„Á meðan fyllast öll koffort í Moskvu af peningum“

Ásgeir Brynjar Torfason bendir á að þrátt fyrir að Evrópuþjóðir séu viljugar að hætta að kaupa olíu og gas af Rússum þá taki slíkar aðgerðir tíma.

Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur.
Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur.
Auglýsing

Ásgeir Brynjar Torfa­son doktor í fjár­málum telur að þving­un­ar­að­gerðir í efna­hags­málum bíti Rússa lítið vegna þeirra greiðslna sem þeir fá fyrir gas og olíu – en verðið á þessum vöru hækkar með hverjum deg­inum sem líð­ur.

Þetta kom fram í máli hans í Silfr­inu á RÚV um helg­ina.

Egill Helga­son spurði Ásgeir Brynjar í fram­hald­inu hvort Evr­ópu­þjóðir myndi vilja hætta að kaupa olíu og gas af Rússum í ljósi aðstæðna.

Ásgeir Brynjar telur að svo sé. „Jú, en það tekur tíma. Þeir eru búnir að segj­ast ætla að draga úr því um 60 til 80 pró­sent fram til árs­loka. Það er verið á fullu að koma upp öðrum leiðum og þetta hraðar nátt­úru­lega umbreyt­ingu á orku­kerfum í Evr­ópu en þetta tekur allt tíma. Á meðan fyll­ast öll koff­ort í Moskvu af pen­ingum fyrir gasið sem er orðið dýr­ara og olí­una.“

Auglýsing

Búið að færa rúss­neskt efna­hags­líf aftur um 20 til 30 ár

Egill spurði jafn­framt hvort þving­un­ar­að­gerðir gegn Rússum út af stríð­inu hefðu virkað og hvort þær væru nægi­lega víð­feðm­ar.

„Ja, það sem kom á óvart frá því fyrstu helg­ina eftir stríð, frá því ég var hérna síð­ast, var að við­skipta­lífið tók sig eig­in­lega til og bætti fullt við í að herja á Rúss­land með því að draga við­skipti sína þaðan burtu – miklu meira en hinar opin­beru aðgerðir voru raun og veru að krefj­ast eða fara fram á. Þannig að það er búið að færa rúss­neskt efna­hags­líf aftur um 20 til 30 ár á tveimur þremur viku.“

Fólk mun svelta

Ásgeir Brynjar sagði að þrátt fyrir efna­hags­þving­anir væri nægt flæði af pen­ingum inn í landið en þó væru öll vest­ræn fyr­ir­tæki að draga sig þaðan burtu.

„Þær mögu­lega verða þá þjóð­væddar verk­smiðj­urnar þeirra sem standa þarna eftir og það er óvíst hvernig tekst að koma þeim í gang aft­ur. Það er auð­velt með McDon­alds-ham­borg­ara­stað­ina en kannski flókn­ara með BMW-bíla­verk­smiðj­ur. Og þetta er í raun og veru óvíst ennþá vegna þess að stríðið er í fullum gang­i.“

Hann sagði að stóra spurn­ingin væri hversu lengi stríðið myndi vara. Hann sagði að stríðið hefði jafn­framt slæm áhrif á efna­hags­kerfi heims­ins. „Það tapa allir á stríð­inu en það fara alls konar umbreyt­ing­ar­ferlar í gang; það að olíu­verðið fari upp, að hrá­vöru­verðið fari upp og að þetta verður hökt eins og þegar COVID kom í alls konar keðjur hvort sem er af orku eða málmum eða hrá­vör­um. Við sjáum hveitið núna, sem er ekki bara orðið dýr­ara, að það er líka ekki verið að planta fyrir næstu upp­skeru. Þannig að verðið verður á næsta ári líka hátt og hjálp­ar­stofn­anir í suð­ur­hluta heims­ins eru bara með ákveðið magn af pen­ingum til að kaupa korn – þannig að fólk er að fara að svelta.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent