykktu verk­falls­að­gerðir sam­bands­ins með 94,6 pró­sent atkvæða. Verk­falls­að­gerðir rúm­lega tíu þús­und félags­manna SGS hefj­ast því í næstu viku. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem Drífa Snædal, fram­kvæmda­stjóri SGS, sendi frá sér rétt í þessu. Um 42 pró­sent atkvæð­is­bærra félaga í SGS starfa á mat­væla­sviði (fisk­vinnslu, afurða­stöðv­um, kjöt­vinnslum og í slát­ur­hús­um) en 32 pró­sent eru í þjón­ustu­greinum (ferða­þjón­ustu, ræst­ingum o.fl.). Aðrir hópar telja bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð, iðnað og far­ar­tækja- og flutn­ings­grein­ar.

Þar segir að kjör­sókn hafi verið 50,4 pró­sent en þátt­taka í kosn­ing­unni jókst eftir því sem leið á vik­una sam­fara mik­illi umfjöllun og umræðu sem varð um kjara­mál síð­ustu daga í þjóð­fé­lag­inu. Kjör­sóknin var umtals­vert meiri en vænt­ingar verka­lýðs­fé­lag­anna höfðu staðið til­. ­Björn Snæ­björns­son, for­maður SGS, seg­ist fagna mik­illi kjör­sókn. "Verk­föll eru alltaf síð­asta úrræðið og við vonum að það náist að semja fyrir 30. apr­íl. Þó getum við ekki verið of von­góð miðað við það sem komið hefur frá full­trúum Sam­taka atvinnu­lífs­ins. Þá skiptir máli að nið­ur­staðan í kosn­ing­unni var skýr, félags­menn eru til­búnir í verk­fall. Kjör­sókn upp á 50,4%  þar sem 95% lýsa einni afstöðu, er mjög hátt hlut­fall. Sér­stak­lega þegar litið er til þess um hversu fjöl­breyttan hóp fólks er að ræða, t.a.m. far­and­verka­fólk, skóla­fólk og fólk í hluta­störf­um. Kjör­sóknin var einnig meiri á þeim stöðum þar sem fisk­vinnsla er und­ir­stöðu­grein og kemur það okkur síst á óvart, enda er órétt­lætið í því hvernig gæð­unum er skipt alveg hróp­andi í sjáv­ar­út­veg­in­um."

Kosið var í 16 aðild­ar­fé­lögum Starfs­greina­sam­bands­ins um tvo aðal­kjara­samn­inga, nið­ur­stöður skipt eftir aðild­ar­fé­lögum og samn­ingum má sjá á vef Starfs­greina­sam­bands­ins.

Auglýsing

Verk­fall félags­manna SGS hefst fimmtu­dag­inn 30. apríl og stendur fyrst um sinn yfir í hálfan sól­ar­hring, frá hádegi til mið­nætt­is. Eftir það taka við reglu­leg sól­ar­hrings­verk­föll þar til ótíma­bundið verk­fall hefst 26. maí. Ljóst er að verk­föllin munu hafa mikil áhrif á fjölda vinnu­staða um land allt.

Tíma­setn­ingar verk­falls­að­gerð­anna:30. apríl 2015 Alls­herjar vinnu­stöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til mið­nættis sama dag.

6. maí 2015 Alls­herjar vinnu­stöðvun frá mið­nætti til mið­nættis (allur 6. maí).

7. maí 2015 Alls­herjar vinnu­stöðvun frá mið­nætti til mið­nættis (allur 7. maí).

19. maí 2015 Alls­herjar vinnu­stöðvun frá mið­nætti til mið­nættis (allur 19. maí).

20. maí 2015 Alls­herjar vinnu­stöðvun frá mið­nætti til mið­nættis (allur 20. maí).

26. maí 2015 Ótíma­bundin vinnu­stöðvun hefst á mið­nætti aðfara­nótt 26. maí 2015.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None